Víkurfréttir - 19.09.1991, Blaðsíða 1
STÆRSTA FRETTA- OG AUGLYSINGABLAÐIÐ A SUÐURNESJUM
landsbokasafn
SAFNAHUSINU
fof FIÆvi
37. tölublað 12. árgangur
Fimmtudagur 19. sept. 1991
• Drengirnir eftir að Marteinn var kominn að
bryggju í Keflavfkurhöfn. Til liliðar sést Viktor
Pórðarson eigandi Marteins KE. Ljósm.: epj.
GLÆSIHÝSID
HORNBJARG
-25 ÍBÚÐIR BYGGÐAR Á
r
Ævintýraleg
sjóferð 11 og 12
ára drengja
Ævintýralegri siglingu tveggja drengja úr Keflavík, 11
og 12 ára gamalla, er tóku bát traustataki í Kefla-
víkurhöfn. lauk þar um tíuleytið á sunnudagskvöld.
Höfðu þeir tekið bátinn, Martein KE 200 sem er 6 tonna
þilfarsbátur, ófrjálsri hendi fyrr um kvöldið og siglt út úr
höfninni og tóku stefnu út Stakksfjörð. Er kom á móts við
Garðinn sigldu þeir inn að Gerðabryggju. en er þeir áttu
stutt eftir að bryggjunni strönduðu þeir á klöppunum sem
innsiglingamerkið er á.
Að sögn vitna sat báturinn góða stund á klöppunum og
var farinn að halla nokkuð er drengjunum tókst að losa
hann og þá héldu þeir út á sjó á ný og tóku nú stefnu inn
Stakksfjörðinn. Fylgdust lögreglan og fleiri nú með ferð-
um þeirra og var auðsjáanlegt að þeir áttu í einhverjum
erfiðleikum á siglingunni og voru t.a.m. með ljóskastara
bátsins á fullu, bæði framá við og til hliða, enda skollið
á myrkur.
Fékk lögreglan skipverja á Albert Olafssyni KE sem
nýlega hafði mætt Marteini KE, til að snúa við og skip-
verjar þar áttu að reyna að freista þess að komast um borð
í Martein eða leiðbeina þeim sem þar voru. Eftir siglingu
að Njarðvíkurhöfn og síðan inn í Keflavíkurhöfn tókst
eiganda bátsins loks að komast um borð er báturinn sigldi
það nærri að hann gat stokkið á milli og náð yfirhöndinni
á siglingu bátsins og lagt að bryggju, þar sem lögreglan
tók drengina í sína vörslu.
Drengina sakaði ekki og tjón á bátnum varð óverulegt.
Nánar greinum við frá þessu óvenjulega uppátæki í
MOLUMídag.
18 MANUÐUM
rZl læsihýsið, Hombjarg í Keflavík, var formlega afhent
ki »1 Byggingarsamvinnufélagi aldraðra á Suðumesjum sl.
laugardag. Halldór Ragnarsson afhenti húsið fyrir hönd yf-
irverkverktakanna, Húsaness hf, en Ólafur Björnsson tók
við því fyrirhönd B.S.A.S.
Ólafur flutti stutta tölu yfir aðdragandann að byggingu
húsins og sögu þess, og þakkaði verktökunum og öðrum
sem komu við sögu við byggingu hússins fyrir skörulega og
vel unnið verk. Þá þakkaði hann Sparisjóðnum f Keflavík
fyrir þá fyrirgreiðslu sem sjóðurinn hefur veitt hús-
byggjendunum í Hornbjargi.
Frá því hafist var handa við byggingu hússins og þar til
það var afhent liðu aðeins 18 mánuðir, en því er skilað full-
kláruðu að utan sem innan.
Hornbjarg er fyrsta sérhúsnæði fyrir aldraða sem reist er
af einkaaðilum hér á Suðumesjum en fyrimiyndin er að
miklu leyti komin frá Sunnuhlíðarsamtökunum í Kópa-
vogi.
I Hombjargi eru 26 skemmtilega hannaðar íbúðir af Páli
V. Bjamasyni. Utsýnið af efstu hæð hússins er stórfenglegt.
Þar er m.a. sameiginlegt tómstundarými fyrir alla íbúa
hússins og stór sjónvarpsskjár tengdur gervi-
hnattamóttökubúnaði. I kjallara eru svo geymslur fyrir allar
íbúðimar ásamt sjö bílageymslurýmum.
I tilefni af innflutningnum voru íbúum færðar ýmsar
gjafir. Má þar t.d. nefna málverk af húsinu frá Húsanesi,
málað af Erlu Sigurbergsdóttur, málverk eftir Ástu Páls frá
Sigurði Ragnarssyni í Eignamiðlun Suðurnesja, sem sér um
söluna á íbúðunum í húsinu, 33 tommu sjónvarp í tóm-
stundarými frá Sparisjóðnum auk fjölda blómagjafa frá
hinum ýmsu aðilurn.
Forráðamenn Húsaness, eftirlitsmaður bygg-
ingarinna og formaður BSAS f.v. Margeir Þor-
geirsson, Sturlaugur Ólafsson, Halldór Ragn-
arsson og Olafur Björnsson.
Ljósmyndir: gkv
—
Húsanes gaf málverk af húsinu í tilefni af opnun
þess. Margeir Þorgeirsson (t.v.) og Ólafur
Björnsson kontu verkinu fvrir í anddyri hússins.
Algjör
sprenging í
innritun
Um eitt hundrað ne-
mendum hefur verið synjað
um skólavist á þessu hausti
bjá Fjölbrautaskóla Suður-
nesja. Kom þetta fram í máli
Jónínu Guðmundsdóttir á
fundi bæjarstjómar Kefla-
víkur síðasta þriðjudag. Sagði
hún að ástæðan væri algjör
sprenging í fjölda þeirra sem
óskuðu innritunar í skólann.
AUGLÝSINGAR • RITSTJÓRN • AFGREIÐSLA ® 14717,15717 • FAX ^ 12777