Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.09.1991, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 19.09.1991, Blaðsíða 5
5 Liðveisla Sparisjóðsins Sparisjóðurinn í Keflavík með nýja þjónustu fyrir náms- menn 16 ára og eldri • Leiðbeint um Liðveislu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. • Jóhann Steinarsson og Sig- rún Eva Kristinsdóttir lesa sig til um nvju þjónustuna. Sparisjóðurinn er farinn af stað með nýja þjónustu fyrir náms- menn sem hann kallar Liðveislu. Liðveisla Sparisjóðsins nær til allra námsmanna sem eru 16 ára og eldri og stunda framhaldsnám og skiptir ekki máli í hvaða skóla þeir eru. I samtali við þjónustufulltrúa Sparisjóðsins Björn Kristinsson kemur fram að þeir hafa ákveðið að skipta þjónustunni sem Lið- veislan býður uppá í tvo þætti: í fyrsta lagi verður ákveðin starf- semi í gangi í kringum skólafólk sem stundar nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hér er verið að tala um afslætti hjá ákveðnum fyr- irtækjum fyrir félaga í Lið- veislunni og styrki til nemenda er útskrifast frá Fjölbrautaskólanum. Fyrsti afslátturinn sem boðið er uppá er í Félagsbíó. Spari- sjóðurinn hefur ákveðið að fara í samstarf með Félagsbíó og náms- mönnum og endurvekja gömlu góðu bíóstemminguna. Félagar í Liðveislu fá 50% afslátt á allar sýningar í Félagsbíó auk þess fá þeir frímiða einu sinni í mánuði á sérstaka úrvalsmynd sem ákveðið hefur veriö að kalla Bíóveislu. Þetta eiga að vera menningarleg kvöld og þær myndir sem þarna verða sýndar eru valdar í samráði við nemendur úr Fjölbraut. Síðan er boðið upp á einn 50.000 kr. styrk á hverri önn til námsmanna sem útskrifast úr Fjölbraut og standa sig vel í náini. Allir nemendur sem byrjuðu í Fjölbraut 'nú í haust fengu einnig dagbækur sem Sparisjóðurinn gaf og er það liöur í þessari þjónustu. I öðru lagi verður ákveðin þjónusta í gangi fyrir alla náms- menn sem stunda framhaldsnám og eVu í viðskiptum við Spari- sjóðinn. Hér er verið að tala um þjónustu eins og lán til fyrsta árs nema sem eiga rétt á láni frá LÍN. Við lánum fram að fyrstu útborgun LIN. Við sendum námslánin til námsmanna erlendis og við fellum niður þóknun til Sparisjóðsins. Námsmaðurinn greiðir aðeins sendingarkostnað. Boðið er upp á tvo árlega 150.000 kr. styrki til námsmanna er lokið hafa námi í Mennta- eða Fjölbrautaskóla eða sambærilegunt skóla og eru að ljúka framhaldsnámi sem er á Há- skóla- eða tækniskólastigi. Þessir styrkir verða auglýstir sérstaklega á hverju vori og geta allir náms- menn sem eru í Liðveislu Spari- sjóðsins í Keflavík sótt um. Spari- sjóðurinn mun síðan í samráði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja velja hæfan styrkþega. í Liðveislunni eru einnig þjónustuþættir sem allir námsmenn geta notfært sér eins og yfirdráttarheimild, launalán og námslokalán. en það er lang- tímalán sem hugsað er fyrir þá sem eru að ljúka framhaldsnámi og vilja koma sér þaki yfir höf- uðið. Námsmaður sem hefur verið félagi í Liðveislu Sparisjóðsins meðan hann stundaði fram- haldsnám fær því sjálfkrafa lán til húsakaupa enda skili hann inn viðeigandi gögnum. Ein önnur nýjung sem námsmönnum er boð- ið uppá eru svokölluð Skóla- ferðalán. Þau virka þannig að námsfólk sem ætlar að fara í ferðalag að námi loknu eða á rneðan nám stendur yfir, getur gert samning við Sparisjóðinn á þann liátt að það leggur reglubundið inn á bók í umsamdan tíma. Síðan þegar að ferðalaginu kemur þá geta viðkomandi námsmenn tekið út af bókinni og fengið lán á móti þeirri upphæð sem þeir spöruðu til þess að standa straum að kostnaði við ferðina. Námsmaðurinn greið- ir síðan lánið til baka þegar hann byrjar að vinna. Auk þessa verður Liðveisla Sparisjóðsins með hvers kyns fjármálaráðgjöf á sviði innlána og verðbréfaviðskipta. Bjöm sagði að Sparisjóðurinn hefði sett það á oddinn hjá sér að verða við óskum námsmanna sem eru frá Suð- urnesjum og veita þeim fullkomna fjármálaþjónustu og meira til. Uppháir rússkinsskór 3.990.- mwmm SKÓLAFATNAÐUR í ÚRVALI VETRARPEYSUR frá kr. 4.200 HAFID'I SKOÐAÐ ÞESSA SKO? -EKKIBARA GÓÐIR HELDUR Á ALDEILIS FRÁBÆRU VERÐI TOUCH DOWN körfuboltaskór háir og lágir Meiri háttar flottir st. 35-47 AÐEINS 4.990. á grænmeti á morgun föstudag frá kl. 14 Hvaða vörur - hvaða verð? Síðast seldist allt upp! TOUCH DOWN skólaskór st. 24-35 2.990.-

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.