Víkurfréttir - 19.09.1991, Blaðsíða 19
Hvað segja þjálfararnir eftir tímabilið?
_________19
\4kurfréttir
19. sept. 1991
Bjarni Jóhannsson, þjálfari UMFG:
„Vorum ótrúlega stutt frá ævintýrinu"
„Ég held að lokastaðan sé
ekkert óeðlileg. Skagaliðið hef-
ur mikinn styrk á bak við sig og
Þórsliðið hefur lengi verið efni-
legt. Það sem kannski helst kom
á óvart var með hversu lítilli
reisn Þórsararnir fóru upp,“
sagði Bjami Jóhannsson, þjálf-
ari Grindavíkur um lokastöð-
una.
-Ertu sáttur við frammi-
stöðu liðsins?
„Já, ég er alveg sáttur við
hana. Það hefði að vfsu verið
gaman að veita toppliðunum
meiri keppni fyrr í mótinu, því
þá er aldrei að vita hvernig þetta
hefði spilast í lokin. Markmiðið
hjá okkur var hins vegar að
forðast botnbaráttuna. Við töld-
um að 26-30 stig yrði góður ár-
angur og allt fyrir ofan 5. sætið
væri mjög gott.“
-Nú náði iiðið í mikið af
stigum gegn sterkustu lið-
unum, en tapaði að sama
skapi stigum til botnliðanna.
Hver er ástæðan?
„Að mínu mati voru þetta
hugarfarsbrestir í liðinu. Menn
verða að bera virðingu fyrir öll-
um andstæðingum. Það er hins
vegar gott hvað við stóðum í
sterku liðunum og í raun vorum
við ótrúlega stutt frá æv-
intýrinu, sérstaklega þegar
maður horfir aftur til næst-
síðasta leiksins, gegn Selfossi.
Þar hefðum við hæglega getað
unnið 6:0.“
-Hver var lykillinn að þessu
góða gengi ykkar í sumar?
„Það var fyrst og fremst gott
undirbúningstímabil og góð æf-
ingasókn. I vor sóttum við æf-
ingar á höfðuborgarsvæðið til
að geta æft á gervigrasi og þær
æfingar voru okkur ómetan-
Iegar. Ég tel að það sé brýnt að
fá a.m.k. einn gervigrasvöll
hingað til Suðurnesja."
•Telur þú að það standi í
veginum fvrir því að Suð-
urnesin eignist a.m.k. eitt
virkilega gott knattspvrnu-
lið?
„Margir vilja kenna að-
stöðuleysi um, sem er að vissu
Ieyti rétt. Það sem háir hins
vegar háir knattspymunni mest
á Suðurnesjum er karakter-
leysið. Menn eru margir hverjir
ekki tilbúnirað leggja sig 100%
fram, og svo er fótboltinn ekkert
fyrir fýlupúka. Allt of margir
leikmenn, og þetta á við öll
Suðumesjaliðin, fara bara í fýlu
ef eitthvað er við þá sagt.
Ef það á að ná árangri, þá þarf
11 menn inn á völlinn, sem eru
tilbúnir að gefa sig í þetta af lífi
og sál.“
-Hverju má kenna um þetta
karakterleysi?
„Það er kannski erfitt að
benda á einhverja eina ástæðu,
en þó tel ég að það vanti aga í
yngri flokkana. Það þarf að
vinna markvisst að upp-
byggingarstarfinu.“
-Hvernig verður með næsta
ár hjá þér?
„Ég gerði tveggja ára samn-
ing við Grindavík, sem er að
vísu uppsegjanlegur af báðum
aðilum. Við munum því að
sjálfsögðu ræða saman áður en
nokkuð annað gerist,“ sagði
Bjami Jóhannsson, þjálfari
UMFG.
• Bjarni Júhannsson með tvíburadætur sínar Brvnju og
Bryndísi í fanginu. Nú þegar farið er að hægja á fótboltanum
ættu þær að fá að sjá aðeins meira af pabba sínum.
• Kjartan Másson með hundinn sinn Yl. Ylur var áheit frá
Guðjóni Ólafssyni í Sandgerði, til Kjartans árið 1986.
Viðtöl og myndir: GKV
Kjartan Másson, þjálfari ÍBK:
„Er að verða kynslóðaskipting
í hópnum"
„Það má segja að þetta hafi
farið svona nokkurn veginn eins
og maður reiknaði með. Það lið
sem var heppið fór upp.“ sagði
Kjartan Másson, þjálfari ÍBK
aðspurður um álit á loka-
stöðunni í 2. deildinni.
-Ertu sáttur við árangur
þinna nianna?
