Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Page 34
Tíska *Fatahönnuðurinn og húmoristinn Marc Ja-cobs birti í vikunni myndband af sér á In-stagram þar sem hann hermdi eftir einufrægasta atriði kvikmyndarinnar Zoolander,en í kvikmyndinni er óspart gert grín aðtískuheiminum. Þar endurgera Jacobs og fé-lagar hið sprenghlægilega „orange mocha frappuccino“-atriði sem allir aðdáendur kvikmyndarinnar eiga að kannast við. Marc Jacobs hermir eftir Zoolander H vað heillar þig við tísku? Tíska er náttúrlega bara eitt form tján- ingar og það er kannski helst það sem heillar mig við hana. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Ég er ekki viss um að ég hafi neinn sérstakan stíl. Hann getur allavega verið mjög fjölbreyti- legur en dags daglega er hann frekar afslapp- aður. Ég er voða lítið gefin fyrir að klæða mig í liti svo honum yrði kannski best lýst sem dökkum. Áttu þér uppáhalds flík eða -fylgihlut? Úlfsskinnshúfan mín er í miklu uppáhaldi, sér- staklega á veturna! Hún er bæði hrikalega flott og hlý en mér þykir ein- staklega vænt um hana vegna þess að móðir mín gaf föð- ur mínum hana áður en ég fæddist en nýlega arf- leiddi pabbi mig að húf- unni. Svo hún hefur líka persónulegt gildi. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Kannski pínu klisja en mér finnst Rihanna alltaf heit. Daphne Guinness stígur heldur aldrei feilspor. Hvaðan sækir þú innblástur að klæðnaði? Víðsvegar. Til dæmis úr tímaritum, instagram og frá vinum. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Svart, svart, svart. Og gamla góða: Kaupa frekar færri vandaðri flíkur en að fara hamförum í H&M. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Olivier Rousteing fyrir Balmain finnst mér tryllt- ur. Skipuleggur þú fatnað dagsins kvöldið áður eða finnurðu fötin til á morgnana? Ég er sennilega óskipulagðasta manneskja sem ég veit um. Þannig að fötin eru fundin í flýti á morgnana. Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna? Góður hyljari, svartur liquid liner og rauður varalit- ur er must. Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Nýlega væri það sennilega sam- festingur sem ég keypti í London fyrir rúmu ári og hefur verið not- aður við öll tilefni síðan. ÚLFSSKINNSHÚFAN Í MIKLU UPPÁHALDI Sara Regal segist voða lítið gefin fyrir að klæða sig í liti og kaup- ir yfirleitt svört föt. Morgunblaðið/Golli Fjölbreyttur og afslappaður fatastíll Sara heldur upp á hönnun Oliviers Rousteings, yfir- hönnuðar tísku- hússins Balmain. Rauður varalitur er nauðsynlegur í snyrtiveskið. Sara heldur upp á stíl söngkon- unnar Rihönnu. SARA REGAL, NEMANDI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS, HELDUR UPP Á DÖKKA LITI Í FATNAÐI EN HÚN SÆKIR INNBLÁSTUR Í TÍMARIT, INSTAGRAM OG VINI. SARA SEGIST JAFNFRAMT KAUPA FREKAR FÆRRI VANDAÐRI FLÍKUR EN AÐ FARA HAMFÖRUM Í H&M. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Daphne Guinness er alltaf flott.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.