Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Side 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Side 45
Við vinnslu þessarar greinar var leitaðupplýsinga hjá skaðatryggingafélög-unum fjórum um fjölda og niðurstöðu þeirra dómsmála sem þau hafa átt aðild að. Voru Tryggingamiðstöðin, Sjóvá, VÍS og Vörð- ur beðin að tilgreina samanlagðan fjölda dóms- mála í héraðsdómi og Hæstarétti á árunum 2013 og 2014, og hversu oft tryggingafélagið var sýknað, sakfellt eða kröfur stefnanda að- eins samþykktar að hluta. Öll tryggingafélögin, að Tryggingamiðstöð- inni undanskilinni, veittu þessar upplýsingar. Leitaði blaðamaður sjálfur í dómasafni dóm- stólanna til að afla talna um dómsmál TM. Gera þarf ákveðna aðferðafræðilega fyr- irvara vil tölfræðina, en hún sýnir þó að þau tvö ár sem voru til skoðunar komu trygginga- félögin við sögu í meira en 170 dómsmálum. Jafngildir það ríflega sjö nýjum dómum í mán- uði hverjum að jafnaði, en hafa verður í huga að mörg málin eru tvítalin enda rekin bæði í hér- aði og Hæstarétti Miðað við tölur Fjármálaeftirlitsins frá árinu 2014 var VÍS stærsta félagið það árið, mælt í bókfærðum iðgjöldum, með um 33,6% mark- aðshlutdeild. Næst kemur Sjóvá með 28,5% hlutdeild, þá TM með 26,5% og loks Vörður með 11,5% hlut. Benda tölurnar til þess að Sjóvá og Vörður standi hlutfallslega oftar í dómsmálum, miðað við markaðshlutdeild, en VÍS nokkru sjaldnar en markaðshlutdeild gæfi til kynna og TM mun sjaldnar miðað við stærð. Árangur tryggingafélaganna í dómsal var líka misgóður á tímabilinu. TM hafði fulln- aðarsigur í um 66% mála á meðan Sjóvá vann 59% mála og VÍS 50%. Vörður rekur lestina með 35%, en þá tölu verður að meta með fyr- irvara um markaðshlutdeild tryggingafélags- ins og lítinn fjölda dómsmála svo að munar hlutfallslega meira um hvert mál sem tapast og vinnst. Tæplega 0,14% tjónstilkynninga Aðspurður um dómsál félagsins segir Sveinn Fjalar Ágústsson, deildarstjóri ábyrgðar- og slysatjóna hjá VÍS, að hlutfall dómsmála af heildarfjölda tjónstilkynninga hjá trygginga- félaginu hafi verið tæplega 0,14% árið 2014. „Þá féllu héraðsdómar í 40 málum þar sem VÍS kom við sögu en skráð tjón það ár voru 29.207,“ segir hann og bætir við að ekki sé algilt að deilt sé um bótafjárhæðir þótt tryggingafélag eig aðild að dómsmáli. „Í þó nokkrum fjölda þess- ara mála er snerta VÍS er tekist á um bóta- skyldu eða orsakasamhengi en ekki deilt um bótafjárhæðir.“ Segir Sveinn að þó svo að langflest tjón sem tilkynnt eru til VÍS séu bótaskyld, og ljúki því með greiðslu bóta, sé ávallt ákveðið hlutfall sem fellur ekki undir bótasvið trygginga. „Í hluta þeirra mála lætur tjónþoli reyna á nið- urstöðu tryggingafélagsins, ýmist fyrir úr- skurðanefnd í vátryggingamálum eða fyrir dómstólum. Það er eðlilegur réttur tjónþola að leita þess úrræðis og viðeigandi farvegur til að útkljá ágreiningsefni. Afstaða VÍS var staðfest að hluta eða heild fyrir dómi í um það bil 75% tilfella árið 2013 og 2014.“ Að vandlega athugðu máli Valgeir Pálsson, forstöðumaður lögfræðiþjón- ustu Tryggingamiðstöðvarinnar, segir oft reynast nauðsynlegt að fá úrlausn dómstóla um ágreiningsefni sem ekki hefur reynt á áður. Þá reyni sum tryggingamál á sönnunaratriði sem hægt er að fá betur upplýst við vitnaleiðslur. „Það eru ýmsar ástæður sem geta legið að baki því að leggja þarf tryggingamál fyrir dómstóla. Gerum við það þó ekki fyrr en að vandlega at- huguðu máli og þá ekki fyrr en fleiri en einn og fleiri en tveir hafa skoðað málið í þaula, og yf- irleitt leitast við að meta vafaatriðin tjónþol- anum í hag frekar en hitt.