Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Side 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Side 35
17.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 É g sagði einu sinni upp ágætu starfi sem versl- unarstjóri í vinsælli tísku- vöruverslun. Ég seldi vel, fór innkaupaferðir til útlanda og hafði gaman af starfinu, sem fól í sér mikil mannleg samskipti. Eftir dálítinn tíma fór mér þó að líða illa, ég var í hringiðu tískuheimsins á Íslandi, ég var í daglegum sam- skiptum við konur sem áttu allt en virtust ekki geta fengið nóg. Ég hjálpaði þeim við að velja nýtt og meira og hagnaðist á því sjálf með bónusgreiðslum sem ég fékk fyrir að selja fyrir ákveðnar upphæðir dag hvern. Þótt ég segi sjálf frá var ég afskaplega flinkur sölumaður og var fljót að læra hvernig átti að sannfæra konur um að kaupa sér föt og skó,“ segir Áslaug Guðrúnardóttir, höfundur bókarinnar Mínímal- ískur lífsstíll – hversu mikið er nóg, í inngangi bókarinnar. Í bókinni lýsir Áslaug því á sannfærandi hátt hvernig hún hjálpaði konum að dreifa greiðslum á greiðslukort og fela innkaupin með einum og öðrum hætti. Og auðvitað að reyna að fylla upp í götin í hjartanu. „Þegar ég starfaði í tískuvöruversluninni, þá 25 ára gömul, komst ég að því að stöðug sókn eftir efnislegum gæðum getur komið fólki virkilega illa. Þrátt fyrir að hafa þá ekki ráð á því varð ég sannfærð um að ég yrði að eignast hitt eða þetta til þess að geta talist gjaldgeng í því samfélagi sem ég þá tilheyrði. Þegar mér varð smám saman ljóst að í starfi mínu ýtti ég undir þessar hugmyndir og væri beinn þátttakandi í hjónaerjum með því að vera dugleg sölukona ákvað ég að hætta,“ segir Áslaug í bók- inni. Smáhestinum leið eins og hann hefði fengið „flash-back“ þegar hann las þetta því þetta minnti óneitanlega á þá tíma sem hann vann í tísku- búð. Nema smáhesturinn var svo ungur þegar hann var í fyrrnefndu starfi að hann var ekkert að velta fyrir sér á hvaða forsendum kúnninn keypti sér föt. Tvítugir smáhestar pældu ekki í því hvort það þyrfti að fylla upp í einhver göt í hjartanu og með hvaða hætti það væri gert. Þeir vildu bara hafa gaman, selja eins og brjálæðingar, eignast peninga svo þeir gætu eytt ennþá meira í föt og haldið áfram að hanga í ljósakrónum á Astro eða Skuggabarnum. Það er hins vegar gott fyrir hverja einustu spariguggu að fara í gegn- um það hvers vegna hana langi í ný föt og á hvaða forsendum. Um leið og konur fara að velta þessu fyrir sér snarminnka innkaup og/eða inn- kaupin breytast. Auðvitað er ekkert að því að kaupa sér eitthvað fallegt en það þarf að vera gert á réttum forsendum og konur þurfa að hafa efni á því. Fatakaup eiga ekki að vera framkvæmd til að öðlast augnabliks hamingju eða til þess að gleyma eigin óhamingju í nokkrar mínútur. Mínimalískur lífsstíll snýst nefnilega ekki um að vera nískur eða nægjusamur. Hann snýst um að njóta þess sem við eigum og að vera ekki í keppni við náungann. Það er kannski allt í lagi að dusta rykið af þeirri hugsun áður en næsta góðæri springur í andlitið á okkur og við lendum í kjallara kreppunnar. Til þess að vera klár í slagi framtíðarinnar væri sniðugra að borga inn á lán í stað þess að kaupa sér óþarfa. Amen. martamaria@mbl.is Borga inn á lán – ekki kaupa óþarfa Britney Spears hefði átt að nota peningana sína í eitthvað annað en þetta galladress. Nýr Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði STOFNAÐ 1956 Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is Sproti 405 Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir Árvakur leitar að duglegum einstaklingum í 50% hlutastarf. Um er að ræða dreifingu á höfuðborgarsvæðinu. Vinnutíminn er 3-4 tímar í senn, sex daga vikunnar og að mestu í næturvinnu. Góðir tekjumöguleikar og fín hreyfing fyrir duglegt fólk. Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára og hafa bíl til umráða. Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is, neðst á forsíðu. Á umsóknareyðublaðinu skal tiltaka dreifingu þegar spurt er um ástæðu umsóknar. Einnig er hægt að skila inn umsókn merktri starfsmannahaldi í afgreiðslu Morgunblaðsins í Hádegismóum 2. Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við dreifingarstjóra Árvakurs, Örn Þórisson í síma 569-1356 eða á ornthor@mbl.is Aukavinna fyrir orkubolta

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.