Morgunblaðið - 10.12.2015, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015
Menntun í fjölmenningarsamfélagi
er viðfangsefni annars fundar í
nýrri fundaröð Háskóla Íslands sem
ber yfirskriftina Fræði og fjöl-
menning.
Fundurinn verður haldinn á Al-
þjóðlega mannréttindadaginn,
fimmtudaginn 10. desember kl.
12.00 til 13.15, í fundarsal Þjóð-
minjasafns Íslands og er öllum op-
inn.
Jón Atli Benediktsson, rektor
Háskóla Íslands, setur fundinn og
ræðumenn verða Hanna Ragn-
arsdóttir, prófessor í fjölmenning-
arfræði við menntavísindasvið Há-
skóla Íslands, Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri og Kristrún Sigurjóns-
dóttir, deildarstjóri móttökudeildar
Lækjarskóla í Hafnarfirði.
Að fundi loknum verður boðið
upp á hressingu.
Ræða menntun
í fjölmenningar-
samfélagi
Halldór Bjarkar Lúðvíksson mætti
sem vitni fyrir héraðsdóm í gær í
Chesterfield-málinu sem beinist
gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþings. Hann starfaði sem lána-
stjóri hjá Kaupþingi og sá því um
250 milljóna evra lánveitingu Kaup-
þings til aflandsfélaga 2008.
Halldór sagði fyrir dómi í gær að
hann hefði verið kallaður á fund
Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrver-
andi forstjóra bankans og eins
ákærðu í málinu, í ágúst 2008 þar
sem Hreiðar hefði lýst því yfir að
bankinn hefði ákveðið að hafa áhrif
á skuldatryggingaálag sitt, eftir ráð-
gjöf frá Deutsche Bank, með kaup-
um á CDS skuldabréfum.
Sagði Halldór fyrirmæli Hreiðars
hafa verið nokkuð skýr. Hann hefði
beðið sig um að vinna lán upp á sam-
tals 250 milljón evra. Búið hefði ver-
ið að greiða peningana út í Kaup-
þingi í Lúxemborg, en útlánið gæti
ekki setið lengi þar og því þyrfti að
klára þetta fyrir mánaðamótin
ágúst-september. Ætti hann að
ganga frá greiðslunni fyrst og svo að
klára formsatriði eins og sam-
þykktir lánanefndar og pappírs-
vinnu.
Verjandi í málinu spurði Halldór
af hverju hann hefði orðið við þess-
um beiðnum án skriflegs samþykkis
í ljósi þess að hann þekkti lánaferla
bankans. Halldór sagði að fyrirmæli
Hreiðars hefðu í fyrsta lagi verið
mjög skýr og þá hefði tíminn verið
knappur, hann ekki þekkt málið og
því tímafrekt að útbúa skjölin. Einn-
ig hefði Hreiðar sjálfur átt sæti í
lánanefndum og hefði vera hans þar
talist trygging fyrir að heimild væri
fyrir lánunum. „Taldi það nóg, datt
ekki í hug að hann myndi hlaupast
undan ábyrgð,“ sagði Halldór.
Verjendur málsins hafa gert því
skóna að Halldór hafi einn tekið
ákvörðun um útlánin og að engin
merki séu um að fyrirmæli hafi bor-
ist frá Hreiðari í þeim fjölmörgu
skjölum sem lögð voru fram í málinu.
Fyrirmæli Hreiðars um lánveitingu voru skýr
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Vitni Halldór Bjarkar Lúðvíksson.
Halldór bar vitni í Chesterfield-málinu „Datt ekki í hug að hann myndi hlaupast undan ábyrgð“
Landspítalinn,
þjóðkirkjan og
Ný dögun efna
til árlegrar sam-
veru á aðventu
fyrir syrgjendur.
Samveran verð-
ur að þessu sinni
í Grafarvogs-
kirkju í kvöld,
fimmtudaginn 10. desember, kl.
20:00.
„Oft er erfitt að horfa fram til
jóla þegar ástvinur hefur fallið frá.
Samveran er sérstaklega hugsuð
til að styðja fólk í þeim að-
stæðum,“ segir í tilkynningu.
Hamrahlíðarkórinn syngur jóla-
sálma, sr. Sigurður Grétar Helga-
son les ritningartexta og K. Hulda
Guðmundsdóttir, Nýrri dögun,
flytur hugvekju. Síðan verður
minningarstund þar sem kirkju-
gestir geta tendrað ljós og minnst
þannig látinna ástvina sinna. Sam-
veran verður túlkuð á táknmáli.
Léttar veitingar og spjall í lokin.
Samvera fyrir
syrgjendur
á aðventunni
Grafarvogskirkja.
Tumi Tómasson,
forstöðumaður
Sjávarútvegs-
skólans, flytur í
dag erindi sem
nefnist: Sjávar-
útvegsskólinn
og bætt nýting
auðlinda hafs-
ins.
Erindið verð-
ur flutt kl. 12.30 í fyrirlestrarsal
á fyrstu hæð á Skúlagötu 4,
Reykjavík. Sjávarútvegsskóli Há-
skóla Sameinuðu þjóðanna hefur
starfað í 18 ár og hafa um 330
sérfræðingar frá meira en 50
löndum farið í gegnum þjálf-
unarnámið á Íslandi.
Allir eru velkomnir.
Kynning á Sjávar-
útvegsskóla SÞ
Tumi Tómasson