Morgunblaðið - 10.12.2015, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ekki er hægt að treysta fullkomlega á, þegar bíll er tek-
inn af sumardekkjum og settur á vetrardekk, að dekkja-
verkstæði herði bolta við felgur bílsins nægilega vel. Er
gott ráð að fara yfir hersluna skömmu eftir skiptin. Mælt
er með að gera slíkt á fyrstu tveimur dögunum eða þegar
búið er að aka 60 kílómetra.
N1 hefur haft þann vana á að setja miða á stýri bíla
þegar skipt er um dekk hjá fyrirtækinu og hefur slíkt
verið gert í nokkur ár. Ekki er það þó gert á öllum
dekkjaverkstæðum. FÍB fær þónokkrar kvartanir, þeg-
ar landsmenn skipta yfir í vetrardekk, vegna óvandaðra
vinnubragða dekkjaverkstæða. Dæmi eru um töluverð
tjón á farartækjum þegar dekk losnar af eða verður loft-
laust skömmu eftir að vetrardekk hafa verið sett á. Að-
stæður, eins og nú eru á landinu, hjálpa ekki.
Litlu munaði að slys yrði á fólki
Í byrjun desember datt hjól af bíl á Kringlumýrar-
braut á um 70-80 km hraða. Stuðari losnaði þegar bíllinn
skall í götuna og boddíið skekktist að framanverðu.
Slembilukka var að ekki skyldu verða nein slys á fólki,
litlu munaði að keyrt yrði aftan á hann og bíllinn stöðv-
aðist skammt frá ljósastaur. Slæmt skyggni og slæm
færð var á þessum tíma og hefði þetta hæglega getað
endað í marga bíla árekstri. Bíllinn hafði verið í dekkja-
skiptum hjá N1.
Dagur Benónýsson, rekstrarstjóri hjá N1, segir að
miðinn sem festur er á stýri ökumanna þegar þeir fara,
sé þörf áminning. „Við herðum felgur að með loftlykli og
förum síðan yfir með átaksmæli. Í kjölfarið er settur lím-
miði á stýri ökutækis, þar sem stendur að áríðandi sé að
herða á felguróm innan 2 daga eða 60 km.“ Við-
skiptavinum sé svo velkomið að koma á ný og láta end-
urherða sér að kostnaðarlausu. „Samkvæmt stöðlum
sem við vinnum eftir er mælt með því að setja miða á
stýrið til að minna ökumenn á að endurherða og við för-
um eftir því. Okkur þykir miður að þetta atvik hafi átt
sér stað, en það sýnir auðvitað mikilvægi þess að farið sé
eftir fyrrgreindum tilmælum.“
Runólfur Ólafsson, framkvæmdarstjóri FÍB, segist
þekkja til svona tilvika í umferðinni. „Við verðum vör við
það hér í gegnum FÍB-aðstoðina að það kemur mikið af
aðstoðarbeiðnum í kjölfar þess þegar landsmenn skipta
yfir í vetrardekk. Það er hægt að snúa þeim beint að
vinnubrögðum sem eru ekki nógu góð. Dekkjaskipti eru
eins og með alla aðra vinnu það þarf að gera þau af vand-
virkni.“ benedikt@mbl.is
Slembilukka að ekki fór verr
Heppinn Ökumaður þessa bíls mátti teljast sleppa vel
þegar dekk datt undan bílnum í upphafi mánaðarins.
Dekk losnaði af bíl skömmu
eftir að vetrardekk fóru undir
Norska jólatréð
sem var gjöf frá
Óslóarbúum og
sett að vanda
upp á Austurvelli
er ónýtt. Það var
tekið niður á
mánudag vegna
óveðursins sem
þá gekk yfir
borgina. Var því ákveðið að ná í
nýtt tré í Heiðmörk. Fyrir valinu
varð sitkagrenitré. Dagur B. Egg-
ertsson borgarstjóri og Khamshaj-
iny Gunaratnam, varaborgarstjóri
Óslóar, höfðu valið það tré fyrir
næsta ár.
Nýtt Óslóarjólatré
sótt í Heiðmörk
„Það vantaði örlítið upp á gögn sem við erum að afla
okkur fyrir fundinn frá fjármálaráðuneytinu,“ segir
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, um
tæknilega frestun opins fundar í nefndinni sem átti að
vera í gærkvöldi. Til stóð að ræða við fulltrúa Landsam-
bands eldri borgara og Öryrkjabandalagsins ásamt
fulltrúum velferðarráðuneytis og fjármálaráðuneytis.
Áætlað er að fundurinn fari fram í dag, kl. 13.
Stjórnarandstaðan óskaði eftir opna fundinum og orð-
ið var við þeirri beiðni, að sögn Vigdísar.
