Morgunblaðið - 10.12.2015, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
RæðaObamaBanda-
ríkjaforseta sl.
sunnudag um þá
hryðjuverkavá sem að
Bandaríkjunum steðjar, hef-
ur mælst misjafnlega fyrir.
Má segja að fátt í þeirri
ræðu hafi heillað andstæð-
inga hans, sem segja reynsl-
una af Obama vera þá, að í
ræðum hans megi finna fögur
orð en helst til lítið innihald.
Obama reyndi til dæmis að
tengja ódæðin í San Bern-
ardino við hina miklu um-
ræðu um almenna byssueign
sem nú geisar í Bandaríkj-
unum. Nefndi hann meðal
annars þann möguleika að
tengja listann um fólk sem
meinað er að fljúga í Banda-
ríkjunum þannig að banna
mætti því að verða sér úti um
skotvopn. Voru stuðnings-
menn skotvopnaeignar fljótir
að benda á að nær engin
dæmi væru um að neinn á
þeim lista hefði nokkurn tím-
ann reynt að kaupa sér slík
tól innan Bandaríkjanna og
sökuðu Obama því um að
reyna að drepa alvarlegri
umræðu á dreif.
Fátt annað í ræðunni benti
til þess að forsetinn hefði
nokkur tök á þeim vanda sem
kristallast hefur í Ríki íslams
og hryðjuverkahættunni.
Þarf enda ekki að líta lengi
yfir feril Obama í þeim efn-
um til þess að sjá, að hann
hefur ekki haft
nein tök á málum.
Endurspeglast
það í því að sam-
kvæmt skoð-
anakönnunum eru tveir af
hverjum þremur Bandaríkja-
mönnum óánægðir með fram-
göngu Obama gegn hryðju-
verkum.
Í utanríkismálum hefur
forystuleysi Obama orðið til
þess að sumir af helstu
bandamönnum Bandaríkj-
anna líta nú til Rússlands
sem samstarfsfélaga gegn
Ríki íslams. Hin víðfrægu
„rauðu strik“ sem héldu ekki
hafa dregið úr trausti þeirra
til Bandaríkjanna.
Í slíku tómarúmi verða
alltaf einhverjir sem vilja
fylla það með eigin rang-
hugmyndum. Það er engin
tilviljun að Donald Trump,
auðkýfingurinn sem leitt hef-
ur forkosningabaráttu repú-
blikana nánast frá upphafi,
valdi daginn eftir ræðu
Obama til þess að viðra sitt
nýjasta útspil, kall eftir al-
gjöru banni á múslímska
ferðalanga og innflytjendur,
þangað til forysta Bandaríkj-
anna gæti „áttað sig á því
sem er að gerast“.
Þessi hugmynd Trumps er
aðeins nýjasta dæmið um
hversu illa er komið fyrir
bandarískum stjórnmálum.
Þar veður vitleysan uppi og
skrifast það að miklu leyti á
forystuleysi Obama.
Skortur á forystu er
vaxandi vandamál }Úrræðaleysi Obama
Greiðslu-uppgjör rík-
issjóðs fyrir
fyrstu tíu mánuði
ársins var birt í
gær. Þar er ým-
islegt að finna sem bendir til
að of hægt hafi verið farið í
skattalækkanir á kjör-
tímabilinu.
Skatttekjur og trygg-
ingagjöld hækkuðu um 8,6% á
fyrstu mánuðum þessa árs frá
fyrra ári eftir að hafa það ár
hækkað um 9,9% á milli ára.
Uppsafnað er þetta nær
fimmtungs tekjuvöxtur á
tveimur árum og munar um
minna.
Tekjur af tryggingagjöld-
um námu 64 milljörðum króna
á fyrstu tíu mánuðum ársins
og jukust um 7,4% frá fyrra
ári. Á sama tíma dróst at-
vinnuleysi verulega saman og
er augljóst að lækka þarf
tryggingagjaldið til að lag-
færa þessa óeðlilegu þróun og
létta óhóflegum álögum af at-
vinnulífinu.
Umræða um
fjárlög næsta árs
stendur nú sem
hæst og þó að lítill
vilji hafi enn kom-
ið fram til lækkunar skatta
hefur stjórnarmeirihlutinn
enn tækifæri til að tryggja að
almenningur og fyrirtæki
njóti aukinna umsvifa í hag-
kerfinu og vaxandi tekna rík-
issjóðs með lækkun skatthlut-
falla.
Þau rök að ekki sé svigrúm
til skattalækkana standast
ekki þegar horft er til mik-
illar tekjuaukningar rík-
issjóðs á síðustu árum. Svig-
rúmið er fyrir hendi en
spurningin er hvort viljinn er
það einnig. Skattalækkanir
eru spurning um forgangs-
röðun og eftir gríðarlegar
skattahækkanir vinstri
stjórnarinnar allt síðasta
kjörtímabil er löngu tíma-
bært að forgangsraðað verði í
þágu skattgreiðenda.
