Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.1989, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 21.12.1989, Blaðsíða 8
8 HATTURINN „Keyptir þú hattinn fyrir jól- in, sem þú varst brjáluð í?“ „Já, reyndar,“ sagði frúin. „Hvað sagði maðurinn?“ „Hann var líka brjálaður." ÞRJÚ ORÐ „Kalli minn, þú átt að læra þrjú orð fyrir morgundaginn," sagði kennarinn. „Já,“ sagði Kalli. Þegar heim kom sagði Kalli litli við systur sína: „Systir, ég á að læra þrjú orð fyrir morgun- daginn.“ „Þegiðu,“ sagði systirin. Við bróður sinn sagði Kalli hið sama og bróðirinn svaraði: „Supermann.“ Að síðustu sagði Kalli móður sinni að hann xtti að læra þrjú orð fyrir morgundaginn. „Já, elskan," svaraði móðir hans. Þegar Kalli síðan kom í skól- ann spurði kennarinn Kalla hvaða orð hann hafi lært. „Þeg- iðu,“ svaraði Kalli. Kennarinn byrsti sig og sagði: „Hvað þyk- ist þú vera?“ Kalli: „Super- mann.“ Kennarinn sagði þá: „Nú kemur þú til skólastjór- ans.“ Þá svaraði Kalli: „Já, elskan.“ Þessa brandara sendi Smári Logi Kristinsson, Hafnargötu 68 í Keflavík. Til jóla frá Dropanum STAKAR MOTTUR: 60x120 cm .... 77x135 cm .... 120x180 cm ...., 165x240 cm ...., 140 cm hringur frá kr. 1.824 frá kr. 2.448 frá kr. 5.088 frá kr. 9.612 frá kr. 5.174 Bómullarmottur:____________ 60x120 kr. 1.550 - 70x140 kr. 1.620 Eldhúsmottur frá kr. 2.470 Baðmottur og sett í úrvali. SKÓSKÁPAR: STÖK TEPPI: Fyrir 30 pör ... kr. 12.838 60x120 cm........ frá kr. 1.824 Fyrir 18 pör... kr. 9.185 DREGLAR: 1 m. .. kr. 1.616 pr. m. 80 cm kr. 986 pr. m. Svart króm - Einfaldir rekkar: 5 hæða............... kr. 9.670 Svartir einfaldir rekkar: 2ja hæða kr. 3.929 3ja hæða kr. 5.677 4ra hæða kr. 7.220 5 hæða kr. 8.791 Rörberahillur:________________ Tvöfaldur skrifborðsrekki í hvítu ........... kr. 15.230 Gier og króm - Einfaldir rekkar: 2ja hæða .......... kr. 5.873 3ja hæða .......... kr. 8.379 4ra hæða........... kr. 11.137 5 hæða............. kr. 13.245 Plastrimlagluggatjöld: Hvít - bleik - svört - og grá. Breidd fra 50x160 cm upp í 180x160. Gleðileg jól, þökkum viðskiptin á árinu. Á wfOpillA Hafnargötu 90 - Simi 14790 mdar' \Íkurfréttir 21.des.1989 grín ■ gagnrýni vangaveltur ■ un^sjón."emil páll.*t Hvað getur umræðan um gervigrasið gengið lengi? Það er alveg furðulegt hvað íþróttaráð Keflavíkur fundar mikið og bókar um gervigras, á sama tíma og bæjarstjórn Keflavíkur hefur látið það frá sér fara, að umræðan sé ótíma- bær sökuni fjárskorts. Virðist sem íþróttaráðsmönnum komi fjárhagsstaða bæjarins ekkert við, gervigrasið skuli koma hvað sem tautar og raular. Hafa þeir því leitað tilboða í slíkt efni, auk þess sem farnar hafa verið skoðunarferðir til að sjá efni þetta á leikvöllum. íþróttaráð og almenn samkeppni Þó umræðan um gervigrasið sé orðin leiðigjörn, þá virðast þeir í íþróttaráði vera fjarri góðu gamni á öðrum sviðum. A.m.k. fylgjast þeir ekki vel með gerðum bæjarstjórnar Keflavíkur, sem þó er þeirra yfirboðari. Annað dæmi um það er umræða um að sundfél- agið eigi að fá afnot af þrek- miðstöð í sundmiðstöðinni. Er þetta í allt aðra veru en álit nefndar um rekstur sundmið- stöðvar var, en hún skilaði áliti sínu fyrir skemmstu við góðan orðstír. Leggur nefndin til að aðilum, s.s. sólbaðsstofum verði