Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.1989, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 21.12.1989, Blaðsíða 25
Verslum heima - Höldum fjármagninu í heimabyggð _________25 \4kurfréttir 21.des. 1989 „Smávöruversl- unin orðin meiri“ - segir Ástþór B. Sigurðsson í Frístund „Ég get ekki sagt að verslun- in sé betri fyrir þessi jól heldur en í fyrra. Fólk verslar meira ódýrari varning í dag og raun- ar hefur smávöruverslunin vaxið mikið, miðað við það sem áður var,“ sagði Astþór B. Sigurðsson, kaupmaður í Frí- stund, sem rekur m.a. verslan- ir í Keflavík og Njarðvík, í samtali við blaðið. Frístund er jafnframt eini innflytjandinn á Grundig, AKAI og Orion raf- tækjum, allt gæðamerki en þó ekki i mjög háum verðflokki. -Nú rekur Frístund verslun tengda heildsölunni í Kringl- unni íReykjavík. Verður þú var við viðskipti Suðurnesjamanna í þinni verslun þar? ,,Ég verð var við það, að fólk skoðar mikið vöruna hjá mér í Kringlunni, en verslar hana síðan í Njarðvík eða Keflavík, sem mér finnst mjög góður punktur." -Hvað finnst þér um þann áróður sem í gangi er um að fólk versli heima? ,,Svo framalega sem kaup- menn bjóða góða og sambæri- lega þjónustu og veitt er á höf- uðborgarsvæðinu og láta vita af sér, þá mun fólk versla heima. Aróðurinn hefurskilað sér, en raunar á ekki að þurfa að segja fólki þessa hluti,“ sagði Astþór B. Sigurðsson í Frístund að endingu. Fólk skoðar vöruna í Frístund í Kringlunni en verslar hana hér syðra. Það finnst Astþóri góður punktur. Ljósm.: hbb. Bæjarstjórn Keflavíkur: Mótmælir skatti á orkufyrirtæki Bæjarstjórn Keflavíkur sam- þykkti á fundi sínum á þriðju- daginn tillögu, þar sem mót- mælt er fyrirhuguðum skatt- lagningum á orkufyrirtæki. Var það Hannes Einarsson sem lagði fram tillöguna sem allir bæjarfulltrúarnir skrifuðu und- ir. í máli Hannesar kom fram, að þær hugmyndir sem uppi væru hjá ríkisstjórninni um tekjuskattsálögur á orkufyrir- tæki hefðu í för með sér að orkuverð til almennings og fyrirtækja hækkaði. Kom fram á fundinum að stjórn hitaveit- unnar samþykkti svipuð mót- mæli á fundi sínum á föstudag- inn. Tillagan, sem samþykkt var, er svohljóðandi: „Bæjarstjórn Keflavíkur mótmælir harðlega fram komnum hugmyndum um skattlagningu Ríkisins á orku- fyrirtæki og bendir á að hún leiðir aðeins til hækkunar orkuverðs til fyrirtækja og al- mennings. Bæjarstjórn Keflavíkur minnir á að Hitaveita Suður- nesja er stofnuð af sveitarfél- ögunum á Suðurnesjum og Ríkissjóði Islands með frjáls- um samningum aðila og lög- um byggðum á þeim samning- um. I þessum lögum (100/1974) er skattleysi fyrir- tækisins gagnvart öllum eign- araðilum tryggt. Með fram komnum hug- myndum er ljóst, að Ríkissjóð- ur íslands hyggst einhliða breyta grundvallaratriðum í þeim samningum sem gerðir voru er H.S. var stofnuð sér í hag. Þessum hugmyndum mót- mælir Bæjarstjórn Keflavíkur harðlega og krefst þess að við fyrri samninga og setningu laga þar um verði staðið. Hannes Einarsson Vilhjálmur Ketilsson Anna M. Guðmundsdóttir Guðfinnur Sigurvinsson Garðar Oddgeirsson Ingólfur Falsson Magnús Haraldsson Þorsteinn A rnason Jón Olafur Jónsson." Hætt við tengingu Heiðar- bóls og Vesturgötu Ákveðið hefur verið að hætta við tengingu Heiðarbóls við Vesturgötu aðsinni. Er það gert vegna mótmæla íbúa við Heiðarból. Var þetta ákveðið á fundi bæjarstjórnar Keflavík- ur á þriðjudaginn. Hannes Einarsson, Jón Ól- afur Jónsson, Anna Margrét Guðmundsdóttir og Guðfinn- ur Sigurvinsson lögðu fram svohljóðandi bókun vegna þessa máls: „Við erum fylgjandi teng- ingu Heiðarbóls við Vestur- götu og teljum að slík tenging stuðli að jafnari dreifmgu um- ferðar um Heiðarhverfi. Þaðer skoðun okkar að vandalaust sé að koma í veg fyrir hraðaakst- ur um Heiðarból og hafa teng- ingu við Vesturgötu með þeim hætti að fyllsta öryggis verði gætt. Jafnframt er vandséð að umrædd tenging auki umferð um Heiðarból frá því sem nú er. Við munum þó samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar á málinu þar sem flestir íbúar Heiðarbóls, sem mest hagræði hefðu af tengingunni hafa mótmælt henni mjög ákveðið. Ární Ragnar endur- kjörinn formaður Árni Ragnar Árnason var endurkosinn formaður full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Keflavík á aðalfundi þess á mánudaginn. Þá var Jónas Ragnarsson endurkosinn varaformaður og Einar Leifs- son ritari. Júlíus Jónsson var kosinn gjaldkeri í stað Maríu Valdimarsdóttur, sem gafekki kost á sér til endurkjörs. Matthías Á. Mathiesen, al- þingismaður, fiutti ræðu um stjórnmálaviðhorfið og kom hann inn á fjölmörg mál sem efst.eru á baugi í þjóðmálum. Töluverðar umræður urðu um bæjarstjórnarkosningar, sem verða á næsta ári. Kosin var skipulagsnefnd til að sjá um skipulagningu kosninga- starfsins. Bergáskvöld á þrettánd- anum Fyrirhugað var að halda ,,Bergás-kvöld“ í Glaumbergi 30. des. n.k. Vegna óviðráðan- legra o'rsaka verður því frestað fram á þrettándann, 6. jan. KÆRULEYSI GETUR SPILLT HÁTÍÐINNI Hitaveita Suðurnesja óskar þér gieðiiegrar jólahátíðar. Hún vili jafnframt minna á að kæruleysi í meðferð rafmagns getur spillt hátíðinni. Láttu það ekki koma fyrir þig. Ennfremur er það mikil- vægt að raforkunotkun sé dreift sem jafnast á aðfanga- degi og gamlársdegi. Með því tryggjum við að allir fái hátíðarsteikina. HITAVEITA SUÐURNESIA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.