Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.1989, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 21.12.1989, Blaðsíða 24
24 ATVINNA Beitingarmenn óskast. Upplýsingar í sím- um 27155 og 27355. Nesfiskur Atvinna óskast Vélstjóri með full réttindi (vélfræðingur) óskar eftir atvinnu. Ahugaaðilar, hafið samband við skrifstofu Víkurfrétta. Beitingarmenn Óska eftir beitingarmönnum á 50 tonna bát sem rær frá Sandgerði. Góð kjör fyrir góða menn. Upplýsingar í síma 13565. ATVINNA Starfsfólk vantar í sundmiðstöðina og sundhöllina. Vaktavinna. Um er að ræða störf karla og kvenna við laugarvörslu, baðvörslu, afgreiðslu og ræstingu. Um- sóknareyðublöð liggja frammi á bæjar- skrifstofunni. Umsóknarfrestur er til 30. des. nk. íþróttaráð ESB Grindavíkur- bær Biejarstjórnin lu'l'ur stim|n kkt að ráða lókigs- og æskulýðslulltrúa í 12 starl'. Auglýst er el'tir umsóknum um staiiið og iM' umsóknarfreslur til 2. janúar 1990. Háðið verður í starlið i 1 ár til að byrj;i með. Æskilegl er að umstekjandi lial'i mennlun eða reynslu á s\ iði l'élags- og teskulýðsmála. IJmsóknir sem tilgreina menntun og reynslu á sviði lélags- og teskulýðsmála skilist til undirritaðs. sem gel'ur nánari upplýsingar uni staríið. Grindavík, 14. desember 1989. Ba'jarstjóri í jólaeldhúsinu Yikurfréttir 21.des. 1989 JÓLAMATSEÐILL GUÐMUNDAR VALS Guðmundur Valur Sævarsson hefur getið sér góðs orðs í eldhúsi Sjávargullsins. Hann hefur nú tekið að sér að setja saman ljúf- fcngan jólamatseðil fyrir lesendur blaðsins. Púrtvínslöguð rjómasveppasúpa 200 gr. ferskir sveppir I lítri vatn /ilitri rjómi 1 dl púrtvín 2/2-3 tsk. oswald kjötkraftur ögn af salti og pipar Vatnið er látið til suðu, kjöt- kraftur settur í og smakkað til. Rétt áður en fer að sjóða er súpan tekin til hliðarogbökuð upp með hveiti og smjörlíki, uns hæfilega þykk. Pískið vel. Þá eru sveppirnir settir út í ásamt púrtvíninu og kryddað til. Látið sjóða við vægan hita í 5-6 mín., eftir það er rjóminn látinn í. Heimalöguð snittubrauð 15 gr. pressuger eða 1 /2 tsk. þurrger 2 tsk. fínt salt /2 kg sáldrað hveiti 2/i dl volgt vatn Gerið er leyst upp í vatninu með saltinu, tekur ca. 5-10 mín. Hveitinu hrært uppí, þeg- ar gerið er alveg runnið. Deig- ið er hnoðað samfellt og jafnt, mótað í kúlu sem löguð er í skál og hveiti stráð yfir. Rakur klútur lagður yfir skálina. Deigið er látið hefast í kæli- skáp í 12 tíma, þá er hnoðað upp og skipt í þrjá hluta sem rúllaðir eru út í löng brauð, sem látin eru á bökunarpappír og rakur klútur lagður yfir. Þá er deigið látið hefast á volgum stað í '/: klst., á meðan er ofn- inn með bökunarplötunni hit- aður í 250°C og þrjár skorur skornar í hvert brauð á ská upp að miðju. Þegar ofninn er heitur eru brauðin pensluð með heitu vatni og dregin á bökunarpappírnum upp á heita plötuna og bökuð í 25 mín. Eftir 10 mín. bakstureru brauðin pensluð aftur með heitu vatni og aftur eftir 15 mín., ef til vill má auka yfirhit- ann síðustu 10 mín. Gljáður hamborgar- hryggur í rúgdeigi Hryggurinn er soðinn við hæg- an hita i /2 klst. og látinn standa í soðinu í góða stund. Þá er hryggurinn færður upp úr og snyrtur, ef spiklagið er þykkt verður að skera nokkuð af fitunni af. Utan um hrygg- mn er látið rúgbrauðsdeig: 1 kg rúgmjöl, I lítri vatn, 2-3 tsk. salt. Hnoðað og flatt út svo það verði um 1 cm á þykkt. Það borgar sig að búa tií höld- ur ofan á deigið til að geta lyft því upp, þegar skorið er út lok. Hryggurinn er steiktur í ofni í 1 klst., þá er lok skorið af deig- inu og hryggurinn gljáður með púðursykri og ananaskurli og dassað með rauðvíni. Hrygg- urinn er skorinn í sneiðar og látinn aftur í deigið. Ham- borgarhryggur, sem er mat- reiddur á þennan hátt, er mjög safaríkur og bragðgóður. Sósan 3-4 dl rauðvín eru soðnir niður með fínt söxuðum lauk, stein- seljubút og /2 lárviðarlaufi og smá sveppum, sigtað. 6-8 dl vatn (frekar nota soðið sem þú sauðst hrygginn í) settir út í löginn og kjötkraftur eftir smekk. Þykkt með smjörbollu og litað. Látið sjóða í 5 mín. 50 gr. smjör látið í lok og smá rjómi. Borið fram með: Brúnuðum kartöflum, gulrót- um, brokkoli og waldorfsalati. Mayones + sýrður rjómi til helminga, epli í bita, sellerí í bita, skreytt með hnetum. Heimalagaður vanilluís með heitri karamellu- kókossósu 1 lítri rjómi 8 stk. eggjarauður 8-10 msk. sykur vanilla eftir smekk Rjóminn er stífþeyttur og sett- ur í kæli. Eggin og sykurinn eru stífþeytt og vanillu bætt í. Að því búnu er rjóminn bland- aður við massann og hrært með sleif (ekki písk). Fryst. SÓSAN 150 gr. sykur 100 gr. ananaskurl og safi !4 lítri rjómi 2 msk. kókosmjöl Sykurinn er bræddur á pönnu þar til ljósbrúnn, þá er ananas- kurlinu og rjómanum, kókos- mjölinu sett í með út í ogsoðið niður þar til hæfilega þykkt. Þá er þessu hellt yfir ísinn og skreytt með rjóma og kirsuberi eða súkkulaðispænum. Ykkar hjálp þegar á reynir y BJÖRGUNARSVEITIRNAR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.