Kominn er tími til að
forgangsraða í þágu
skattgreiðenda}
Mikill vöxtur tekna ríkissjóðs
M
ikið var ég feginn þegar ungi
listneminn Almar Atlason
steig út úr kassanum sínum á
mánudaginn eftir vikulanga
dvöl. Ég var farin að hafa
áhyggjur af því að ef hann hefði verið mikið
lengur gæti skapast hætta á að hann yrði al-
varlega veikur svona innilokaður. Skoðanir
hafa verið skiptar hvort gjörningurinn telst
list eða ekki. Meiri andskotans vitleysan,
sögðu sumir. Öðrum fannst þetta snjallt. Það
virtist sem allir hefðu skoðun. Samfélagsmiðl-
arnir loguðu þegar eitthvað þótti fréttnæmt
úr kassanum. Þá helst þegar eitthvað gekk
upp eða niður af Almari. Hápunkturinn var
þegar náttúran kallaði.
Það eru ekki allir reiðubúnir að gera sig
berskjalda líkt og Almar gerði með veru sinni
í kassanum og fyrir það eitt tek ég hatt minn ofan fyrir
honum. Mannslíkaminn hefur sínar þarfir hvort sem þær
eru uppfylltar innan eigin persónulega rýmis eða í sviðs-
ljósinu á Youtube þar sem heimurinn getur fylgst með.
En er það ekki þannig að allt það sem Almar gerði í kass-
anum er það sem allir strákar gera?
Var nokkuð sem átti að geta komið á óvart?
Á hverjum tíma reyna listamenn að hrista upp í sam-
félaginu og ganga gegn viðteknum venjum. Það er ekki
verra ef tekst að valda fjaðrafoki því margir telja það
nauðsynlegt að ögra tíðarandanum hverju sinni til að það
verði einhver framþróun. Vilja ekki listamenn forðast í
lengstu lög að hjakka í sama farinu dag eftir dag?
Það eru margir sem reyna að kalla fram
umræðu um listina en fáum tekst það. Al-
mari tókst það. Er þá ekki tilganginum náð?
Að hreyfa við fólki og fá það til að velta vöng-
um. Hugsa og taka afstöðu; list eða ekki list,
með eða á móti.
Ég fylgdist með og tók afstöðu. Var hann
að endurspegla tilveru okkar með allskyns
nauðsynjum og óþarfa í kassanum sínum?
Þeir sem voru utan kassans sáu um að hann
skorti ekkert. Kannski var hann líkt og dýr í
búri sem við fóðrum og hleypum aldrei út.
Við horfum inn í búrið og höfum gaman af.
Listamaðurinn nefndi sjálfur að það væri
skrýtið að vera orðinn 23 ára gamall og hafa
aldrei verið einn með sjálfum sér í viku. Það
er örugglega tilraunarinnar virði. Áhuga-
verðast fannst mér þó að sjá alla umræðuna
sem listnemanum unga tókst að skapa.
Almar fékk hugmynd og framkvæmdi. Margir fá hug-
mynd en framkvæma ekki. Þar liggur oftast munurinn.
Hafa má í huga að ef Almar ekki-listnemi hefði verið
nakinn í kassa í Bónus og gert allar sínar þarfir þar er
líklegt að einhver hefði fljótlega hringt í lögregluna til að
láta fjarlægja manninn. Gjörningurinn fór fram innan
veggja og í skjóli listastofnunar. Það gefur honum heil-
mikið vægi. Þegar vikan var liðin stóð Almar úfinn og
nakinn fyrir framan dvalarstað sinn. Hann hafði lítið að
segja enda kannski óþarfi að útskýra verkið frekar með
orðum. Athafnirnar höfðu talað sínu máli. Listaverkið
var líka komið á spjöld sögunnar. margret@mbl.is
Margrét Kr.
Sigurðardóttir
Pistill
List eða ekki list í kassa?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Unglingsdrengir, sem fá oflítinn svefn á virkumdögum, eru líklegri til aðverða feitari en jafn-
aldrar þeirra sem sofa lengur. Þessa
fylgni á milli svefns og holdafars er
ekki að finna hjá unglingsstúlkum.
97% íslenskra ungmenna fá ekki
nægan svefn á virkum dögum, sé
miðað við meðal-
svefnþörf ung-
menna.
Þetta eru
niðurstöður rann-
sóknar Hrafnhild
Eirar R. Her-
móðsdóttur, sem
nýlega lauk
meistaraprófi í
íþrótta- og heilsu-
fræðum frá Há-
skóla Íslands.
