Morgunblaðið - 10.12.2015, Side 19

Morgunblaðið - 10.12.2015, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015 Jólatilstand Að mörgu er að hyggja og mörg verkin sem þarf að vinna til að fegra miðborgina og gleðja samborgarana í aðdraganda blessaðra jólanna sem koma til allrar hamingju bráðum. Golli Aftur og aftur kveð- ur við í fjölmiðlum þessa dagana að ís- lenska sé í hópi deyj- andi tungumála, jafn- vel staðhæft að íslenskan sé dauð. Slíkar aðvaranir eru tvíbentar. Verði þær til þess að vekja okkur af blundi til að bregð- ast við til varnar tungumálinu eru þær jákvæðar, en séu þær teknar bók- staflega af mörgum eru þær hættu- merki sem orðið getur að áhrins- orðum fyrr en varir. Ekki þarf langt að leita vísbendinga sem styðja þessar aðvaranir. Á vef menntamálaráðuneytisins hljóðar ein fyrirsögnin: „Að minnsta kosti 21 Evrópumál á stafrænan dauða á hættu, þar á meðal íslenska …“. Þetta er niðurstaða META-NET, 60 rannsóknarsetra í 34 löndum, m.a. hérlendis. Í ályktun Íslenskr- ar málnefndar sem dagsett er 14. nóvember 2015 um stöðu íslenskr- ar tungu stendur m.a.: „Íslenska málsamfélagið er fámennasta full- burða málsamfélag í heiminum og hlýtur ekki verðugan sess á netinu án öflugs opinbers stuðnings.“ Það var einmitt Íslensk málnefnd sem lagði til efnivið í op- inbera málstefnu und- ir heitinu Íslenska til alls og sem Alþingi samþykkti einróma 2009. Þar er lögð áhersla á að „að ís- lensk tunga verði not- hæf – og notuð – á öll- um þeim sviðum upplýsingatækninnar sem varða daglegt líf alls almennings.“ Góð viðleitni sem dugar skammt Í árdaga ritvinnslukerfa hér- lendis upp úr 1980 voru þau að jafnaði á íslensku, m.a. í Mac- intosh-tölvum og PC-tölvum undir heitinu WordPerfect. Staðan versnaði hinsvegar með tilkomu Windows stýrikerfa upp úr 1990, tölvupóstkerfisins Outlook og vafr- ans Internet Explorer sem öll voru á ensku. Á þessum árum jókst net- notkun hröðum skrefum og allt það sem tölvunum tengdist reyndist vera á ensku. Björn Bjarnason sem var menntamálaráðherra 1995- 2002 áttaði sig fyrstur ráðamanna á þeim háska sem fylgdi þessari forsögn enskunnar. Hann hlutaðist til um að gerður var samningur við Microsoft um íslenskun á Windows 98 stýrikerfinu og starfshópur var þá settur í að kanna horfur í ís- lenskri máltækni. Komst hópurinn að því að styðja yrði við íslenska máltækni og að ríkið yrði að hafa um það forgöngu og bera meg- inkostnaðinn fyrst um sinn. Upp úr tillögum starfshópsins spratt mál- tækniátak sem veittar voru til 133 m.kr. á fjárlögum áranna 2000- 2004, þó aðeins lítið brot af því sem hópurinn hafði talið þörf á. Engu að síður varð umtalsverður árang- ur af þessu starfi, bæði í þágu skólakerfisins og almennings. Það starf sem þannig var unnið af litlum efnum á fyrsta áratug ald- arinnar kom hins vegar veikburða fótum undir íslenska máltækni. Ár- ið 2005 varð síðan til svonefnt Mál- tæknisetur í samvinnu Háskóla Ís- lands, Háskólans í Reykjavík og Árnastofnunar, en hlaut ekki op- inberan stuðning. Hraðfara alþjóðleg þróun en stöðnun hérlendis Áðurnefndri samþykkt Alþingis hrunveturinn 2008-2009 um Ís- lensku til alls fylgdu litlir sem eng- ir fjármunir, en á sama tíma tók tækniþróun í tölvu- og netheimum risastökk. Máltækni er orðin for- senda fyrir því að jafna aðgang allra að upplýsingum og gera fólki kleift að nota móðurmálið í sam- skiptum við tölvur og upplýs- ingakerfi. Eitt mikilvægasta svið máltækninnar er svonefnd tal- greining, sem gerir notendum fært að eiga gagnkvæm samskipti við tölvustýrð tæki með talmáli í stað þess að notast við mús og lykla- borð. Þetta varðar ekki síst þróun snjallsíma og spjaldtölva sem mikið eru notuð af börnum og unglingum. Í tengslum við svonefnt META- NORD samstarfsverkefni árið 2013 kom fram að lítill sem enginn mál- tæknistuðningur væri við íslensku og að af 30 Evróputungumálum væri íslenska í næstneðsta sæti þetta varðandi. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis tók þá málið upp og að tillögu þingsins skipaði Illugi menntamálaráðherra í fyrrahaust þriggja manna nefnd til að gera tillögur um íslensku í stafrænni upplýsingatækni. Nefnd- in vann rösklega undir formennsku Hrafns Loftssonar en með honum voru Eiríkur Rögnvaldsson pró- fessor og Sigrún Helgadóttir hjá Árnastofnun. Lagði nefndin til að fjárfest verði í íslenskri máltækni skv. 10 ára langtímaáætlun, m.a. til að íslenskur talgreinir verði nýt- anlegur í árslok 2017. Bregst fjárveitingavaldið enn og aftur? Tillaga nefndarinnar gerði ráð fyrir 40 m.kr. framlagi úr ríkissjóði árið 2015, en aðeins 15 m.kr. voru þá veittar. Fyrir árið 2016 var til- laga um 90 m.kr. en skv. fjárlaga- frumvarpi nú er aðeins 1/3 á blaði, þ.e. litlar 30 m.kr. Ætlar Alþingi í jólaleyfi með þá smánarafgreiðslu á bakinu? Í húfi er framtíð ís- lenskrar tungu. Fyrir tilstuðlan ís- lensks sérfræðings hjá Google og Máltækniseturs duttu Íslendingar í lukkupottinn og flutu óvænt með í gerð talgreinis sem nota má í snjalltækjum, sem keyra á Android stýrikerfinu og í Google leitarvél- inni. Á slíka happdrættisvinninga er ekki treystandi og aðrir risar eins og Apple láta íslensku lönd og leið. Sjálf erum við með fjöregg og framtíð íslenskunnar í eigin hönd- um. Úlfar Erlingsson segir í viðtali við Mbl. 4. des. sl. að íslenskan muni ekki lifa mikið lengur að óbreyttu, þar sem börnin alist hér upp í ensku umhverfi. Ætlum við að fórna ylhýra málinu á altari enskunnar mitt í allsnægtunum? Eftir Hjörleif Guttormsson » Sjálf erum við með fjöregg íslensk- unnar í eigin höndum. Ætlum við að fórna yl- hýra málinu á altari enskunnar mitt í alls- nægtunum? Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Brýnasta verkefnið – að hlúa að móðurmálinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.