gefinn kostur á að bjóða í aðstöðuna. Þetta virðist íþróttaráð ekki vilja eða ekki vilja vita af. Óskar inn á atkvæðum krata Fyrr í haust var Óskar Guð- jónsson, málari og frammari í Sandgerði, ráðinn í stöðu verk- stjóra Miðneshrepps. Vakti það athygli, að Óskar fékk 4 atkvæði, en yfirlýstur krati, eða óháður, eins og það heitir á þeim bæ, fékk aðeins tvö at- kvæði. Virðist því einsýnt að Óskar hafi fengið stöðuna út á atkvæði eins krata er spilaði út fölsku spili, því þriðji aðili fékk 1 atkvæði. Jón A. og Böðvar í framboð? Fréttir berast af því að íhaldið í Njarðvík leiti nú log- andi Ijósi að nýju blóði á fram- boðslista í komandi bæjar- stjórnarkosningum. Hafa heyrst nöfneins ogJónsA. Jó- hannssonar, heilsugæslulækn- is, og Böðvars Jónssonar, for- manns UMFN. Þó er vitað að fleiri flokkar en íhaldið hafa leitað til þess síðarnefnda. Heitar umræður í framsókn Frá framsókn í Keflavík berast þær fregnir að hart sé barist bak við tjöldin um efstu sæti listans. Þorsteinn Árna- son vilji fá fast sæti í stað vara- mannssæti og Skúli Skúla leggi áherslu á fyrsta sætið og þá jafnvel að Þorsteinn verði með honum, í 2. sæti. Einnig heyrast fréttir af því að ífðrir flokksmenn liggi í Magnúsi Haralds að halda áfram. I um ræðunum er minna rætt um hvað verði um Drífu. Hannes vill 1. sætið Hjá krötum eru framboðs- málin einnig í sviðsljósinu og hafa borist fréttir af því, að Hannes Einarsson telji sigeiga að fá 1. sætið nú og að Anna Margrét fylgi honum. Sem kunnugt er stefndi hann á um- rætt sæti síðast en hafnaði í 3. sæti við prófkjör. Hafa heyrst þær fregnir, að Hannes kæri sig lítið um að hafa þá Guðfinn og Vilhjálm á lista með sér. Óvissan í Njarðvík Þá berast nú þær fréttir að kratarnir Guðjón og Eðvald og frammarinn Steindór séu allir að hugsa um að draga sig í hlé frá bæjarmálum í Njarð- vík. Með þennan síðastnefnda hefur það komið mörgum á óvart. Illa séðir farandsalar Kaupmenn hér syðra voru heldur óhressir á dögunum, er verslanirnar Trax og Caskó úr Reykjavík slógu upp fata- markaði í húsnæðinu viðTangó um helgi eina. Töldu þeir veg- ið að hagsmunum sínum með þessu og gætu því ekki sætt sig við að sitja við sama borð og farandsalar, er kæmu hingað með varning sinn í upphafi jólasölunnar. Þrátt fyrir ýms- ar aðgerðir tókst þeim ekki að stöðva söluna. Nú berast frétt- ir af slíkuin uppákomum í Vestmannaeyjum, þar sem kaupmenn reyndu líka hvað þeir gátu, en án árangurs. Þar höfðu þeir þó bæjaryfirvöld með sér. „Minnstu ekki á hann ógrátandi“ Það er óhætt að fullyrða að núverandi fjármálaráðherra hefur tekist að skapa sér mikia óvild í röðum sveitarstjórnar- manna og þá sér í lagi hér á Suðurnesjum. Nægir að benda þar á mál eins og Gjaldheimt- una og Landshöfnina og mörg önn,ur. Gjaldheimtumálið var sérstaklega tekið fyrir í leiðara jólablaðs Reykjaness og er merki um fáheyrðan atburðog þá ekki síst með tilliti til þess að umræddur fjármálaráð- herra er varaþingmaður síns flokks fyrir Reykjaneskjör- dæmi. Einn sveitarstjórnar- maður sagði við molahöfund er minnst var á Olaf Ragnar, „minnstu ekki á hann ógrát- andi", og eru þau orð táknræn fyrir marga sveitarstjórnar- menn hér syðra þessar vikurn- ar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.