Vigdís
Hauksdóttir
Tæknileg frestun á opnum fundi
Bátur Rannsóknarseturs Háskóla Íslands í Sand-
gerði, Sæmundur fróði, var hífður upp úr gömlu
höfninni í Reykjavík í gær. Hinn báturinn sem
sökk í Suðurbugtinni í óveðrinu aðfaranótt
þriðjudags, Glaður, var hífður upp á bryggju í
fyrradag. Báðir bátarnir eru mikið skemmdir.
Sæmundur fróði hífður upp úr höfninni
Morgunblaðið/Golli
Aðrir þættir en hjúkrunarfræðingur
var ákærður fyrir vegna andláts
sjúklings á gjörgæsludeild Landspít-
alans síðla árs 2012 kunna að skýra
andlátið, að mati Héraðsdóms
Reykjavíkur. Þessir þættir voru ekki
rannsakaðir. Hjúkrunarfræðingur-
inn sem annaðist sjúklinginn og
ákærður var fyrir manndráp af gá-
leysi vegna mistaka í starfi var sýkn-
aður.
„Það er mikið spennufall og mikill
léttir,“ sagði hjúkrunarfræðingur-
inn, Ásta Kristín Andrésdóttir, þeg-
ar sýknudómurinn hafði verið kveð-
inn upp. „Ég ætla að halda áfram
með líf mitt og byrja að baka fyrir
jólin,“ sagði hún í samtali við mbl.is.
Hún segist byrja fljótlega að vinna á
spítalanum á nýjan leik.
Niðurstöðunni fagnað
Fjöldi fólks var við uppkvaðningu
dómsins, meðal annars hjúkrunar-
fræðingar sem vildu sýna Ástu
Kristínu samstöðu. Var fagnað í
dómsalnum þegar niðurstaðan lá
fyrir. „Þetta er eins góð niðurstaða
og gat orðið, að okkar mati,“ sagði
Ólafur G. Skúlason, formaður Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga, í sam-
tali við mbl.is.
Hann sagði það ekki rétta leið að
fara með slík mál fyrir dómstóla og
nú þyrfti að læra af þeim mistökum.
Réttara væri að skipa rannsóknar-
nefnd til að fara yfir alvarleg atvik í
heilbrigðiskerfinu með það að mark-
miði að fólk lærði af mistökum.
Ásta Kristín og Landspítalinn
voru ákærð fyrir manndráp af gá-
leysi og Ásta Kristín að auki fyrir
brot á hjúkrunarlögum. Henni var
gefið að sök að hafa láðst að tæma
loft úr kraga bakraufarrennu þegar
hún tók sjúklinginn úr öndunarvél og
setti talventil á rennuna. Hann hefði
þá ekki getað andað frá sér.
Ásta Kristín neitaði sök. Hún
kvaðst ekki muna hvort sér hefði
láðst að tæma loft úr kraganum.
Dómurinn metur það svo að í
þeirri hröðu atburðarás sem varð
þegar farið var yfir málið á spítalan-
um morguninn eftir að sjúklingurinn
lést sýnist hafa verið hrapað að nið-
urstöðu um það hver hefði verið
meginorsök andláts mannsins. Aðrir
þættir hafi ekki verið rannsakaðir.
Dómurinn vitnar til vitnisburðar
samstarfsfólks þar sem fram kemur
að ekki hafi verið loku fyrir það skot-
ið að einhver sem kom að endurlífg-
un sjúklingsins hafi blásið lofti í belg-
inn. Þá kunni aðrir þættir að skýra
andlátið, að minnsta kosti að hluta.
Ásta Kristín var sýknuð af öllum
kröfum ákæruvaldsins. Það varð til
þess að spítalinn var einnig sýknað-
ur. Saksóknari hafði krafist þess að
hún yrði dæmd í fjögurra til sex
mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Bótakröfum ekkju og barna sjúk-
lingsins var vísað frá dómi.
helgi@mbl.is
Aðrir þættir kunna að skýra andlátið
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af
ákæru um manndráp af gáleysi
Morgunblaðið/Jón Pétur Jónsson
Sýknuð Ástu Kristínu Andrés-
dóttur var fagnað vel.
Norðlæg átt verður ríkjandi næstu
daga með éljum norðanlands. Sunn-
an heiða verður úrkomulaust og sól-
in lætur sjá sig. Kalt verður í veðri,
frost um allt land. Í logni og heið-
ríkju getur frostið náð sér á strik, til
dæmis í uppsveitum á Suðurlandi.
Um helgina lítur út fyrir að snúist í
suðlæga átt, með hægum vindi og
snjómuggu sunnanlands og vestan.
Norðanátt og kalt
í veðri næstu daga