Rannsóknin er hluti af stærri rann-
sókn sem nefnist Heilsueflandi fram-
haldsskóli, sem dr. Anna Sigríður
Ólafsdóttir er ábyrgðaraðili að.
Skoðað var samspil holdafars hjá 262
unglingum á aldrinum 18 og hálfs til
19 ára í tveimur framhaldsskólum á
höfuðborgarsvæðinu.
Áhrif á hormónaframleiðslu
„Margir þættir hafa verið
nefndir til sögunnar,“ segir Hrafn-
hild spurð um skýringar á þessum
niðurstöðum. „Þeir sem sofa minna
hafa væntanlega meiri tíma til að
borða, en það eru fleiri þættir. T.d.
hafa sumar rannsóknir sýnt að lítill
svefn minnkar framleiðslu leptíns,
sem er hormón sem dregur úr fæðu-
inntöku og lætur fólki finnast það
vera mett. Rannsóknir hafa líka sýnt
að þeir sem sofa lítið framleiða meira
af hormóninu ghrelin sem vekur
hungurtilfinningu. Lítill svefn getur
líka dregið úr löngun til að hreyfa
sig.“
Hrafnhild segir ekki fyllilega út-
skýrt hvers vegna tengsl séu á milli
lítils svefns og holdafars hjá piltum
en ekki hjá stúlkum, en erlendar
rannsóknir hafi sýnt sömu niður-
stöðu. Svefnmynstur stráka og
stelpna á þessum aldri sé mismun-
andi, t.d. hafi rannsóknir sýnt að
unglingsstúlkur eiga til að fara fyrr
að sofa og vakna fyrr en unglings-
drengir. Auk þess hafi rannsóknir
sýnt að ungt fólk sem fer seint að
sofa og vaknar seint hreyfi sig
minna.
1⁄3 svaf sex tíma eða minna
Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að
sjö klukkustundir voru algengasti
svefntími unglinganna á virkum dög-
um og algengasti svefntíminn um
helgar var níu tímar. Þetta átti við
um bæði kynin. 33% stráka og 32%
stelpna sváfu sex tíma eða minna á
virkum dögum og af öllum þátttak-
endum upplifðu 54% að þau fengju
ekki nægan svefn. „Auðvitað er per-
sónubundið hversu langan svefn fólk
þarf, en ég er ekki viss um að ung-
menni geri sér almennt grein fyrir
því hvað það skiptir miklu máli að
sofa vel,“ segir Hrafnhild.
Þörf á svefnfræðslu
Að sögn Hrafnhild hafa verið
gerðar margar rannsóknir á áhrifum
svefns á líðan og heilsufar fullorð-
inna og barna, en minna er um að
slíkar rannsóknir hafi verið gerðar á
unglingum. Hún segir að aldurinn
hafi mikið að segja í þessum efnum.
„Þetta samband svefns og líkams-
þyngdar er miklu einsleitara hjá
börnum, hjá þeim er sambandið línu-
legt og minni svefn þýðir meiri
þyngd. Á fullorðinsárunum er þetta
flóknara, talað hefur verið um U-laga
áhrif, sem þýðir að of mikill og of lít-
ill svefn hafa jafnslæm áhrif að þessu
leyti. En unglingar eru áhugaverður
hópur til að skoða; á þessum árum
eru miklar lífsstílsbreytingar, félags-
lífið breytist mikið á þessum árum og
svo seinkar líkamsklukkunni, sem
veldur því að fundið er seinna fyrir
lönguninni til að fara að sofa.“
Hrafnhild segir að huga mætti
að meiri fræðslu um mikilvægi
svefns. „Það hefur verið lögð mikil
áhersla á hreyfingu og mataræði, en
minni áhersla á svefninn. Við eigum
það til að vanmeta gildi svefns og
fórna honum fyrir aðrar daglegar at-
hafnir og það getur komið niður á
heilsu og líðan.“
Vansvefta piltar eru
líklegri til að fitna
Getty Images/iStockphoto
Sofandi Rannsóknin sýnir að unglingsdrengir sem fá of lítinn svefn á
virkum dögum eru líklegri til að verða feitari en jafnaldrar sem sofa lengur. Hrafnhild Eir R.
Hermóðsdóttir
Áhrif á námsgetu
» Samkvæmt leiðbeiningum
6H, sem er heilbrigðisfræðslu-
verkefni Embættis landlæknis
og fleiri aðila, þurfa unglingar
u.þ.b. 10 klukkustunda svefn
yfir nóttina.
» Á vefsíðu 6H segir að
lengd og gæði nætursvefns
hafi áhrif á námsgetu og minni.
» Þar segir ennfremur að
það að sofa á daginn komi ekki
í staðinn fyrir tapaðan nætur-
svefn.