“ Reiknast Valgeiri til að á bilinu 80-90% allra tilkynntra krafna séu viðurkennd án nokkurra vandamála en 10-20% hafnað. „En þar er stór hluti árekstrarmál þar sem sökin er alfarið öðr- um megin þó svo að tryggingafélög beggja ökumanna fái tilkynningu um tjónið. Þau mál sem ágreiningur er um og fara á endanum fyrir dómstóla eru örlítið brot af öllum bótakröfum.“ Úr Héraðsdómi Reykjavíkur. Í dómsmálum höfðu tryggingafélögin fullan sigur í á bilinu 35-66% mála. Morgunblaðið/Ernir Sveinn Fjalar Ágústsson Valgeir Pálsson Mjög lítið hlutfall verður að dómsmáli 17.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 þurfa árstekjur fólks að vera undir þrem- ur milljónum króna.“ Léttvægur kostnaður Segir Vilhjálmur að tryggingafélögin standi á svo marga vegu mun betur að vígi en þeir sem reyna að sækja rétt sinn. „Kostnaðurinn við málareksturinn og tafirnar sem verða á greiðslu bótanna skipta litlu fyrir tryggingafélagið sem hefur aðgang að þeim milljörðum sem sitja í bótasjóðum.“ Áður en dómstólaleiðin er farin er hægt að áfrýja synjun tryggingafélags til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Nefndin starfar undir Fjármálaeftirlitinu og hefur á undanförnum árum úrskurðað í um 400-500 málum árlega. Greiða þarf 6.000 kr. málskotsgjald og hefur nefndin upp á síðkastið úrskurðað málskotsaðila, þ.e. bótaþeganum, í vil í um fjórðungi til- vika. „Nefndin hefur unnið gott starf af vanefnum en hún aflar ekki mikilla gagna og þá geta félögin neitað að lúta úr- skurði nefndarinnar ef þeim svo sýnist.“ Enn fremur bendir Vilhjálmur á að til- vik hafi komið upp þar sem náin tengsl eru á milli tryggingafélaganna og þeirra sérfræðinga sem kvaddir eru til sem matsmenn eða jafnvel sem meðdómendur. „Árið 2009 ómerkti Hæstiréttur dóm sem féll í héraði þar sem tveir sérfræðingar tóku sæti í dómnum. Í ljós kom að annar þeirra hafði um langt skeið fengið greiðslur fyrir matsstörf frá trygginga- félaginu sem málið varðaði og því eðli- lega álitinn vanhæfur. Tryggingafélögin vísa slösuðu fólki gjarnan á tiltekna lækna sem meta tjónið en hafa um leið verulegan fjárhagslegan ávinning af þess- um verkefnum sem tryggingafélögin beina til þeirra og af því að vera „trúnaðar-“ eða ráðgefandi læknir fyrir tiltekið trygg- ingafélag. Félögin hafa augljósan hag af því að matið sé sem lægst.“ Erfitt að berjast einn Oft eru háar fjárhæðir í húfi og mælir Vilhjálmur með því að leitað sé aðstoðar lögmanns þegar stefnir í átök við trygg- ingafélag og helst sem fyrst. Segir hann skiljanlegt að margir séu hræddir við að hringja í lögfræðinga og hafi þær hug- myndir úr bandarískum kvikmyndum að tíuþúsundkallarnir byrji að tikka um leið og lögfræðingurinn tekur upp símann. „En það er alls ekki eins dýrt og fólk heldur að leita til lögmanns, og áður en lagt er af stað liggur mjög skýrt fyrir hvað þjónustan mun kosta. Þá greiðir tryggingafélagið oft hluta lögmannskostn- aðarins. Fólk í þessum sporum á yfirleitt feikinóg af öllu öðru en peningum og eðlilegt að þóknun lögfræðingsins bíði þangað til niðurstaða liggur fyrir í mál- inu,“ útskýrir Vilhjálmur. „Það er líka erfitt að standa einn í slagnum við tryggingafélögin og margir sem gefast hreinlega upp þó þeir hafi lögin sín meg- in. Stundum leitar fólk ekki til lögfræð- ings fyrr en löngu eftir slys, þegar það hefur loks safnað kröftum, og þá er hætt við að málið sé löngu fyrnt og ekkert hægt að gera. Aðrir gera sér jafnvel ekki grein fyrir að þeir geta sótt bætur til tryggingafélags fyrr en orðið er of seint að gera kröfu.