Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Síða 18
Ferðalög og flakk Byggðin er litrík í fátæka partinum. *Þó að ekki sé nema þriggja tíma munur á Reykja-vík og Buenos Aires þá er heljarinnar verkefni aðfljúga alla leið til Argentínu. Flugið mun hæglegakosta um og yfir 150.000 kr. og má reikna meðeinni eða tveimur millilendingum, s.s. í New York,London eða Madrid. Er ógalið, fyrst flogið ersvona langt, að lengja ferðina og ferðast innan álf- unnar, s.s. til Ríó eða Sao Paulo, eða alla leið yfir til Perú. Langt flug í suðurátt Ljósmynd / Flickr – Nguyen Tan Tin (CC) L ífið er ljúft í Buenos Aires og kemur ekki á óvart að höfuðborg Argentínu er stundum kölluð „París Suður- Ameríku“. Borgin er líka ólík öðrum borgum þessarar heimsálfu; hefur á sér fágað yfirbragð sem erfitt er að lýsa. Spilar þar inn í að þegar Argentína tók á sig mynd sem þjóð streymdu innflytjendur frá Spáni, Ítalíu og Frakklandi inn til Buenos Aires og tóku menninguna með sér. Þá var borgin lengi vel vellauðug, og þó svo efnahagslífið sé núna í molum eru borgarbúar vanir því að gera vel við sig í mat, drykk og menningu. Er þannig sagt um Buenos Aires að hvergi séu fleiri veitingastaðir miðað við höfðatölu, og borg- arbúar eigi einnig met í fjölda lýtaaðgerða – ef það skyldi segja lesendum eitthvað. Gengið á hraðleið niður Góðu fréttirnar fyrir ferðalanga eru að sjald- an hefur verið ódýrara að heimsækja Argent- ínu. Efnahagsörðugleikar landsins hafa orðið til þess að gengi pesóans gagnvart krónunni er veikara en jafnvel þegar íslenska góðærið stóð hvað hæst. Bara í desember pompaði argentínski gjaldmiðillinn niður um nærri 30% og steikin ódýrari sem því nemur. Hyggilegast er að gista í hverfinu Recoleta, sem er fínasta svæði borgarinnar. Þar er m.a. að finna prýðileg listasöfn en ferðamanna- straumurinn liggur líka í Recoleta-kirkjugarð- inn þar sem leiðtogar liðinna tíma fylla graf- hýsin. Umferðin er mest við grafhýsi Evu Perón, sjálfrar Evítu. Recoleta iðar af lífi jafnt á daginn sem á kvöldin. Veitingastaðirnir eru við hvert fótmál og fátt betra en að panta þar safaríka nauta- steik og glas af ódýru en úrvalsgóðu argent- ínsku rauðvíni. Er rétt að benda matgæðing- um á að kokkunum hættir til að steikja kjötið helst til mikið. Sá sem biður um „medium“- eldaða steik gæti fengið hana „vel“ eldaða. Er betra að biðja um „jugoso“ (safaríka) eða jafnvel „sangriendo“ (blóðuga) steik. Besti bit- inn er „lomo“, þ.e. lundin, og béarnaise-sósa er ekki á matseðlinum. Sjarmi gamla bæjarins Ekki má sleppa heimsókn til San Telmo, sem er gamli hluti borgarinnar. Helgarnar eru þar sérstaklega líflegar, antíkmarkaðir haldnir undir beru lofti og dansaður tangó á götum úti við lifandi undirspil. Í suðurátt er Boca, fátækt hverfi en þekkt fyrir litríka kumbalda sem laða marga að. Norður af San Telmo er forsetahöllin, Casa Rosada, og verslunargatan Florida. Er gaman að spássera þar um og líka að skoða hafnarsvæðið þar sem snekkjur og skútur liggja við landfestar. Þeir sem eru menningarsinnaðir ættu ekki að láta Teatro Colon-óperuhúsið fram hjá sér fara, nýuppgert og fínt. Þar er rekin metn- aðarfull starfsemi, bæði á óperu- og ballett- sviðinu. Ekki síður kröftug upplifun er að fara á knattspyrnuleik, hvað þá þegar fremstu lið borgarinar, Boca Juniors og River Plate, mætast. Þó verður að sýna hæfilega aðgát á leikjadögunum enda getur ástríðan fyrir knattspyrnunni stundum farið úr böndunum. Ljósmynd / Wikipedia – Andrew Currie (CC) Tangóinn heldur borgarbúunum ungum. Mann- lífið er heillandi á götum San Telmo. ÁFANGASTAÐUR VIKUNNAR: BUENOS AIRES Rauðvín, steikur og tangó GENGIÐ HEFUR VEIKST OG ALDREI VERIÐ ÓDÝRARA AÐ HEIMSÆKJA ARGENTÍNU. BUENOS AIRES ER BORG LÍFSNAUTNA OG MENNINGAR. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Kirkjugarðurinn í Recoleta er hinsti hvíldarstaður margra stórmenna Argentínskrar sögu. Bókabúðin El Ateneo er í gömlu leikhúsi í miðborg Buenos Aires og þykir óvenjuleg verslun. Ljósmynd / Flickr – Miguel Vieira (CC) Ljósmynd / Flickr – Fabulousfabs (CC) Í Buenos Aires er hægt að komast í nána snertingu við sögu Argentínu. Þjóðin hefur gengið í gegnum ýmislegt og ekki allt af því verið gott. Þá hefur borgin getið af sér bæði hetjur og dusilmenni. Sagnfræðiáhugamenn hafa kannski gaman af að leita uppi lítið safn sem til- einkað er Ernesto „Che“ Guevara, eða menningar- miðstöðina hans Jorge Luis Borges á efstu hæð versl- unarmiðstöðvarinnar Ga- lerias Pacifico. Einnig er vert að benda á Esma-safnið, sem var opnað ekki alls fyrir löngu í gömlum herskóla. Þar er sagt frá „óhreina stríðinu“, því ljóta tímabili í sögu landsins þar sem þúsundir – jafnvel tugþúsundir manna létu lífið í hreinsunum herforingjastjórnarinnar. MARGT HEFUR GERST Það góða og það slæma

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.