Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.1989, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 21.12.1989, Blaðsíða 28
SímaðlBanki SIMI15828 Fimmtudagur 21. desember 1989 Gleðileg jóly farsælt nýtt ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Gleðilega hátíð! MTO®mi?(£)[LK | Halnar^ötu 52 - Simi 14290 j Hvað verður um starfsmenn Landshafnarinnar? Búast má við mikilli jólaverslun þessa síðustu daga fyrir jól. Verslanir á Suðurnesjum verða opnar til kl. 22 annað kvöld, föstudag, en til kl. 23 á Þorláksmessu. Lokað verður á að- fangadag, nema hjá þeim verslunum sem öllu jafna hafa opið á kvöldin og um helgar. Enn og aftur minnum við fólk á að verslun heima styrkir hag allra Suðurnesjamanna. Ljósm.: GK Sendum Suðurnesjamönnum bestu jóla- og nýársóskir, með þökk fyrir það liðna. Víkurfréttir „Enginn val'i cr á að starfs- menn Landshafnarinnar munu njóta- þeirra réttinda sem þeir liafa haft“, sagði Guðfinnur Sigurvinsson varð- andi fyrirspurn frá Magnúsi Haraldssyni. Magnús spurði bæjarstjóra livað yrði um starfsmenn Landshafnarinn- ar nú um áramótin, en þeim var sagt upp slörfum frá og með 1. janúar 1990. Komf'ram á fundinum að ekkert hefur verið við starfsmennina rætt ennþá varðandi franthaldið. Líklegt cr að boða verði aukafund í bæjarstjórn Kcfla- víkur vegna Landshafnarinn- ar. Ekki hefur enn fengist nið- urstaða i málinu, þrátt fyrir viðræður milli bæjaryfirvalda í Kellavik og Njarðvík við sam- gönguráðuneytið. Bæjarstjórnir beggja bæjar- félaganna hafa lýst þeirri skoð- un sinni að ekki verði tekið við Landshöfninni um áramót ef ekki verði tryggt fjármagn til endurbóta á höfnunum. Og nú styttist óðum að aflienda á Tafir á komu Auðuns Einhverjar tafir hafa orðið á heimkoniu nýja lóðsbátsins í Keflavík, sem gefið var nafn um síðustu helgi, eins og greint var frá í síðasta Reykjanesi. Þá varþessi mynd tekin af Skagablaðinu fyrirokkur. F.v.: Jósef Þorgeirsson, framkvæmdastjóri skipasmíðastöðvarinnar, Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri, Auðunn Karlsson, en eftir honum heitir báturinn, og Halldór Ibsen, stjórnarformaður Landshafnar. Keflavík: Skiptar skoðanir á hækkun bæjargjalda Skiptar skoðanir voru um tillögu meirihluta Alþýðu- flokksins um hækkun á út- svarsprósentu. Töldu bæjar- fulltrúar minnihlutans að ver- ið væri að seilast í auknum mæli í vasa skattborgaranna í versnandi árferði og við minnkandi gjaldþol einstakl- inga og fyrirtækja. Bentu full- trúar meirihlutans á, að álagn- ingarprósenta fasteignagjalda lækkaði, jafnframt því sem að gjalddagar yrðu 10. Bent var á að álagningarprósenta yrði að vera 7,5%, eins og lagt var til, til að Keflavík ætti möguleika á framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þrír fulltrúar minnihlutans, þeir Magnús Haraldsson, Þor- steinn Arnason og Ingólfur Falsson, lögðu fram svohljóð- andi bókun: „Okkur er ljóst að sam- þykkt bæjarráðs felur í sér stórfellda hækkun gjalda á bæjarbúa og atvinnurekstur í versnandi árferði og minnk- andi gjaldþoli einstaklinga og fyrirtækja. Hinsvegar teljum við fjárhagsstöðu bæjarsjóðs komna á það alvarlegt stig að við sjáum okkur knúna til að sitja hjá.“ Garðar Oddgeirsson greiddi atkvæði á móti tillögu meiri- hlutans og var hún því sam- þykkt með 5 gegn einu. 1 —~ m — • i TRÉ : /\ Ný röntgen- tæki á Sjúkrahúsið Ný röntgentæki voru tekin í notkun á Sjúkrahúsi Kefjavík- urlæknishéraðs á laugardag- inn. Það var Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráð- herra, sem tók tækin formlega í notkun með því að taka rönt- genmynd af hendi formanns sjúkrahússstjórnarinnar, Ol- afs Björnssonar. Hin nýju tæki eru af Tosh- iba gerð og leysa af hólmi 18 ára gömul tæki, sem fyrir voru á sjúkrahúsinu. Er hér um að ræða alhliða röntgentæki, sem búin eru sjónvarpsskjá, er ger- ir það að verkum að hægt er að skoða nánar þaðsem mynda á. Heildarkostnaður við upp- setningu tækjanna og breyt- ingar, ásamt verði þeirra, er rúmar 14 milljónir króna. Fékkst til þessa verks fjárveit- ing á fjárlögum. Trillukarlar teknir í landhelgi Lítil trilla með tveimur mönnuin var nýverið staðin að ólöglegum veiðum á bannsvæði, sem gilt hefur frá því í síðasta mánuði fyrir svæði er markast af línu dreginni úr Garðskaga- vita í Bessastaðakirkju. Voru þeir talsvert fyrir innan um- rædda línu er varðskip kom að þeim og skipaði þeim í land. Við rannsókn hjá lögregl- unni i Keflavík viðurkenndu þeir staðsetningu bátsins og báru við að þoka hefði villt þeim sýn. Er málið nú í hönd- um bæjarfógeta, en þeir félag- ar réru frá Njarðvík. Að sögn Ásgeirs Eiríksson- ar, fulltrúa bæjarfógetans í Keflavík, var um síðustu helgi enn beðið eftir skýrslu varð- skipsmanna, en þó átti hann von á að dæmt yrði í málinu nú fyrir jól. MUNDI Ætli þetta eigi eftir að verða dýr soðning hjá trillukörlunum?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.