Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.09.1991, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 19.09.1991, Blaðsíða 12
ÞRISVAR LAGT f ANN TVISVAR SNÚRÐ VIÐ Víkurfréttir 19. sept. 1991 settur í Reykjavtkurhöfn þar sem hann var ómerktur með öllu. Eins rataði hann á skrifstofu Granda, þar sem fá þurfti pappíra, svo hægt væri að fara á stað og fá út- gefið bráðabirgða haffærisskýr- teini fyrir bátinn. Þetta gekk allt eins og í lyga- sögu, auk þess sem komið var við í Bakkaskemmu og þar haft sam- band við Alfreð Júlíusson, sem hafði með bátinn að gera. Eins og síðar kemur í ljós eigurn við á- hafnarmeðlimimir og raunar Keflavíkurbær þar góðan liauk í horni, sem sýndi okkur mjög mikla lipurð og það svo undrun vakti. Eftir að hafa sett olíu á bátinn var ekkert að vanbúnaði að halda í hann því allt gekk óvanalega snurðulaust. Brunabjallan glumdi Þegar skipstjórinn var nýlega búinn að lilkynna sig út úr Reykjavíkurhöfn og báturinn var staddur á móts við Engey, datt rafmagnið út og brunaflautan fór að láta illum látum. Skip- stjóranum varð strax að orði að það hlyti að vera kveiknað í bátnum, en því neitaði vélstjórinn statt og stöðugt. Eftir smá tíma féllst hann þó á að líta ofan í vél- arrúm og viti menn, hann komst rétt í dyragættina því móti honum kom svartur reykur. Jú, kveiknað var í, en véistjórinn með þrjá aðra slökkviliðsmenn sér við hlið gat nú bjargað sér út úr þeim vand- ræðunt og snúið var við. Bæjarstjórinn gerist óþolinmóður Þó komið væri fast að mat- • Hluti áhafnar ásamt þeim Alfreð Júlíussyni og Gunnari Þórðarsyni frá Granda, skála í appelsín áður en lagt er upp í fyrstu tilraun. Gunnar er Suðurnesjamaður og fyrrum skipstjóri. F.v. Alfreð, Jóhannes, Örn, Gunnar og Ellert. snúa við enn á ný og rétt lulla að landi. Aður en að bryggju var komið gaf vélstjórinn út úrskurð sinn. Vatnsdælan var föst. Enn kom Alfreð á staðinn og bauð aðstoð Það þykir kannski ekki ýkja merkilegt þó fískibáti sé siglt milli Reykjavíkur og Keflavíkur og hvað þá þegar um er að ræða tæplega 10 tonna bát. Hinsvegar er það merkilegra þegar bæjaryfírvöld ákveða að sækja bát sem btiið er að selja og þinglýsa anriað, vegna á- kvæða um forkaupsrétt svo allakvóti haldist innan sveit- arfélagsins. Fyrir all nokkru var gengið frá því að bæjarstjórinn fengi með sér þrjá sjáltboðaliða og myndu þeir sigla fleyinu heint og kannski renna fyrir físk á leiðinni. Fyrir valinu urðu fyrrum samstarfsmenn bæj- arstjórans úr slökkviliði Brunavarna Suðurnesja, allir réttindamenn að hans sögn. Víst var það rétt að einn hafði skipstjóraréttindi, annar Itafði verið á sjó, en sá þriðji, þ.e. blaðamaðurinn var dubbaður upp í matsvein. Hann bakar sumum að vísu vandræði með skrifum sínum, en getur vart hellt upp á kaffíkönnu, þannig að liann telst varla listakokkur. Hvað með það, er bærinn var búinn að greiða 12 milljónirnar sem þurfti til að ganga inn í samninginn var Iagt í feröina og svona gekk hún fvrir sig: Eins og í lygasögu Fenginn var bæjarbíll til að flytja mannskapinn til höf- uðborgarinnar og lagt af stað um níuleytið á miðvikudag í síðustu viku. Blaðamaðurinn var sá eini sem vissi hvar báturinn var stað- artíma lét Alfreð hjá Granda tím- ann ekki fara til spillis og út- vegaði hjálp til að skipta um reimar sem höfðu slitnað á alt- ematornum og vatnsdælunni þannig að auk reyksins sauð einnig á öllu. Meðan á þessu stóð gerðist bæjarstjórinn ó- þolinmóður enda var hann búinn að boða til sameiginlegs fundar bæjarráða Keflavíkur og Njarð- víkur í Keflavík kl. 16. Nú kl. 13 var haldið úr liöfn að nýju og með þeirri áætlun að stoppa lítið á leiðinni hefði tekist að ná heim fyrir fundartíma bæj- arstjórans. En ekki liðu margai mínútur er aftur fór að sjóð" vélinni og rafmagnið fór út. Að vísu vorurn við komnir út fyrir