“ Greiðslur vegna slysa og örorku geta verið misháar eftir því hvernig tryggingu fólk er með. Í grófum dráttum greiða slysatryggingar út skaðabætur sem eru hlutfall af ákveðinni fjár- hæð, í samræmi við skaðann sem fólk varð fyrir. Ef grunnfjárhæð slysatryggingar er 50 milljónir og skaðinn metinn 10% þá koma 5 milljónir til greiðslu, svo einfalt dæmi sé tekið. „Hins vegar eru svo skaðabætur fyrir varanlega örorku og miska sem eru reiknaðar út með formúlum sem byggjast á aldri hins slasaða, tekjum hans og hversu mikið starfsgeta hans hefur skerst. Er oft deilt um viðmiðunarlaun vegna útreiknings bótanna og eins um matið á örorkuprósentunni. Ætli hæstu bætur sem ég hef náð fram í slíku máli hafi ekki verið um 70 milljónir og var þá um að ræða einstakling með 100% örorku,“ segir Vilhjálm- ur en bætir því við að hann brýni fyrir skjólstæðingum sínum að setja bæturnar á verð- tryggðan reikning. „Þó að bæturnar virðist miklir peningar þá dugar upphæðin iðulega skammt, hvað þá ef vinnugetan hefur skerst. Það síðasta sem fólk ætti að gera er að halda upp á sigurinn með því að kaupa nýjan bíl.“ Ekki eyða bótunum í vitleysu Vilhjálmur hefur tekið saman gátlista fyr- ir fólk sem lendir í slysi. Listinn er eink- um gerður með umferðarslys í huga en á einnig við fjölda annarra atvika sem vald- ið geta tjóni á eigum og heilsu:  Eftir að búið er að fyrirbyggja frekara tjón og huga að þeim sem kunna að hafa slasast þarf að kalla til lögreglu ef atvik eða ábyrgð eru óljós. Skal einnig hringja á sjúkralið ef minnsti grunur er um alvarleg meiðsl. Skal óska eftir að lögregla geri nákvæma skýrslu. Skoða þarf öll þau atriði sem koma fram í skýrsluforminu og rita niðurstöðuna niður. Eftir umferðarslys þarf að taka myndir af bílunum og skrásetja m.a. hraða, akstursleið og hvort ökumenn eða farþegar hafi orðið fyrir höggi eða áverka og finni til.  Ef hringt er í 112 sendir þjónustufyr- irtæki stundum mann á vettvang til að aðstoða, en það eru tryggingafélögin sem greiða fyrir þjónustuna. Afþakka ætti aðstoð frá utanaðkomandi aðilum sem bjóða hjálp við skýrslugerð og bíða heldur eftir lögreglu.  Strax skal fara á bráðamóttöku, og síðan í eftirskoðun á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis ef einkenni hverfa ekki.  Sumir starfsmenn á bráðamóttöku hafa þann leiða vana að enda áverka- vottorð vegna tognunarverkja í hálsi eða baki með þeim orðum að ein- kennin muni væntanlega hverfa og ekki valda varanlegu meini. Vegna þessa orðalags hafa margir beðið of lengi með að sækja rétt sinn og gefur það vátryggingafélaginu möguleika á að ve- fengja orsakasambandið milli meiðsl- anna og slyssins.  Leita ætti til lögmanns strax eftir fyrstu læknisheimsókn. Við valið á lög- manni ætti að leita álits og reynslu vina og ættingja og kynna sér sem best störf lögmannsins. Panta ætti viðtal án skuldbindinga og mynda skoðun á lög- fræðingnum áður en honum er falið málið.  Ekki ætti að skrifa undir ótakmarkaða heimild tryggingafélags til að afla allra hugsanlegra upplýsinga frá læknum, opinberum stofnunum, öðrum vá- tryggingafélögum, skattayfirvöldum o.s.frv. Í tjónstilkynningarformi er oft talað um „upplýst samþykki“ í þessu sambandi. Þessi heimild er of víðtæk, án takmarkana og andstæð með- alhófsreglu.  Ekki ætti að samþykkja þá matsmenn sem tryggingafélögin vilja fá til starfans. Eru það oftast læknar sem hafa lengi unnið fyrir félögin.  Aldrei ætti að ganga til mats eða upp- gjörs við vátryggingafélag, hvorki um skaðabætur né slysatryggingabætur, án aðstoðar reynds lögmanns.  Ávallt skal gera skýran fyrirvara við niðurstöðu matsgerðar, einkum um mat á miska og varanlegri örorku ef nokkur vafi er um varanlegar afleið- ingar slyssins. AÐ HVERJU ÞARF AÐ HUGA EFTIR SLYS?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.