Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.09.1991, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 19.09.1991, Blaðsíða 9
9 Menning Víkurfréttir 19. sept. 1991 • Egill Egilsson og Gunnrún Theodórsdóttir. Ljósm.: hbb getum við sett upp leikverk sem byggir að stórum hluta á ungu fólki. Þannig komast krakkamir í snertingu við þennan fé- lagsskap". SAMSTARF VIÐ LEIK- FÉLAG KEFLAVÍKLR ? -Hefur Litla leikfélagið ekki orðið undir í samkeppninni við Leikfélag Keflavíkur? „Nei, ég vil ekki meina að við höfum orðið undir. Ég nefndi áðan að fólk hefur orðið meira fyrir stafni en áður og við höfum lagað okkur að því. Á þessum fímmtán árum sem leikfélagið hefur verið starfandi þá höfum við sett upp 27 leik- verk og tvær revíur að auki. Á tímabili voru sett upp þrjú verk á leikári. Það gengi ekki í dag í litlu byggðarlagi eins og Garð- hálfu og gantan væri að heyra í Leikfélagi Keflavíkur um þessa hugmynd". -Hvernig hefur Litla leik- félaginu gengið að fá leikstjóra til starfa? „Það hefur gengið mjög vel og yfirleitt fáum við mjög góða leikstjóra til starfa hjá félaginu. Leikstjórar virðast tala sig mik- ið saman og góður orðstýr fer af félaginu. Leikstjóramir vita það líka að þetta er áhugafélag og verða að taka tillit til þess“. LIFLM í VONINNI Það er mikill kostnaður í kringum uppsetningu á einu leikverki og að mörgu þarf að hyggja. Sem dæmi um kostnað þá þarf um 300 áhorfendur til að borga leikstjórakostnað, og þá á eftir að greiða allan annan Litla leikfélagiö 15 ára í haust: Höfum ekki oröið undir -segir Egill Egilsson í spjalli VERIÐ VELKOMIN i KRÆSINGAR HJÁ SVÖRTU PÖNNUNNI Nú erum við me& sérstök tilboö í hverjum mónuöi SeptembertilboÖ Hamborgarí special, Franskar, sósa « og Coca cola 4/U kr. Stórir hópar fá gos og eftirrétt Stórir hópar 15-50 manns sem koma og borða hjá Svörtu pönnunni fá gos og eftirrétt í kaupbæti. Merk tímamót eru í starfsemi Litla leik- félagsins í Garði í haust. Þann 27. nóvember verður félagið 15 ára og af því tilefni verður slegið upp mikilli afmælishátíð. Til að forvitnast aðeins um starfsemi félagsins tókum við formann þess. Egil Egilsson, tali. „í tilefni afmælisins er hug- myndin að taka saman útdrátt úr rjómanum af þeim verkum er félagið hefur sett upp á 15 ára ferli þess. Hugmyndin er að þetta verði skemmtidagskrá sem tekur einn og hálfan til tvo tíma í sýningu og verður hún sýnd á sérstakri afmælis- kvöldstund fyrir félaga Litla leikfélagsins". BJARTSÝNí LFIKFÉLAGINL -Hvemig heldur þú að gangi að fá fólk til að koma aftur til starfa við uppsetningu þessarar kvöldstundar? „Við erum bjartsýn í Litla leikfélaginu og vonurn að sem flestir af þeim er einhvern tím- an hafa leikið nteð okkur, sjái sér fært að koma og vera meö okkur þessa kvöldstund. Þá vonum við einnig að það kveikni neisti eða tilfmning hjá einhverjum til að koma aftur til starfa með félaginu að öðrum verkefnum sem tekin verða upp í framhaldi af afmælishaldinu“. -Hvað eru margir virkir leik- arar starfandi? „Lndanfarið hefur þetta ver- ið um tuttugu manna hópur af virkum leikurum, en einnig eru rnargir sem starfa í kringum sýningamar, þó svo þeir korni ekki fram í sýningunum sjálf- um“. ÁHLGAMÁL FÓLKS FLEIRI -Hver er ástæða þess að erf- iðara hefur gengið að fá fólk til starfa við leiklistina hin síðari ár? „I dag er fólk orðið meira tímabundnara en það var áður og einnig eru áhugamálin orðin fleiri og meira í boði til að eyða tómstundum en áður. Ég vil ekki kenna sjónvarpinu um, heldur getur þetta einnig verið feimni og að fólk hugsar; hvað ætli nágranninn segi um það að ég sé nú korninn upp á svið og farinn að leika í einhverju leik- riti? Helsta vandamálið er að fá ungt fólk til starfa en það er von til þess að hægt sé að breyta því“. -Hvernig? „I samstarfi við Gerðaskóla inum“. -Hafa leikfélögin í Garði og Keflavík aldrei rætt samstarf? „Það er búinn að vera draumur minn lengi og það væri gaman ef Litla leikfélagið og Leikfélag Kellavíkur settu sameiginlega upp eitt stórt og gott íslenskt leikrit". -Hefur þetta eitthvað verið rætt? „Ekki opinberlega, en þó verið nefnt á bakvið tjöldin. Það er engin fyrirstaða af okkar kostnað. Leikaramir eru allir án launa og það eina sem þeir fá greitt fyrir ómælda vinnu sína er klapp frá áhorfendum eftir vel heppnaða sýningu. -Égill. Er ekki vonlaust að halda úti litlu leikfélagi á Suð- urnesjum? „Vonlaust og vonlaust ekki. Við lifum alltaf í voninni um að þetta blessist og að brátt komi betri tíð," sagði Egill Egilsson. formaður Litla leikfélagsins í Garði að endingu. ► ► ► TIL ◄ ◄ ◄ HAMIHGJU K sport T ▼ RUSSELL ATHLETIC sportfföt frá -friskandi verslun- SKEIFUNNI 19 - SÍMI 681717 - FAX 83064

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.