Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.09.1991, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 19.09.1991, Blaðsíða 8
8 Kirkja grín ■ gagnrýnl g ■ vangaveltur ■ umsjón: emil páll * Keflavíkurkirkja: Sunnudagur: Messa kl. 14 og á Hlévangi kl. 15.30. Kór Keflavíkurkirkju syngur, organisti Einar Öm Einarsson. Sr. Lárus Halldórssnn Hvalsneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Bam borið til skírnar. Hjörtur Magni Jóhannsson A Útskálakirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson Vegurinn Kristið samfélag, Túngötu 12 Samvera fimmtudagskvöld kl. 20.30. Ný sport- vöruverslun Komin er santkeppni í „sportvörubransann" í Kefla- vík. Þeir telagar Hannes Ragnarsson og Jón Sigurðs- son hafa opnað nýja sport- vöruverslun að Hafnargötu 16. svona ská á móti Sportbúð Óskars. Bjóða þeir m.a. upp á vörumerki sem Óskar hefur verið með. Heimir og Helgi í miöbœinn Umboðsskrifstofa Helga Hólnt og Ljósmyndastofa Suðumesja þ.e. Heintir Stígs- son eru þessa dagana að flytja niður Hafnargötuna, eða frá nr. 79 og að nr. 31, þar sem Fataval var áður til liúsa. Verða þeir með sameiginlega afgreiðslu á nýja staðnum. Klappirnar - vin- sœll áningastaður Klappirnar þar sem inn- siglingamerkið er við bryggj- una í Garði virtust vera vin- sæll áningastaður lítilla báta um síðustu helgi. A.nt.k. tveir strönduðu þar fast við staurinn sem merkið er á. Voru þetta trillubáturinn Súlutindur og þilfarsbáturinn Marteinn. Ævintýralegri siglingu... Óhætt er að segja að margir hafi andað léttara, er siglingu tveggja ungra stráka er tóku Martein KE 200 ófrjálsri hendi á sunnudag, lauk. Með- al þeirra sem fylgdust nteð siglingu bátsins síðasta spöl- inn var MOLA-höfundur og sá hann sem aðrir að strák- amir áttu í ntiklum erf- iðleikum með að halda bátn- um á beinu striki og sigldu því þvers og kruss út af Keflavík og inn undir hafnargarðinn í Njarðvík. ...lauk vel... Er báturinn átti stutt eftir upp í grjótgarðinn í Njarðvík tókst þeim að sigla út á ný og tóku nú stefnuna að Kefla- víkurhöfn. Stefndu þeir á hafnargarðinn og komu öslandi inn á miklu skriði. Náðu þeir þó að breyta stefn- unni og nú var stefnt að vest- urbryggjunni og upp með henni. Þar var slegið af og nú tókst eiganda bátsins sem kominn var á staðinn ásamt lögreglu o.fl. að stökkva um borð og ná yfirráðum yl'ir stjórn bátsins. Víkurfréttir 19. sept. 1991 ...og allir önduðu léttar... Mega drengimir teljast heppnir að hafa hvorki valdiö sjálfum sér eða öðrum stór- skaða með þessu furöulega uppátæki. Um það leyti er þeir náðu loks höfn, kom Al- bert Ólafsson KE á staðinn. Að ósk lögreglunnar hafði hann snúið við á leið á miðin til að koma til aðstoðar ef möguleiki væri, því ekki var vitað nákvæmlega hverjir væru við stjórnvölinn, eða livað væri að gerast um borð. ...þegarí land var komiö Eitt er þó það atriði sem kom mönnum spánst fyrir sjónir, en það er kunnátta strákanna við siglinguna. Ekki aðeins að geta kontið vél bátsins í gang og kveikt á öll- um tækjum, s.s. radarnum 0.11. Þeir höfðu einnig vit á að sitja kælivatnið á vélina og þannig afstýra því að vélin skemmdist. Hafa gárungarnir því haft á orði hvort ekki væri rétt að úthluta þeim punga- prófi eftir þessa fræknu sigl- ingu. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar MAGNÚSAR ÍSLEIFSSONAR Kirkjuvegi 11, Keflavík Gróa Hjörleifsdóttir og börn L0KSINS -Frí heimsending á pizzum helgar frá kl. 20 Hefjum um helgina NÆTURSÖLU Á EL Z0MBRER0 PIZZUM OG LASAGNA föstudags- og laug- ardagskvöld frá kl. 20 og fram eftir morgni Þú hringir í síma 15553 og pantar (og færð pizzuna eins og þú vilt) og við sendum um hæl. FRÍ HEIMSENDINGARÞJÓNUSTA. PARTYPIZZUTILBOÐ Viö getum bakaö allt aö 20 pizzur í einu. Ef pant- aðar eru margar pizzur gefum við magnafslátt. ÖLOC cos Mundu eftir okkur um heigina. Við komum þér þægilega á óvart! FLATBAKAN Fitjabraut 24 Njarövík - Sími 15553

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.