„Já, ég held ég geti ekki verið
annað en sáttur við þá. Við átt-
um í smá vandræðum framan af
með að skora, en það lagaðist
seinni hlutann. Það eina sem ég
er virkilega ósáttur við er leik-
urinn gegn Þór, þar sem leik-
menn höfðu reyndar ekkert um
það að segja hvernig leikurinn
fór. Ég spurði dómarann reynd-
ar að því strax eftir leikinn hvort
hann gerði sér grein fyrir því að
hann hefði kostað okkur fyrstu
deildar sæti!“
-Hvað með sjálfan þig, ertu
sáttur við eigin frammistöðu?
„Já, persónulega hefur þetta
verið gott ár hjá mér. Ég náði að
koma handboltastúlkunum upp
í 1. deild í vor og var ekki langt
frá því með strákana í bolt-
anum. Við skulum hins vegar
átta okkur á því að við bættum
árangur okkar verulega frá því
í fyrra. Við erum tveimur sæt-
um ofar, og með 9 stigum og
helling af mörkum meira en á
síðasta ári, þannig að við erum
á réttri leið.
-Telur þú að liðið liail átt
erindi í fvrstu deild núna?
„Það er spurning. Fyrir mig
persónulega hefði það kannski
verið meiriháttar gott, en hvort
liðið hefði verið tilbúið er aftur
annað mál. Ég lýsti því oft yfir
fyrir þetta keppnistímabil, bæði
við strákana og opinberlega, að
ég vildi gera þetta á tveimur
árum til að byggja upp sterkara
lið fyrir fyrstu deildina."
-Nú verður þú aftur þjálf-
ari næsta ár, áttu von á því að
hópurinn breytist mikið?
„Það er ekki svo auðvelt að
gera sér grein fyrir því strax.
Það er nokkuð ljóst að það er að
verða kynslóðaskipting í hópn-
um og mikið af ungum leik-
mönnum að koma inn í liðið.
Hvað varðar skipti á milli fé-
laga þá er fátt komið á hreint um
þau í dag. Ég veit þó ekki um
neina sem eru á förum frá okk-
ur.“
-Verður þá bara lialdið á-
fram á fullu?
„Já, við byrjum aftur strax í
október og tökum reyndar þátt
í 15 liða haustmóti á gervi-
grasinu í Reykjavík, sem í leika
10 Reykjavíkurlið ásamt 5 ut-
anbæjarliðum.
Að lokum vildi ég svo fá að
koma á framfæri þakklæti til
starfsfólksins í íþróttahúsinu í
Keflavík. Þau eru alltaf tilbúin
að gera sitt besta til að bjarga
okkur hvað sem upp á kemur,“
sagði Kjartan Másson að lok-
um.
90 krakkar í körftiboltaskóla
UMFN og íslandsbanka
Unglingaráð körfuknatt-
leiksdeildar UMFN og ís-
landsbanki stóðu fyrir
körfuknattleiksskóla fyrir
krakka á aldrinum 6-15 ára í á-
gústmánuði. Alls sóttu um 90
krakkar skólann, en aðalþjálfari
var Patrick McCool, sem ráðinn
hefur verið til að hafa yf-
irumsjón með unglingaþjálfun
hjá UMFN. Honum til halds og
trausts voru fjölmargir að-
stoðarmenn sem leiðbeindu
einnig við skólann.
íslandsbanki var að-
alstyrktaraðili skólans, en ung-
lingaráð UMFN og Islandsbanki
gerðu nýverið samkomulag sín
á milli um ýmiskonar styrki frá
bankanum til félagsins. Gaf Is-
landsbanki m.a. fjölmörg verð-
laun sem afhent voru fyr-
irmyndar nemendum svo og
þeim sem sköruðu framúr í
skothittni og vítahittni.
Viðurkenningarnar féllu eft-
irfarandi í skaut:
Fyrirmyndar nemendur voru:
OlafurRafn Brynjólfsson, Bimir
Björnsson, Ægir Gunnarsson,
• Þátttakendur í
körfuknattleiksskóla
UMFN ásamt kenn-
uruni og fulltrúa Is-
landsbanka.
Heiða Björk Árnadóttir, Anna
Steinunn Jónasdóttir og Örvar
Kristjánsson.
Bestu skytturnar voru: Sig-
urður Einarsson, Eyþór Sæ-
mundsson, Skúli Sigurðsson,
Helga Jónasdóttir, Anna Stein-
unn Jónasdóttir og Auður Jóns-
dóttir.
Bestu vítaskytturnar voru:
Jóhann Jóhannsson, Jón Björn
Olafsson, Einar Jóhannsson,
Kristín Rúnarsdóttir, Rannveig
Þorvaldsdóttir, og Sólveig
Karlsdóttir.