Víkurfréttir - 19.09.1991, Blaðsíða 14
14
Fréttir
Víkurfréttir
19. sept. 1991
Tónlistarskólinn
i
Keflavík
Námskeið fyrir unglinga og fullorðna
Námsgreinar og leiðbeinendur:
Tónmennt:
Rafmagnsgítar:
Vinnukonugrip:
Söngur og radd-
beiting:
Píanó og orgel:
Eiríkur Árni Sigtryggsson
(sjá grein)
Sigurður Hrafn
Guðmunsson
Kjartan Már
Kjartansson
Hlíf Káradóttir
Steinar Guðmundsson
Innritun fer fram í skólanum föstudaginn 20.
sept. ogmánudaginn 23. sept. kl. 14.-18 eða ísíma
11153 á sama tíma.
Skólastjóri
Tilboð óskast
í vélbátinn Hrólf II RE 111, skr.
1771 ásamt veiðiheimildum
Keflvíkurbær neytti forkaupsréttar á bátnum sbr. 3. mgr. 11. gr. laga nr.
38/1990 um stjórn fiskveiða og leitar nú kauptilboða sbr. 4. mgr. sömu laga
hjá útgerðaraðilum sem heimilisfesti eiga í Keflavík.
Báturinn selst í núverandi ástandi þar sem hann liggur í Keflavíkurhöfn.
Aflaheimildir miða við slægðan fisk með haus eru eftirfarnadi:
þorskur 27948 kg.
ýsa 13009 kg.
ufsi 600 kg.
koli 13 kg.
Tilboð er greina verð og greiðsluskilmála skal skila á skrifstofu Kefla-
víkurbæjar fyrir kl.12 á hádegi þriðjudaginnl. október 1991.
Réttur er áskilinn að hafna óviðunandi tilboðum.
Bæjarstjórinn í Keflavík
Ellert Eiríksson
—TTT"
ísólfsskálavegur:
Bifreið valt í
beygju
Bflvelta varð rétt austan við
bæinn Isólfsskála föstudaginn
13. þ.m. Hafði ökuniaður ekið
helst til of greitt nteð þeim af-
leiðingum að liann náði ekki
beygjunni.
Bifreiðin skemmdist inikið
en ekki urðu slys á fólki.
Aðalgata 5, Keflavík:
Breytt í almennar kaup-
leiguíbúðir fyrir aldraða
Húsnæðisstofnun ríkisins
hefur tekið fyrir erindí bæj-
arstjórnar Keflavíkur vegna
Aðalgötu 5 í Keflavík. Um er
að ræða ósk um að fá heimild
til að breyta íbúðunum í hús-
inu í félagslegar eða almennar
kaupleiguíbúðir fyrir aldraða.
Hefur Húsnæðisstofnun sam-
þykkt breytingar þessar.
Bæjarráð Keflavíkur hefur
því samþykkt að íbúðunum að
Aðalgötu 5 verði úthlutað sem
almennum kaupleiguíbúðum
fyrir aldraöa sem er sama fyr-
irkontulag og gildir að
Kirkjuvegi II.
Grindavík:
Innbrot í
Þrumuna
Síðasti séns
Þórdísar
• Aðalgata 5 sem nú verður úthlutað sem almennum kaup-
leiguíbúðum fyrir aldraða, eins og er á Kirkjuvegi 11.
Ljósm.: hbb.
Brotist var inn í æsku-
lýðsmiðstöð þeirra Grind-
víkinga að Vfkurbraut 21 um
síðustu helgi. Voru þar nokkur
ungmenni á ferð og er málið
upplýst. Engar skemmdir voru
unnar í innbrotinu.
Nokkur ölvun var í Grindavík
um helgina, án teljandi vand-
ræða. Um helgina var þar
haldið lokahóf hjá knatt-
spymu-mönnum sem fór vel
fram.
Jón Axelsson þjónn á Glóðinni skeinkar Þórdísi bjór á Að-
alstöðvarplaninu
Hin síðari ár hefur sá siður
farið vaxandi að bjóða upp á
einhverjar uppákomur fyrir
giftingar. Er þá farið með til-
vonandi eiginmann í eitthvert
sprell og þá ekki síður vænt-
anlega brúður. Vegfarendur um
Hafnargötu í Keflavík fengu að
fylgjast með einni slíkri upp-
ákomu á miðvikudagskvöld í
síðustu viku.
Þar voru það vinir brúð-
arinnar sem óku henni í kerrubíl
upp Hafnargötu og á Að-
alstöðvarplaninu var sett upp
borð þar sem henni var boðið
upp á bjór og Samúel til lesturs.
Þá sá þjónn frá Glóðinni um að
hún hefði alltaf nægar rennandi
veitingar. Að þessu loknu var
farið í heimahús og fjörinu
haldið áfram.
Brúðurin heitir Þórdís Björg
Ingólfsdóttir sem á laugardag
játaðist Frey Sverrissyni.
1 þessum eðalvagni var Þórdísi ekið um Keflavík í síðstu viku
af herrunum sem standa aftan við vagninn. Ljósmyndir: epj.