Morgunblaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015
Almond Gjafakassi
8.990 kr.
Almond Gjafakassi - 8.990 kr.: Almond Líkamskrem 100ml, Almond Handkrem 30ml, Almond Sturtuolía 250ml, Almond Sturtuskrúbbur 200ml.
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com
L’Occitane en Provence - Ísland
Ólafur Ásgrímsson hefur verið skákdómari í nær 40 ár. Hannvar skákdómari á Evrópumóti landsliða sem lauk nýverið enþað var haldið í Laugardalshöll. „Það var alveg stórkostlegt
mót og ekki hægt að neita því að þetta er stærsti skákviðburður sem
haldinn hefur verið hérna fyrir utan heimsmeistaraeinvígið 1972, en
það var sér á báti og allt öðruvísi, náttúrlega bara tveir keppendur þá.
Stærsta mót sem ég hafði áður komið nálægt var heimsbikarmótið ár-
ið 1988 sem var fyrsti viðburður sem var haldinn í Borgarleikhúsinu.
Þar kepptu 15 af 24 bestu skákmönnum heims með heimsmeistarann,
Garrí Kasparov, í broddi fylkingar og vann hann mótið.“
Af öðrum mótum sem Ólafur hefur komið nálægt eru Reykjavíkur-
skákmótin, Íslandsmótin og Íslandsmót taflfélaga, sem er fjölmenn-
asti skákviðburðurinn hér á landi. Aðspurður segir Ólafur alltaf ein-
hverjar breytingar verða í dómgæslunni. „Það má segja að Evrópu-
mótið hafi verið mun strangara en verið hefur en hver dómari hafði
eftirlit með einni til tveim viðureignum og fylgdist vel með skák-
klukkunum. Einnig eru komin leitartæki til skjalanna, en það hefur
sýnt sig í örfáum tilfellum að menn hafa reynt að svindla á mótum.
Ég fylgist með í skákheiminum, en tefli næstum ekkert. En ég hef
gaman af því að grípa í golf.“ Ólafur er búfræðingur að mennt og
vann í 28 ár í Landsbankanum. „Ég er einnig þungavinnuvélamaður
og hef verið að vinna fyrir Björgun, nú síðast á laugardaginn.“
Eiginkona Ólafs er Birna Halldórsdóttir, fyrrverandi skólaliði.
Stjúpbörn Ólafs eru tvö, Sylvía og Geir.
Í tilefni afmælisins ætlar Ólafur með nánustu fjölskyldu í jólahlað-
borð.
Morgunblaðið/Ómar
Við taflið Ólafur fylgist vel með í skákheiminum en teflir lítið sjálfur.
Skákdómari í 40 ár
Ólafur Ásgrímsson er 70 ára í dag
E
inar fæddist í Reykja-
vík, að Háteigsvegi 19,
hinn 10.12. 1945, á þrí-
tugsafmælisdegi móð-
ur sinnar, og ólst þar
upp til 15 ára aldurs: „Við vorum
„Holtarar“ en það voru þeir nefndir
sem bjuggu á Háteigsveginum, í
Meðalholtinu, Stórholtinu, Einholti
og Þverholti. Þá var sveitabærinn
Sunnuhvoll neðst á Háteigsveginum
og við krakkarnir fengum að fara
með kýr og hesta þaðan í beitarhólf á
Klambratúni, sem einnig var skipu-
lagt fyrir skólagarða.
Kúaskít frá Sunnuhvoli var dreift í
flesta húsagarða hverfisins á vorin og
þá „ilmaði“ vorið í hverfinu.“
Einar gekk í Austurbæjarskóla,
Gagnfræðaskólann við Lindargötu og
Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
„Ég var mikill sveitastrákur, beið
með óþreyju eftir því á hverju vori að
skóla lyki, fór fyrst átta ára í sveit í
Stardal á Kjalarnesi, síðan í Gesthús
á Álftanesi, þá á Einarsstaði í
Reykjadal og loks að Móeiðarhvoli í
Rangárvallasýslu, þar sem ég kynnt-
ist verðandi eiginkonu minni fyrir 55
árum.“
Einar lauk kennaraprófi 1967, sér-
kennaraprófi frá KÍ 1969 og stundaði
nám í sérkennslu í Noregi 1973-74.
Einar hóf kennslu á Kópavogshæli
1967, kenndi síðan við Höfðaskóla í
Einar Hólm Ólafsson, fyrrv. skólastj. Öskjuhlíðarskóla – 70 ára
Jólastemming Einar og Vilborg heima í stofu með börnunum, Ólafi og Ingibjörgu, og fimm af barnabörnunum.
Þrjár kynslóðir trommara
Trommarinn og skvísan Ólafur og Vilborg Árný gantast á bítlaárunum.
Kópavogur Dísella Al-
bertsdóttir fæddist 15.
nóvember 2014 kl. 8.22.
Hún vó 2.412 g og var 43
cm löng. Foreldrar hennar
eru Ásdís Geirsdóttir og
Albert Gissurarson.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.