Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.09.1991, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 19.09.1991, Blaðsíða 10
10 Heimilistæki fyrir 150 þús. kr eða meira, lánað í 36 mánuði.- Engin útborgun. Þú færö hvergi betri kjör! Komdu og verslaðu allan „pakkann” í húsiö á greiðslukjörumsem eiga sér vart hliöstæðu Sólþurrkaöur saltfiskur til sölu í 5 og 10 kg pakkningum á 350 kr. hvert kíló. Upplýsingar í síma 27120. Sveinborg hf. Fisktorfan, Garði Sálarrannsóknarfélag Suöurnesja: MYNDLISTAR- SÝNING Laugardaginn 21. sept. frá kl. 16.00 til 19.00 Sunnudaginn 22. sept. frá kl. 14.00 til 19.00 í húsi SRFS, Túngötu 22, Keflavík. • Sýndar veröa myndir sem hafa verið teiknaðar og málaðar af látnum lista- mönnum í gegnum miðla • Sýningin er, svo best sé vitað, sú fyrsta sinnar tegundar á íslandi • Miðill verður við vinnu á sýningunni og teiknar árur • Allir starfsþættir SRFS verða kynntir þeim sem vilja • Kaffi verður á könnunni fyrir alla. • Aðgangseyrir er enginn • Öllum er frjáls aðgangur! Úr ýmsum áttum Víkurfréttir 19. sept. 1991 Þetta eru fimmmenningarnir úr Ægi sem náöu bátnum af strandstað. F.v. Þnrhallur Jó- hannsson, Agnar Trausti Júlíusson, Guðmundur Jóhannesson, Hilmar Bragi Bárðarson og Ágúst Arnar Jakobsson. Ljósm.: epj Súlutindur HF 75: Sökk, slitnaði upp og strandaði I Gerðahöfn Trillubáturinn Súlutindur HF 75 frá Njarðvík, eyðilagðist við Gerðabryggju um síðustu helgi. Nokkrum dögum áður hafði hann sokkið þar við bryggju en var hífður upp með bílkrana. Síðan slitnaði hann frá bryggju á laugardag og rak upp á klapp- irnar þar sem innsiglingamerkið er. Á flóðinu um kvöldið náðu fimm félagar úr Björg- unarsveitinni Ægi honum út og upp í tjöru. Slitnaði báturinn frá um morguninn á laugardag og á fjörunni tókst eiganda hans að bjarga meirihluta tækjanna úr bátnum. en er tók að flæða að nýju komst sjór inn í hann, þar sem komið var á hann gat. Sem fyrr segir voru það fímm félagar úr Ægi sem náðu bátnum af strandstað og upp í fjöru. Súlutindur á strandstað á fjörunni. Ljósni.: hbb. Sálarrannsóknafélag Suöurnesja: Félagsmenn á 16. hundrað Á sextánada hundrað fé- lagsmenn eru í dag skráðir í Sálarrannsóknafélag Suð- umesja og er félagið nú næst fjölmennasta sálarrann- sóknafélag á Islandi og með fjölmennustu félögum á Suðurnesjum. Ólafur Halldórsson for- maður S.R.F.S. sagði í sam- tali við blaðið að nú væri unnið að jrví að víkka út starfssvið félagsins og færa starfsemina inn á fleiri brautir. „Við reynum að laga þetta að þeim straumum sem eru í þjóðfélaginu hverju sinni,“ sagði Ólafur. Þrátt fyrir fjölda félagsmanna er alltaf pláss fyrir fleiri hendur til starfa hjá félaginu. Öll störf fyrir félagið eru unnin í sjálf- boðavinnu. Ólafur sagði að meira fræðsluefni væri á döf- inni og hugmyndir væru uppi um að setja upp eitt rabbkvöld í hverjum mánuði, þar sem t'ólk geti komið og rætt málin eða hlustað á fyrirlestra. Mikið er til af fræðsluefni um þessi málefni á ensku en nú er unniö að því að vinna efni á íslensku. Þttu ltjá Sálarrannsóknar- félaginu dreymir nú á hverri nóttu útgáfu fréttabréfs og jafn- framt að koma ttpp nterktu bókasafni, en bókaeign fé- lagsins um sálarrannsóknir og efni tengt þessu efni eða vís- indum er nokkur. Starfsárið er nýhafið hjá félaginu og frant í apríl á næsta ári eru væntanlegir fimm miðlar til starfa hjá fé- laginu. Dorotby Kenny er sú fyrsta. en hún er þegar komin til starfa. Ólafur sagði það vera markmið hjá félaginu að efla áhuga almennings á and- legum málefnum. Ólafur sagði S.R.F.S. vera eina fé- lagið á Suðumesjum á þessu sviði sent ekki spyrði um trúarbrögð, enda væru í fé- laginu fólk af ýmsum trú- arhópum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.