hafn- arkjaftinn í Reykjavík, eins og það er kallað og því ekkert annað að gera en að • Menn voru vígalegir er reyna átti að veiða í soðið. Hrólfur II sóttur til Reykjavíkur Sálarrannsóknafélag Suöurnesja: Myndlist frá öðrum heimi sýnd um helgina Um næstu helgi verður haldin í húsakynnum Sál- arrannsóknarfélags Suðurnesja myndverkasýning ein mikil, þar sem sýndar verða andlitsmyndir og einnig teikningar af árum. Andlitsmyndirnar eru teiknaðar í gegnum rniðla og eru ýmist af ieiðbeinendum eða verndurum. Hefur verið unnið að því und- anfarna daga að safna saman þess- um myndurn hjá fólki á Suð- urnesjum, sem hefur fengið þessar myndir teiknaðar fyrir sig. Um síðustu helgi voru myndirnar orðnar um fjörtíu talsins og átti jafnvel eftir að fjölga. Hugmyndir eru uppi um að hafa einnig á sýn- ingunni kveðskap sem framliðnir hafa komið á frantfæri í gegnunt miðla. Eru það svokölluð leiðslu- kvæði. Til þess að kynnast því hvað séu árur og hvernig myndir þetta séu sem á sýningunni verða tókum við tali formann S.R.F.S., Ólaf Halldórsson og einnig starfandi miðil hjá félaginu, Dorothy Kenny. Dorothy er þeim hæfi- leikum gædd að geta lesið úr árum. Þeim til halds og trausts í þessu spjalli voru þeir Erling Kristinsson lækningamiðill og Jón Kristinsson sem hefur með bænahringi að gera, en í tengslum við sýninguna verður starfsemi Sálarrannsóknafélagsins kynnt alntenningi. - En hvað eru árur. Dorothy svarar því: „Eg get útskýrt árur sent ljós allt í kringum líkamann. Ljós þetta samanstendur af mörgum litum og það segir þeim sem kunna að lesa úr árum allt um þig. Það rná segja að árurnar séu nokkurs konar upptaka af lífi þínu og úr þeim er hægt að lesa hvað gerist í framtíðinni. Sérstaklega ef einhver hætta steðjar að þér,“ sagði Dorothy. Hún sagði jafn- framt að árurnar ættu eftir að koma læknavísindunum til góða og ekki væri þess langt að bíða þar til fundin yrði upp vél sem gæti lesið úr árum. Með tilkomu þessarar vélar ætti að verða hægt að koma í veg fyrir ýmiskonar veikindi. Nú þegar er hægt að taka Ijósmyndir af árunni með sérstakri tækni og í janúar á næsta ári mun koma miðill til starfa hjá S.R.F.S. sem hefur meðferðis gleraugu, þar sem leikmenn geta séð áruna. Með gleraugunum á einnig að vera hægt að sjá fram- liðna. Dorothy var spurð að því hvort áran væri eitthvað fyrirfram á- kveðið fyrirbæri og líf mannsins þannig ákveðið allt til dauðadags. Hún sagði áruna fara eftir hug- arástandi hverju sinni og gæti ver- ið allt öðruvísi á morgun en hún er í dag. Hugarástandið breytir ár- unni. Hvort hver sem er gæti séð áruna. sagði Dorothy svo vera. Hægt væri að þjálfa hvern og einn í að sjá hana. A meðan á mynd- listasýningunni stendur, þar sem sýndar verða ntyndir eftir ýmsa miðla, mun Dorothy Kenny teikna árur fyrir sýningargesti. Ólafur Halldórsson formaður Sál- arrannsóknafélagsins sagði það vera rnjög breytilegt hvað teiknað er í gegnum miðlana. Mikið til eru þetta myndir af indjánum og kín- verjum, en það eru þær sálir sem mikið eru í kringum okkur. Ólafur sagði að þær ntyndir sem ntiðl- arnir hafi teiknað og sýndar verða á sýningunni um helgitta séu myndir af fólki sem komið hafi fram á miðilsfundum. Ólafur segir það ákveðið í öðrum heimi hvað sé teiknað. Myndirnar hafa verið teiknaðar á einkafundum síðustu 20-30 árin, en þó eru und- antekningar þar á. Flestar myndanna eru blý- antsteikningar, en myndirnar af árunum eru í lit og einnig myndir eftirTorstein Holmquist. Sýningin verður opin laugardaginn 21. sept. nk. frá kl. 16-19 og sunnudaginn 22. frá kl. 14-19 í húsi félagsins við Túngötu 22 í Keflavík. A santa tíma mun læknamiðillinn Erling Kristinsson kynna starf sitt sem hann vinnur í húsi félagsins og gestum og gangandi verður boðið upp á kaffíveitingar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.