Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.1989, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 21.12.1989, Blaðsíða 11
Verslum heima _________11 Víkurfréttir 21. des. 1989 „Hingað koma pabbarnir líka og eru ekkert síðri í innkaupum“, segir Asdís Guðbrandsdóttir í Andreu. Ljósm.: hbb. „Bleikur og blár stendur fyrir sfnu“ í barnafataversluninni Andreu hittum við að máli As- dísi Guðbrandsdóttur, eig- anda verslunarinnar. „Barna- fatnaðurinn á þau yngstu er alltaf í klassísku útliti og bleik- ur og blár litur stendur alltaf fyrir sínu í þeim efnum,“ sagði Asdís í samtali við blaðið. Jafnframt sagði hún að nokkuð mikil sala hefði verið í barnafatnaði nú, þessa síðustu daga fyrir jól. Fólk væri bæði að kaupa jólafötin á börnin og einnig í jólapakkann, en í Andreu er hægt að fá fatnað á börn frá 0-8 ára aldurs og það allt frá sokkum og skóm til besta sparifatnaðar. Jóla- skórnir fást til að mynda í stærðum frá 17-34. -Eru þetta ekki aðallega mömmurnar sem koma hing- að að versla? „Síður en svo. Hingað koma pabbarnir líka og þeir eru ekk- ert síðri í innkaupum á barnið heldur en mömmurnar og virðast alveg vita hvað þeireru að gera,“ sagði Asdís í barna- fataversluninni Andreu við Hafnargötu að endingu. Valgeir Þorláksson með sýnishorn af sykurlausu framlciðslunni. Ljósm.: hbb. Valgeirsbakarí: „Sækja I auknum mæli til Suóurnesja" „Það sem hefur valdið sam- drætti hjá okkur er aukinn þungi í samkeppninni frá stóru aðilunum í Reykjavík," sagði Valgeir Þorláksson í Val- geirsbakaríi. Kom fram hjá honum að eftir að Ragnars- bakarí hætti hafi stórir aðilar sótt í auknum mæli inn á markaðinn hér á Suðurnesj- um. „Of mikið af brauðvörum kemur úr Reykjavík á markað- inn hér á svæðinu. Slíkt hefur aðeins í för með sér að sam- dráttur verður hjá bökurum hér“, sagði Valgeir. Þá er Valgeirsbakarí byrjað að selja kökur, ætlaðar sykur- sjúkum. Um er að ræða deig, sem fengið er tilbúið frá Þýska- landi, en hrært um hjá þeim. Fri heimkeyrsla a öllum rettum. Verslanir - Fyrirtæki Einstaklingar! Fri heimkeyrsla a öllum rettum. Frí heimkeyrsla á öllum okkar réttum föstudaginn 22. desember frá kl. 17-22 og laugardaginn 23. desember frá kl. 12.-23. Veljið eftir meðfylgjandi matseðli, hringið svo og pantið í síma 14777 PIZZUR 1. M/Oregon 2. M/Skinku, sveppum, ananas 3. M/Sveppum. nautahakki, pepperoni 4. M/Sveppum, nautahakki, papriku 5. M/Sveppum, skinku, lauk, rækjum 6. LANGBEST m/öllu 7. Hot PIZZA m/nautahakki, sveppum, lauk, papriku, rauðum pipar, pepperoni, hvitlauksolíu 830 965 PÍTUR ÝMISLEGT 11. M/Buffi 415 1/2 franskar 160 12. M/Fiski 415 1/1 franskar 315 13. M/Grænmeti 365 Coctailsósa 70 Hrásalat 95 HAMBORGARAR m/íssalati, súrum gúrkum, hamborgarasósu og tómatsneið 20. Einn sér 21. M/Frönskum, sósu og salati 22. M/Osti, frönskum, sósu og salati 23. Langbest m/frönskum, eggi, lauk, osti, sósu og salati 24. Tvöfaldur hamborgari 25. Tvöfaldur hamborgari m/osti SAMLOKUR 30. M/Skinku og osti 31. M/Skinku, osti, frönskum, sósu og salati 32. M/Skinku, osti, ananas, frönskum, sósu og salati 33. M/Skinku, osti ananas, aspas, eggi, frönskum, sósu og salati CHICK KING KJUKLINGABITAR 40. Kjúklingabitar FISKRÉTTIR 50. Djúpsteikt ýsa m/frönskum og salati 51. Djúpsteikt ýsa m/frönskum, sósu og salati SÉRRÉTTIR 60. Gratineruð ýsuflök m/rækjum, bearnaisesósu og osti 61. Barbecue hamborgari m/lauk, íssalati, súrum gúrkum og tómatsneið 62. Gratineruð skinkubrauðsneið m/sveppum, ananas, aspas bearnaise og osti 63. „Wishbone" samloka m/lambasneið, sveppum, papriku, lauk, bearnaisesósu 480 545 720 305 495 595 ATH: Lokað aðfangadag, jóladag, 2. í jólum, gamlársdag og nýársdag. Gleðileg jól, farsælt komandi ár. Þökkum við- skiptin á árinu sem er að liða. ATH: Næsta blað kemur út 29. desember. Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.