Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 44
Úttekt 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2016 E ndrum og sinnum birtast fréttir af dómsmálum þar sem trygg- ingafélögin hafa lotið í lægra haldi og verið skikkuð til að greiða bætur. Þessi dómsmál ríma við sögur sem margir ættu að hafa heyrt, af fólki sem hefur þurft að glíma við tryggingafélög sem virðast harð- neskjuleg og neita að borga fyrr en í fulla hnefana. Hæstarréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hjá Landslögum hefur mikla reynslu af málum sem þessum. Segir hann að viðskiptavinir tryggingafélaganna geti rekist á margar hindranir áður en bætur fást greiddar og eru þau mál sem fara fyrir dómstóla aðeins toppurinn á ís- jakanum. Getur tryggingafélagið t.d. beitt því fyrir sig að bótakrafan sé fyrnd, tjónið hafi verið tilkynnt of seint eða að tjónið sé ósannað. Tilkynningar og túlkanir „Slys sem verða við umferðaróhöpp eru algengt deilumál og þá sérstaklega þegar meiðslin eru þess eðlis að ekki þurfti sjúkrabíl á vettvang. Ef skjalagerðin er óvönduð og fólk sinnir því ekki samvisku- samlega að láta lækni skoða og skrásetja meiðslin þá getur það gerst að trygginga- félagið líti svo á að ekki sé sannað að sá sem gerir bótakröfuna hafi orðið fyrir slysi,“ útskýrir Vilhjálmur og segir að það flæki málin að heilsutjón vegna togn- unar og högga komi stundum ekki fram fyrr en nokkru eftir slysið. „Skiptir líka máli hvernig trygg- ingafyrirtækin túlka reglur um tilkynn- ingafrest og ekki alltaf víst hvað á þar að miða við, t.d. þeg- ar afleiðingar slyss koma ekki fram fyrr en að einhverjum tíma liðnum.“ Bendir Vilhjálmur á að sá sem gerir kröfu á hendur tryggingafélagi sé oft í mjög erfiðri stöðu ef honum er neitað, sérstaklega ef slys hefur valdið honum miklum heilsubresti. Leggst rimman við tryggingafélagið þá ofan á eignatjón, tekjutap og bæði líkamlegar og andlegar raunir. „Getur það jafnvel gerst að trygg- ingafélag neiti að greiða kostnað við gagnaöflun. Eru kringumstæður þá oft þannig að tryggingafélagið heldur því t.d. fram að ekki sé orsakasamhengi á milli þess atviks sem málið varðar og tjóns þess slasaða. Þarf þá iðulega að kveðja til dómkvadda matsmenn. Um stórar fjár- hæðir er að ræða og algengt að þjónusta matsmanna kosti 600.000 kr. og svokallað yfirmat kosti um 950.000 kr. Er vænleg- asta leiðin í þeim tilvikum að sækja um gjafsókn en til að eiga möguleika á því Hindranirnar sem þarf að yfirstíga til að fá bætur TRYGGINGAFÉLÖGIN ERU TÍÐIR GESTIR Í DÓMSAL EN VILHJÁLMUR H. VILHJÁLMSSON LÖGFRÆÐINGUR SEGIR DÓMSMÁLIN ÞÓ BARA TOPPINN Á ÍSJAKANUM. FÓLK GETI REKIST Á ALLS KYNS HINDRANIR ÞEGAR ÞAÐ REYNIR AÐ SÆKJA BÆTUR OG MARGIR GEFIST UPP ÞÓ ÞEIR HAFI LÖGIN SÍN MEGIN. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ungur vegfarandi á leið í skólann í vetrarmyrkrinu. Bótamál vegna slysa sem verða í umferðinni geta orðið flókin, sér í lagi þegar áhrif högga og tognana koma ekki að fullu fram fyrr en nokkru eftir slysið. Morgunblaðið/Golli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Dómsmál tryggingafélaganna 2013 og 2014 Trygginga- félagið sýknað Trygginga- félagið sakfellt Ábyrgð skipt Dómsmál alls Hlutfall af heildarfjölda dómsmála Markaðs- hlutdeild TM 23 10 2 35 20% 26,5% (Hlutfallsleg skipting) 66% 28% 6% SJÓVÁ 36 18 7 61 35% 28,5% (Hlutfallsleg skipting) 59% 30% 11% VÍS 28 15 13 56 33% 33,5% (Hlutfallsleg skipting) 50% 27% 23% VÖRÐUR 7 6 7 20 12% 11,5% (Hlutfallsleg skipting) 35% 30% 35% Samtals 172 Það er mat Vilhjálms, byggt á margra áratuga reynslu, að tryggingafélögin neiti nú samn- ingaumleitunum mun oftar en áður, áður en mál fara dómstólaleiðina. „Skýrist það að hluta af því að vegna breytinga á starfsháttum Hæstaréttar hafa dómar sem falla þar ekki jafn sterkt fordæmisgildi á lægri dómstigum og áður. Svo er annað líka, að stefna tryggingafélag- anna og allt viðmót virðist hafa breyst. Eins og ég skynja þau núna eru þau nánast hrein fjár- málafyrirtæki og hafa misst mikið af tengingunni við þann gamla hugsunarhátt að trygginga- félag sé þjónustufyrirtæki sem taki við iðgjöldum og greiði þau aftur út, hugsað fyrir fólk sem tekur sig saman um að vernda hvað annað gegn afleiðingum óvæntra áfalla. Ég finn mun á viðmóti starfsfólksins og þeim fyrirmælum sem það fær frá stjórnendunum.“ Vilhjálmur segir fullt tilefni til að hafa betri gætur á starfsemi tryggingafélaganna og til- greinir hann sérstaklega að samtök á borð við Neytendasamtökin og Félag íslenskra bif- reiðaeigenda ættu að gefa tryggingafélögunum meiri gaum. HEFUR HUGSUNARHÁTTURINN BREYST?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.