Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.09.1991, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 19.09.1991, Blaðsíða 18
18 íþróttir r--------------------i Islandsmótiö 2. deild: Stórsigur í síðasta leiknum - ÍBK - Tindastóll 6:0 Kellvíkingar ráku smiðs- höggið á 2. deildina í sumar með stórsigri á Tindastól, 6:0, í Keflavík á laug- ardaginn. Leikurinn var eign ÍBK frá upphafi.og spurningin aðeins hversu mörg mörk liðið myndi skora. Leik- urinn hafði litla þýðingu aðra en þá að Keflvíkingar gætu komist upp fyrir Grindvíkinga á stigatöflunni ef þeir síðamefndu næðu ekki að sigra. Það var Kjartan Ein- arsson, markahæsti leik- maður ÍBK, sem skoraði fyrsta markið eftir darraða- dans á marklínu Stólanna. Jakob Jónharðsson bætti við öðru markinu, með þrumu- skoti af 35 metra færi í blá hornið. Óli Þór Magnússon skoraði svo þriðja markið fyrir lok fyrri hálfleiks, eftir góðan undirbúning Kjart- ans. Keflvíkingar héldu upp- teknum hætti í síðari hálfleik þrátt fyrir að leika gegn sterkum vindi. Jóhann Magnússon skoraði fjórða markið, Gestur Gylfason það fimmta, og Óli Þór bætti við öðru markinu sínu og sjötta marki ÍBK. Grágás heldur ár- ganga- mót í golfi Prentsmiðjan Grágás heldur upp á aldarfjórðungsafmæli sitt um þessar mundir. Af því tilefni hafa forráðamenn fyrirtækisins ákveðið að halda árgangamót í golfi fyrir krakka og unglinga á aldrinum 6-15 ára. Mótið fer fram nk. laugardag, 21. september og hefst kl. 10.00. Spilað verður á litla vellinum í Leiru. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum ár- gangi. Skorað er á alla sem golfkylfu geta valdið að koma í Leiruna og taka þátt í mótinu. SPORTMOLAR UMSJÓN: GKV. Suinir kunna sig... Það vakti athygli margra Víð- ismanna að fomiaður Víkings, Hallur Hallsson, lét það verða sitt fyrsta verk eftir leik liðanna, að [xfkka Víðismönnum fyrirdrengi- legan leik og láta í ljós þá von sína að liðin mættust sem fyrst að nýju í 1. deildinni. Að því loknu snéri Hallur sér að því að fagna ís- landsmeistaratitlinum með sínum mönnum. ... betur en aðrir Edenborgar-menn voru hinir rausnarlegustu við meistara- flokkslið ÍBK. Buðu þeim að koma til sín í pizzu og bjór um kvöldið eftir síðasta leik liðsins gegn Tindastól. Leikmenn þekkt- ust boðið að sjálfsögðu og mættu á Edenborg fljótlega upp úr klukkan átta á laugardags- kvöldið. Þegar komið var fram á ellefta tímann tóku menn sig hins vegar saman og hópuðust upp í rútu frá vSBK og brunuðu í bæinn, beint á Casablanca! Þetta kallar maður að kunna að þakka fyrir sig! Kiddi í mestri framför - Jói bestur Þetta sama kvöld á Edenborg, völdu leikmenn ÍBK besta mann liðsins og þann sem sýnt hafði mestar framfarir í sumar. Völdu leikmenn Jóhann Magnússon besta leikmanninn og Kristinn Óskarsson sem mesta „fram- faramanninn“. Jafnframt má geta þess að Jó- hann Magnússon var valinn Pepsi-maður leiksins gegn Tinda- stól. Hlaut hann því jafnframt tit- ilinn Pepsi-maður ársins fyrir að vera oftast Pepsi-maður leiksins í sumar. Stór stund í Garöinum Það var stór stund í Garðinum á laugardaginn, þegar Víkingar fengu afhentan Islandsmeistaratitilinn, eftir leikinn gegn Víðismönnum. