Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2016
N
ýja árið er orðið tveggja vikna.
Það hefur satt best að segja
ekki farið vel af stað. Gang-
verkið hikstar og hnökrar þess
virðast ekki bundnir við einn
stað eða einn vanda. Aðvör-
unarljósin sem blikka láta eins og þau komi úr öllum
áttum.
Tími reddaranna liðinn
Það er fremur stutt síðan að venjulegt dauðlegt fólk
hætti að geta gert við bifreiðar. Menn á miðjum aldri
muna þann tíma þegar rennireiðin rann í stans „langt
upp í sveit“ og glaðbeittum borgarbílstjóra var
brugðið. En á næsta bæ, eða í mesta lagi á þar næsta
var laginn og liðtækur maður sem kastaði öllu frá sér
og gat gert við nánast allt eða í það minnsta „mixað“
þetta svo, að dygði á næsta verkstæði.
Nú er það liðin tíð að keyrt sé fram á bíl þar sem
húddið er gapandi opið og sitjandi manns og annars,
stendur út úr því.
Nú blikka ljós um mælaborðið og stundum mörg í
einu. Bíllinn sjálfur lætur eins og allt sé enn í sæld-
inni en það skiptir engu. Blikki gul ljós er voðinn ekki
vís. En blikki rauð er hann það.
Af 500 síðna handbók má ráða að við þetta rauða
ljós verði ekki deilt. Sveigja skuli út í kant og leggja
þar bílnum, drepa á vél og hringja eftir trukk með
aftanívagn. Því næst er rétt að reyna að útskýra fyrir
frúnni (ef karlrembusvín, sem er viðurkennt samheiti
yfir 99% karlkynsins, á í hlut) og fjórum börnum, af
hverju sumarleyfistúrinn er að taka óvænta stefnu og
úr þessu verði bætt næsta sumar.
Þegar bifreiðin kemst að á verkstæði er hún tengd
tölvu.
Ef ólánið endar þarna úrskurðar tölvan að pera sé
ónýt í mælaborðinu. Flest önnur tiltæk svör þýða að
viðkomandi sé í vondum málum.
Vísitölur lausari í sér
en aðrir hnappar?
Það má auðvitað halda í þá von að blikkandi perur á
milljón mælaborðum alþjóðastjórnmála og heimsbú-
skapar séu að gefa sig en allt annað sé í himnalagi.
En samlíkingarnefnan, nær ekki lengra en þetta.
Enn er ekki sú tölva til sem á augabragði getur lesið
úr æpandi öryggisperum alþjóðamálanna. Og þær
perur hafa nú blikkað í hálfan mánuð.
Sú samfella gerir bæði spekúlanta og fróðleiks-
menn í þessum fræðum órólega. Nær er að segja að
þeir séu allir á nálum.
Því er slegið upp í stórblöðum, að FTSE-vísitalan,
sem kölluð er flaggskip breskra vísitalna sýni að á
markaðnum sem hún mælir hafi 110 milljarðar punda
þurrkast út á 10 dögum. (Margfalda má með 200 til að
heyra hvernig talan hljómar í íslenskum krónum.)
FTSE-vísitalan hefur ekki verið lægri í þrjú ár. Aðr-
ar evrópskar vísitölur segja áþekka sögu.
Þetta fall kemur í kjölfar enn eins afhroðs á kín-
verska hlutabréfamarkaðnum, en Shanghai-vísitalan
lækkaði í fyrri nótt, sem var föstudagurinn þeirra,
um 4% og hefur vísitalan fallið um tæp 21% á aðeins
þremur vikum. Kínversk bréf hafa ekki legið neðar í
rúmt ár. Og þegar þetta er skrifað, síðdegis á föstu-
dag, virðist bandaríska Dow-vísitalan vera í frjálsu
falli, eins og það er stundum kallað. Ekki er útilokað
að hún rétti aðeins úr kút þegar á dag líður.
Brestir og brak
Áður hefur verið rakið á þessum vettvangi hversu
óvenjuleg og brothætt staðan er á alþjóðavettvangi
um þessar mundir. Eftir miklar fórnir er Afganistan
að hverfa í eitraðan faðm talibana á ný. Kjarnorku-
veldið Pakistan er eins og púðurtunna og vestan við
það er annað stórveldið til á þessum slóðum. Írönum
eru að bætast liðlega 100 milljarðar dollara, sem áður
voru frystir fyrir þeim í erlendum bönkum.
Þetta eru verðlaun til þeirra fyrir að gera samning
um framleiðslu kjarnorkuvopna. Bandaríkjaforseti
hampar þessum samningi eins og hverju öðru sigur-
tákni. Í honum felst þó óneitanlega að eftir aðeins 8
ár verður Íran orðið lögmætt kjarnorkuveldi sem lýt-
ur stjórn klerkaveldis af verri kantinum. Og það ræð-
ur þegar yfir flugskeytum sem geta flutt slíkar
sprengjur um óravegu.
Skýring Obama á því, hvers vegna hann sé sigri
hrósandi í svo veikri stöðu, er sú, að Íran hafi, hvað
sem menn reyndu, verið þess umkomið að framleiða
kjarnorkuvopn innan tveggja mánuða. Því hafi nú
verið frestað a.m.k. um 8 ár. Er það nú víst? Aðeins
eru fáeinar vikur þar til íranskar fjárhirslur verða
fylltar af fé. Sameinuðu þjóðirnar munu aldrei fást
við að skella viðskiptaþvingunum á Íran á nýjan leik,
hvernig svo sem klerkarnir munu umgangast samn-
inginn. Hingað til hefur verið lítið hald í yfirlýsingum
og loforðum Írans og ólíklegt að það hafi breyst.
Engum ætti því að koma á óvart þótt Íran ætti
margar kjarnorkusprengjur í vopnabúri sínu innan
árs.
Saudi-Arabar leyna því lítt, að þeir treysta Banda-
ríkjunum, sínum helsta bandamanni í 80 ár, verr en
áður. Egyptum er eins farið eftir að Obama skildi
Mubarak eftir á köldum klaka og virtist leggja
blessun sína yfir Bræðralag múslíma undir forystu
Morsis.
Og svo ólíklega sem það hljómar er andinn í yfir-
völdum Ísraels ekki mjög ólíkur.
Eitt eilífðar vandræðaástand og
titrandi toppar
Og enn er evru-vandinn í Evrópu óleystur og hefur
stórlega versnað síðustu misserin.
Spánn er stjórnlítill um þessar mundir eftir sundr-
andi kosningaúrslit og ekki er ástandið burðugra í
Portúgal. Við bætast vaxandi líkur á því að Katalónía
brjótist undan valdi stjórnarinnar í Madrid.
Vandi Grikklands er enn óleystur. Fréttaskýrend-
ur halda sig við þann frasann að hinni beygluðu
grísku bjórdós hafi einungis verið sparkað fáeina
Haukur treysti því, að
hvað sem verðbólgu
liði yrðu alltaf fjórir
25-eyringar í krónunni.
Önnur efnahagslögmál
eru ótryggari
Reykjavíkurbréf 15.01.16