Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.1989, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 21.12.1989, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fjölmenni við útför Bjarna F. Halldórssonar Mikið fjölmenni var við útför Bjarna F. Halldórssonar, fasteignasala og fyrrum skólastjóra, er fram fór frá Ytri-Njarðvikurkirkju á föstudag. Séra Þorvaldur Karl Helgason jarðsöng, en félagar úr Odd- fellowstúkunni Nirði stóðu heiðursvörð og báru hinn látna úr kirkju. Ljósm.: epj. Foreldrar athugið! Er með laus pláss fyrir börnin ykkar, fyrir há- degi, strax eftir áramót. Er fóstra með dag- mömmuleyfi. Upplýsingar fyrir hádegi og eftir kl. 18.00 alla daga í síma 14054 (íris). Yikurfréttir 21. des. 1989 Þrátt fyrir kulda og rok var ijölmennt er kveikt var á jólatrénu í Keflavik á dögunum. Voru þá meðfylgjandi myndir teknar af ungu kynslóðinni í söng og á „hest“-baki. Ljósm.: hbb. JÓLAFÖTIN FRÁ Po/cWon Vorum að taka upp mikið af nýjum, fall- egum jólafatnaði. SKYRTUR - PEYSUR STAKIR ULLARJAKKAR JAKKAFÖT - DÖMU- DRAGTIR OG MARGT FLEIRA... Gleðileg jól - þökkum viðskiptin Pe/cMon Kuldaskór -kærkomin jólagjöf ■Skébúdin /Ce/lavífcHF, Hafnargötu 35 Keflavík Sími 11230 Harður árekst- ur við Voga- afleggjara Mjög harður árekstur tveggja b'i.Yeiða, er komu úr gagnstæðri átt, varð síðdegis á mánudag á Reykjanesbraut, við Vogaaf- leggjara. Ástæðan mun hafa verið sú, að bifreið, er ók inn brautina, beygði í veg fyrir bif- reið er kom innan að. Fernt var í bifreiðunum og var það allt flutt á sjúkrahúsið í Keflavík, en þó er ekki talið að um alvarleg slys hafi verið að ræða. Til að losa fólkið úr bilunum þurfti að fá á staðinn hinn nýja björgunar- og slökkvibíl Brunavarna Suður- nesja. Þá komu ástaðinn tveir sjúkrabílar frá sama aðila, auk lögreglu úr Hafnarfirði og Keflavík. Fyrrnefnda lögreglan var á brautinni við radarmælingar, í samráði við heimamenn. Bæði ökutækin, er lentu í árekstrin- um, voru óökufæreftiróhapp- ið. Utgefandi: Víkurfréttir hf. -------------------------------------------------------------------------------------- Afgreiösla, rítstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717,15717, Box 125, 230 Keflavík. - Rltstjórn: Emil Páll Jónsson, heimas. 12677, bílas. 985-25916, Páll Ketilsson, heimas. 13707, bilas. 985-25917. - Fréttadeild: Emil Páll Jónsson, Hilmar Bragi Bárðarson. - Auglýsingadeild: Pál I Ketilsson. - Upplag: 5600 eintök sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes. - Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða og Upplagseftirliti Verslunarráðs. - Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Setning, filmuvinna og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavik

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.