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, kom fljúgandi með bikarinn í þyrlu. (Spuming hvort sá ferðakostnaður verður falinn í bókhaldinu hjá KSÍ eins og ferðin á Heimsmeist- arakeppnina!!!) Má fullyrða að af- hending Islandsineistaratitilsins er stærsti íþróttaviðburður sem átt hefur sér stað í Garðinum, ef frá eru talin heimsmetin sem öldungurinn, Jóhann Jónsson fijálsíþróttakappi, hefur sett í bakgarðinum heima hjá sér. Gunimi tull út í Gísla Markakóngurinn mikli Guð- mundur Steinsson var hálffúll út í Gfsla Heiðarsson, markvörð Víðis, eftir leik liðanna. Gísli átti góðan leik í markinu, og hreinlega lokaði á Guð- mund, sem reyndi hvað hann gat til að skora og tryggja sér gullskóinn. Hörður Magnússon náði hins vegar að jafna við Guðmund með því að skora eina mark FH gegn átta Vals- mörkum. Verða markamaskínurnar því að deila gullskónum, og þá er bara að vona að þeir noti sama númer!!! Gjaldkerinn ánægður Hann var hins vegar ekki fúll eftir leikinn gjaldkeri Víðis, Heiðar Þor- steinsson, enda ekki furða, þar sem mikill fjöldi fólks flykktist í Garðinn til þess að sjá leikinn. Þar að auki mættu RÚV menn með mynda- vélamar og sýndu leikinn beint í sjónvarpinu. Fyrir þetta hvoru tveggja kom vel í kassann og má ætla að Víðismenn færu létt með að borga eins og tvo símreikninga á borð við þá sem körfuknattleiksmaðurinn Tyrone Thomton skildi eftir hjá ÍBK, eins og frægt er orðið. Grindvíkingar glopruðu gullnu tækifæri Grindvíkingar höfðu möguleika á því að komast upp í 1. deild í fyrsta skipti á laugardaginn. Þeir léku gegn IR-ingum á sama tíma og Þór frá Akureyri lék gegn Fylki. Það óvænta átti sér stað í leik Þórs og Fylkis, Þórsarar töpuðu, 1:0. Grindvíkingar hefðu því þurft að vinna 6:0 sigur á ÍR, nokkuð sem þeir hefðu átt að geta gert miðað við frammistöðu þeirra í sumar. Það tókst hins vegar ekki, og leikur þeirra gegn ÍR endaði með jafntefli, 1:1. Hitt var það sem mörgum Grind- víkingum þótti ennþá verra en að missa að 1. deildarsætinu, en það var að Keflvíkingar skyldu ná að komast upp fyrir þá. Keflvíkingar voru að sama skapi ánægðir, enda margir ennþá svekktir eftir tapið í 100 mínútna leiknum í Grindavík um daginn. Spáin hans Gunna rétt Það kom á daginn að spá Gunnars Vilbergssonar, formanns knatt- spymudeildar UMFG, um að liðið fengi 33 stig í sumar reyndist rétt. Gunni hafði lálið merkja treyjuna sína nr. 33 og sagði það verða stiga- fjölda liðsins eftir sumarið. Gunni hafði kannski ltka vonað að það dygði til að ná sæti í 1 deild, en það munaði litlu. Einar Ásbjörn að flýta sér Eftir leik Grindavíkur og ÍR lá Einari Ásbirni Ólafssyni, sem skor- aði mark UMFG, mikið á að koma sér heim. Segja þeir sem til sáu að vatnið hefði vart náð að bleyta hann í sturtunni, því hann átti að fljúga til Ameríku rétt eftir kl. 5:00, en leikn- uin lauk rétt fyrir fjögur. Eins og margir vita er Einar lög- regluþjónn, og varð hann því að spara