Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.09.1991, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 19.09.1991, Blaðsíða 23
_________ _______23 “ Víkurfréttir 19. sept. 1991 Beöiö eftir bráðinni! Það er ekki laust við að það fari hrollur um líkamann við þá tilhugsun að fá hana þessa niður um hálsmálið. Þessi myndarlega könguló fékk a.m.k. gæsahúð ljósmyndarans til að spretta fram. Það er annars að frétta af köngulónni að hún beið sallaróleg eftir sak- lausri flugu sem yrði það óheppin að flækjast í vefnum og verða þar með að gómsætum sunnudagsbita. Ljósm.ihbb Kanamál eru vandamál Síðbrókarhaust Þá er t'arið að hausta og því tímabært að grafa upp síðu nærbuxumar og gera þær klárar fyrir veturinn. Það er mcrkilegl hvað þessar sauðalegu flíkur veita manni gott skjól í kuld- anum á morgnana, sérstaklega þegar menn eru ekki með upp- hituð sæti undir botnsstykkið í bílgarminum. Ég fæ gæsahúð af tilhugsuninni um komandi tíð og kulda, enda farinn að venjast miðbaugshitanum eftir sum- arið. flvað um það. nú eru skól- amir komnir á fullt skrið og margt gott hefur unnist á þeirn stöðum í sumar. Margir þeirra hafa verið málaðir og snyrtir og verður þttð aö teljast bæj- arfélögum. eða bara skóla- stjórunum, til hróss að hugsa jákvætt í þeim málum. Krakk- aniir kunna vel að meta þessa upplyltingu svo ekki sé talað um það ef ný leiktæki hafa ver- ið sett upp. Þar eiga líkn- arfélögin sinn jákvæða þátt líka. Rassskellum Hatta-Jón En á meðan rætt er um já- kvæðu hliðar skólamálanna horfir illa til í atvinnumálum svæðisins. Herinn. með allt sitt umfang, dregur saman seglin eftir Persaflóaátökin enda ef- laust eytt langt umfram fjárlög í þeim erjum. Ég get alveg sagt ykkur það, að það eru sko engar „Perlu-krónur" sem vantar í l'járlagagatið þeirra. Samt sem áður þykir þeim sjálfsagt að öngla saman nokkrum aurum hér og þar um heim allan og fær verkafólkið á flugvellinum „okkar" heldur betur að kenna á þeim niðurskurði. Hingað til hafa verkalýðsforingjar lítið þurft að pústa vegna þessa en nú er svo sannarlega tími til kominn að fara í þessi mál af mikilli heift. Kaninn er að ráð- ast gegn þvídugmikla fólki sem innt hefur af hendi áratuga vinnu fyrir aumkunarvert kaup og þykir það ekkert stómiál, enda lítið um strípur og stjömur á herðum þessa fólks. En nú er mál að linni foringjargóðir. Það sem þarf að gera, er að rass- skella Hatla-Jóninn hraðskreiða og sjá svo til hvort ekki fari að hringla í sjóðum þessa her- veldis á ný. Eyrnamissir Af því að við erum farin að FJASAÐ Á FIMMTUDEGI VALUR KETILSSON tala um herinn þá er ekki úr vegi að ræða um helv... há- vaðamengunina sem af honum hlýst. Fyrir tíu árum eða svo voru gerðar hér miklar há- vaðamælingar. sem leiddu í ljós að annaðhvort dyttu af okkur eyrun eða loka þvrfti fyrir aft- urendann á þessum argandi herþotum í eitt skipti fyrir öll. Síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst í þeim málum. Málin eru þögguð niður að venju en í staðinn eru hljóðdeyfar keyptir á farþegavélar Flugleiða, vegna þess að í Ameríku mega óhljóðin í vélunum ekki vera yfir vögguvísuómi húsmæðr- anna. Við hinsvegar þurfum að arga bænimar með börnunum á kvöldin og erum með her- þotuskugga á vömbinni eftir sumarið. Það er merkilegt hvað þcir þurfa að sýiia hælni sína yfir mannabyggðum á meðan yfirdrifið hafsvæði er hinum megin við völlinn. Enn og aftur verðum við því að setja þeim stólinn fyrir dyrnar og hætta að garga, ha, hvað segirðu!! X-Gorbi Ég ætla að áminna fólk að hér er ekki áróður í gangi!!! Ég að- eins að taka undir raddir fólks- ins í byggðunum sem er búið að fá sig fullsatt al' áganginum og er ekki tilbúið að gefa cftir alla hendina, þó það leyfi þeim að naga neglurnar. Lokapunktur- inn yfir messugjörðina læt ég síðan vera undrun mína á ótak- mörkuðu útivistarleyfi „út- lendinganna" á ballstöðum bæj- arins. Það virðast engin tak- mörk sett fyrir næturlífi varn- arliðsmanna á svæðinu og það vita allir hvemig þau mál hafa þróast á síðastlinum árum. Slagsmál, pústrar og óánægja bæjarbúa með veru þerra inni á stöðunum hafa sett svip sinn á næturlíf bæjarins og það er allra síst það, sem þessir staðir þurfa á að halda. Kanamál eru, voru og verða alltaf vandamál. Þttð er bara spumingin að lifa við það eða segja; hingað og ekki lengra!! Öll vitum við að án þeirra get- um við ckki veriö. þ.e. frá sjón- arhorni atvinnumála, en í guð- anna bænuni látum þá ekki valta yfir okkur. Með kveðju frá Gorba 0051 Stjórnin í K-17 í síð- asta sinn Ein vinsælasta hljómsveit landsins, Stjórnin, verður í K-17 á föstudagskvöldið. Stjórnin fer brátt að ljúka störfum og fyrirhugar aðeins fjóra dansleiki á næstunni. Stjórnin Dansleikurinn í K-17 á föstudagskvöldið verður sá síðasti sem hljómsveitin heldur á Suðurnesjum. Tónlistarskóli Sandgerðis veröur settur sunnudaginn 22. september kl. 14 í grunnskólanum. Vetrarstarf skólans veröur kynnt og nokkur tónlistaratriöi veröa á dagskrá. Allir velkomnir. Skólastjóri Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför INGÓLFS EIDE EYJÓLFSSONAR, Garðbraut 74 (iarði, Erla Magnúsdóttir Hafsteinn Eide Ingólfsson Aldís Jónsdóttir Þór Ingólfsson Hallfríöur Þorsteinsdóttir Kristín Ingólfsdóttir Ingólfur Þór Ágústsson Ástgeir A. Ingólfsson Kristín Andersdóttir Harnabörn og barnabarnabörn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.