Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Síða 41
17.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
brottflutningur hluti af þessum slitum?
„Ég fattaði það kannski ekki þá, en eftir á
sé ég að það hefur líklega verið þannig,
ákveðinn flótti. GusGus hafði verið mitt líf
frá 15-19 ára aldri og ég stóð þarna uppi og
spurði mig hvað ég ætti eiginlega að gera
núna. Ég hafði ekki náð að tengjast öðrum í
íslensku tónlistarlífi, strákarnir voru þeir
einu sem ég þekkti. Ég sá ekki fyrir mér að
ég gæti haldið áfram í tónlist hér heima og
missti hálfpartinn trúna á sjálfri mér. Fór að
trúa því sem við mig var sagt; að ég hefði
hálfpartinn verið þarna upp á punt. Það tók
mig nokkur ár að safna krafti og sækja um í
London Central Contemporary Music.“
Hafdís komst inn í þann skóla í tónsmíða-
nám en skólinn tekur aðeins inn 12 nemend-
ur á ári. Hún útskrifaðist með hæstu mögu-
legu einkunn frá skólanum bæði í söng og
tónsmíðum.
„Skólinn varð upphaf að nýrri og bættri
sjálfmynd minni. Ég var kannski ekki svona
glötuð eftir allt saman. Það tók mig dálítinn
tíma að vinna úr kvíða og áfallastreituröskun
eftir GusGus. Þegar maður er svona ungur
og margir á móti einum upplifirðu þetta eins
og einelti.“
Áður en kom að því að Hafdís Huld hóf
nám sitt vann hún þó að fjölbreytilegum
verkefnum úti. Strax eftir GusGus bauðst
henni að koma til Bandaríkjanna og vinna
fyrir DreamWorks, komst á svokallaðan þró-
unarsamning.
„Ég bjó á hóteli í Hollywood Boulevard og
var sótt á morgnana til að fara í stúdíó að
semja popptónlist. Ég fann smám saman að
ég var ekki tilbúin að fara þessa leið. Þetta
var á þeim tíma sem Britney Spears og
Christina Aguilera voru aðalmálið. “
Þær voru tvær á þróunarsamningi hjá
DreamWorks á þessum tíma, Hafdís Huld
og Nelly Furtado sem kom svo með smellinn
„Im like a Bird, I only fly away“ og hefur
selt um 20 milljónir breiðskífa.
„Ég var þarna í magabolnum, gat sungið
og samið tónlist, og þeim hjá DreamWorks
þótti ég tilvalin í þetta. Þetta var mögnuð
lífsreynsla út af fyrir sig og úr þessari vinnu
á ég heila poppplötu sem er tilbúin. Ég geri
kannski eitthvað skemmtilegt við hana einn
daginn.“
Um svipað leyti kynntist Hafdís Huld þá-
verandi umboðsmanni Sigur Rósar sem setti
sig í samband við hana þegar hann frétti að
hún væri hætt í GusGus. Fyrir tilstilli hans
fór hún til London og byrjaði að vinna með
umboðsfyrirtækinu Big Dipper.
Þar kynnist hún lagahöfundinum og tón-
listarmanninum Boo Hewerdine og fór að
semja tónlist með honum. Hewerdine er tal-
inn einn afkastamesti lagahöfundur Bret-
lands og auk þess að semja tónlist fyrir
sjálfan sig hefur hann samið lög fyrir heims-
þekkta listamenn á borð við Robbie Willi-
ams, Sia, Natalie Imbruglia, Paul Young,
Mel C og fleiri. Hewerdine hefur reynst
Hafdísi Huld mikill vinur sem við komum
síðar að.
„Sjálfur er hann þjóðlagasöngvari og þeg-
ar ég fer að semja með honum dett ég niður
á það að lagatextar mínir virka ótrúlega vel
við þessa gerð tónlistar. Við sömdum lög
sem urðu svo uppistaðan að Dirty Paper
Cup og þá opnaðist fyrir mér hvernig lista-
maður ég vildi vera.
En inn í þetta tímabil blandast ýmislegt.
Ég fer að syngja með FC Kahuna hjá Min-
istry of Sound. Ég vinn fyrir mér í þessum
elektróníska danstónlistarheimi og er svo
meðfram því að semja einhvers konar kassa-
gítars-þjóðlagaplötu. Þetta voru tveir ólíkir
heimar en virkaði samt vel.“
Í tónlistarnáminu kynntist Hafdís Huld
unnusta sínum, Alisdair Wright, og lokaverk-
efni sín unnu þau saman og hlutu verðlaun
fyrir.
„Þegar ég útskrifast 26 ára gömul og átta
mig á því að ég er farin að semja kvik-
myndatónlist, útsetja verk fyrir strengja-
sveitir og semja eigin verk ákveð ég með
sjálfri mér að byrja á því af fullum krafti að
gera mína eigin tónlist og leggja áherslu á
það.“
Strax frábærir dómar
Fyrsta sólóplata Hafdísar Huldar, Dirty Pa-
per Cup, kom út stuttu eftir útskriftina úr
skólanum og hlaut meðal annars Íslensku
tónlistarverðlaunin árið 2007. Sömuleiðis náði
hún eyrum tónlistarpressunnar ytra, fékk
lofsamlega dóma og góða spilun. Umfjöllun
um hana birtist í fjölmiðlum Bretlands og
fékk 4-5 stjörnur í blöðum á borð við The
Guardian.
„Okkur var boðið að koma á tónleika-
ferðalag með Paolo Nutini og við ferðuðumst
með honum um Bretland, Skotland og þarna
voru veinandi 3-4.000 áhorfendur á öllum
tónleikum. Þá fattaði ég allt í einu að það
gat í raun og veru verið gaman á tónleika-
ferðalögum.
Í hljómsveitinni minni voru auk Alisdair
vinir mínir Steve Lind og Sarah Croft og við
fjögur mynduðum sveit sem spilaði afslapp-
aða tónlist, sem var algjörlega á mínum for-
sendum og það var góð tilfinning að ferðast
með bandi sem var lítið gefið fyrir drama-
tík.“
Næstu 2-3 árin voru undirlögð af tónleika-
ferðalögum og Hafdís Huld spilaði nú aftur á
„Þegar ég útskrifast 26 ára gömul og átta mig á því að
ég er farin að semja kvikmyndatónlist, útsetja verk fyr-
ir strengjasveitir og semja eigin verk ákveð ég með
sjálfri mér að byrja á því af fullum krafti að gera mína
eigin tónlist og leggja áherslu á það,“ segir Hafdís Huld
Þrastardóttir tónlistarkona en hún útskrifaðist úr
London Central Contemporary Music í tónsmíðum
og söng. Skólinn tekur aðeins 12 nemendur á ári.
Morgunblaðið/Eggert
* Mér skilst að ég sé yngsti Íslendingurinn til aðskrifa undir útgáfusamning sem þennan erlend-is og ég veit að foreldrar mínir hefðu aldrei leyft mér
að vera á tónleikaferðalögum svona ungri nema af
því að þau voru viss á því að ég var með allt mitt á
hreinu. Og hafði engan áhuga á eftirpartíunum.