tímann annars staðar en á Grindavíkurveginum! Kári í aðalhlutverki Það má með sanni segja að Kári hafi verið í aðalhlutverkinu í leik Grindavíkur og ÍR, því Kári bæði blés í flautuna og á Ieikmenn. Það var semsagt Keflvíkingurinn Kári Gunnlaugsson sem dæmdi við und- irleik Kára Stromssonar vindblásara. Setti sá síðamefndi svip sinn á leik- inn og feikti boltanum olt langar vegalengdir. • Hallvarður Jónsson fór holu í höggi á 3. braut og no- taði 8-járn. Reykjanesmót/ kvennaflokkur: Yfirburðir hjá ÍBK Stúlkumar í ÍBK liafa sýnt nokkra yfirburði í kvenna- flokknum í Reykjanesmótinu í körfuknattleik. Þær liafa borið sigurorð af bæði Grindavík og Haukum í fyrri umferð mótsins. Leikurinn gegn Grindavík endaði 92-42 fyrir Keflavík, og leikurinn gegn Haukum 58-48. Njarðvt'k og Breiðablik sendu ekki lið í kvennaflokknum. Víkurftéttir 19. sept. 1991 Bæjarkeppni í golfi: Grindvíkingar unnu Sand- gerðinga - og Hallvaröur fór holu í höggi! Arleg bæjakeppni Grinda- víkur og Sandgerðis í golfi var haldin uni síðustu helgi í 4 sinn. Að þessu sinni var leikið í Sandgeröi, en um kvöldið komið sanian í Grindavík þar sem verðlaun voru aflient. Keppt var í ein- staklingskeppni með og án forgjafar. auk sveita- keppninnar. Keppendur voru alls 54 og töldu 10 bestu hjá hvorum klúbbi. I keppni án forgjafar röð- uðu Grindvíkingar sér í efstu sætin. Birgir Ingvarsson og Pétur Antonsson léku á 80 höggum, og Bragi Ingvarsson á 83 högguni. Sighvatur Arason var bestur með forgjöf á 63 höggum, Þorvaldur Krist- leifsson annar á 66 höggum og Davíð Friðriksson Joriðjí á 67 nettó. Sveitakcppnin endaði þannig að Grindvíkingar slóu 714 högg gegn 720 höggum Sandgerðinga, sem náðu ekki að nýta sér heimavöllinn. Aukaverðlaun voru veitt fyrir að vera næst 3. holu í upphafshöggi. Sigríður Sig- urðardóttir náði 7.25 m, hjá konunum, en Hallvarður Jónsson gerði sér lítið fyrir og fór ltolu í höggil! Einar Ásbjörn Olafsson skorar hér síðasta ntark Grindavíkur á þessu keppnistímabili. Ljósm. Hilli Draumurinn rættist ekki hjá Grindavík - jaftefli við ÍR 1:1 Grindvíkingum tókst ekki að vinna sæti í l. deildinni að ári, þrátt fyrir að Þórsarar töpuðu fyrir Fylki. Grindvfkingar urðu að vinna IR með sex marka mun til að fara upp fyrir Þór á markahlutfallinu, en náðu að- eins jafntefli 1:1. Fyrir vikið féll liðið niður um eitt sæti og endaði í því fjórða. Grindvíkingar mega samt vel við una, því fáir áttu von á að liðið myndi blanda sér svo hressilega í toppbaráttuna sem raun bar vitni. Leikurinn gegn IR ein- kenndist af mikilli baráttu beggja liða, og var greinilegt að ÍR-ingar ætluðu ekkert að gefa Grindvíkingum. Sterkur vindur setti svip sinn á leikinn, og áttu menn oft í erfiðleikum með að hemja knöttinn. Einar Ásbjöm Olafsson skoraði mark Grindavíkur eftir liðlega hálftíma leik, með skoti úr markteignum. IR-ingar jöfnuðu fljótlega í síðari hálfleik, en Grind- víkingar reyndu hvað þeir gátu til að bæta við marki. Það tókst ekki og lokatölurnar urðu þvf 1:1.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.