Morgunblaðið - 10.12.2015, Side 16

Morgunblaðið - 10.12.2015, Side 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015 www.gilbert.is VERÐ AÐEINS: 29.900,- www.arc-tic.com Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, brýndi í gær fyrir bandamönnum mikilvægi þess að herða mjög á aðgerðum gegn víga- samtökum Ríkis íslams og hvatti um leið ráðamenn í Rússlandi til að halda sig „réttum megin“ línunnar í þeim mikilvæga bardaga. Greindi ráðherrann frá þessu er hann ávarpaði bandaríska þingnefnd og kynnti henni hertar aðgerðir bandarískra hersveita gegn Ríki ísl- ams í Írak og Sýrlandi. Meðal þess sem Carter boðaði í máli sínu var aukinn stuðningur Bandaríkjanna við her Íraks, en til stendur að afhenda þarlendum her- sveitum herþyrlur auk þess sem fleiri hermenn, sem gegna hlutverki ráðgjafa, verða sendir þangað á næstunni. Segir Carter þetta gert til þess að „klára verkið“ þegar kemur að því að endurheimta borgina Ra- madi úr klóm vígamanna, en borgin féll í þeirra hendur í maí sl. Sameiginlegt átak margra Fréttaveita AFP greinir frá því að íraskar hersveitir séu nú þegar farn- ar að þrengja nokkuð að liðs- mönnum Ríkis íslams í Ramadi og eru meðal annars sérsveitir, sem sérþjálfaðar eru í aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum, nú farnar að fikra sig inn fyrir borgarmörkin. Eigi hins vegar að takast að sigra Ríki íslams segir Carter þörf á enn frekari aðgerðum og þá ekki ein- ungis af hálfu Bandaríkjanna. „Alþjóðasamfélagið, þar á meðal bandamenn okkar og vinir, verður að stíga skrefinu lengra áður en önn- ur árás á borð við þá sem gerð var í París verður að veruleika,“ sagði ráðherrann í ávarpi sínu. Tyrkland verður, að sögn Carters, að standa sig betur þegar kemur að eftirliti við landamærin að Sýrlandi og er þegar búið að biðja banda- menn um aukna þátttöku þeirra í birgðaflutningum, aðgerðum sér- sveita á jörðu niðri og árásum og eftirliti úr lofti. Aukin þátttaka í hernaði Þá lofaði varnarmálaráðherrann aukinni þátttöku Frakklands, Bret- lands, Þýskalands og Ítalíu þegar kemur að árásum gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna auk þess sem Carter sagði sveitir Hollands nú einnig kanna frekari aðgerðir. Vék Carter því næst að Rússlandi og þeim árásum sem það hefur haldið uppi í Sýrlandi að undanförnu. „Á meðan hefur Rússland, sem opin- berlega hefur lýst yfir vilja sínum til að sigra Ríki íslams, að stórum hluta ráðist á sveitir andstæðinga þeirra. Sá tími er nú runninn upp að Rúss- land einbeiti sér að bardögum rétt- um megin línunnar.“ Réttum megin línunnar  Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir mikilvægt að herða mjög aðgerðir gegn Ríki íslams  Írakar fái afhentar herþyrlur  Rússland einbeiti sér betur AFP Hervald Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, (t.v.) og Paul Selva, hershöfðingi og varaformaður herráðs Bandaríkjanna, mættu til fundar við þingnefnd þar sem aðgerðir gegn Ríki íslams voru til umræðu. Karlmaður á sextugsaldri er í haldi norsku lögreglunnar eftir tvær stunguárásir sem framdar voru með skömmu millibili í Ósló í gærmorg- un. Fórnarlömb árásanna, karl og kona, eru bæði látin, en ekki hefur verið greint frá því hvort einhver tenging sé á milli þeirra. Grete Lien Metlid, hjá ofbeldis- brotadeild lögreglunnar í Ósló, sagði á blaðamannafundi í gær enn of snemmt að fullyrða hvað árásar- manninum hefði gengið til. Fyrra ódæðið var framið laust fyrir klukkan átta að staðartíma og fannst þá kona látin við Beitevein í Manglerud. Um klukkustund síðar barst lögreglu önnur tilkynning um stunguárás og þá við Breigata í Grønland. Sá sem þar særðist, karl- maður, lést skömmu síðar á sjúkra- húsi. Fréttaveita AFP greinir frá því að um fimm kílómetrar séu á milli þessara tveggja staða. AFP Ósló Tvennt var myrt í hnífa- árásum í Noregi. Maður er í haldi. Grunaður um morð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.