Morgunblaðið - 03.02.2016, Qupperneq 11
Áhugi Julia Jones stofnaði ferðaþjónustuna Iceland Traveller með það fyrir augum að kynna Ísland fyrir öðrum.
lands í ferðir sem tengjast handverki,
hannyrðum og vinnu með íslenskt
fiskiroð.
Ferðirnar eru jafnt fyrir full-
orðna, fjölskyldur, einstaklinga og
skólahópa. Mest sæki þó eldra fólk í
ferðirnar, sem komið er á eftirlaun
og vill fjörugt frí.
Fer fram úr væntingum
„Það er þannig með Ísland að
það er ekkert sem þú getur ekki gert
– sama hvaða áhugamál þú hefur þá
er alltaf hægt að finna því farveg,“
segir Julia en hún leiti eftir því við
skipulagningu ferðanna að fólk upp-
lifi Ísland með svipuðum hætti og
hún hefur gert í gegnum árin.
„Ég vil að fólk upplifi staði sem
eru venjulega fjölsóttir með öðru
sniði.“ Ferðir um Gullna hringinn séu
því skipulagðar þannig að fólk nái til
dæmis að gista á leiðinni.
„Þá nær það að upplifa þessa
fallegu staði í morgunsárið eða seint
á kvöldin og nær þannig fágætum
augnablikum sem týnast frekar í
fólksfjöldanum,“ segir hún. Þá leggi
hún einnig til að fólk blandi saman
flugi og keyrslu um landið. „Þegar til
dæmis er flogið norður í land en farið
á bílaleigubíl til baka suður fæst ró-
leg bílferð þar sem hægt er að upplifa
íslenska náttúru með öðrum hætti.“
Aðspurð um upplifun ferðalang-
anna sem sækja ferðirnar segir hún
þá ánægða. „Þeir segja að fríið hafi
farið fram úr væntingum þeirra og er
það aðallega gestrisni fólksins, nátt-
úruöflunum og norðurljósunum að
þakka,“ segir hún
Sýna Íslendingum England
Eiginmaður Juliu, Glyn, hefur
einnig hafist handa í ferðamanna-
iðnaðinum en hann öðlaðist leiðsögu-
mannsréttindi eftir að hann lét af
störfum sem lögreglumaður. Hann
ferðast bæði um Bretland og önnur
Evrópulönd með ferðalanga frá öll-
um heiminum.
Hjónin búa á fallegum stað í
Suður-Englandi þar sem hægt er að
sjá konungshallir og vínekrur en þau
hafa skipulagt ferð fyrir Íslendinga
þangað í maí. „Við viljum sýna að
England er meira en bara London.“
Lagt verður upp frá gömlu borginni
Guildford. Ásóknin í ferðina hefur
verið nokkur en Julia mun kynna
hana áhugasömum hér á landi síðar í
febrúar.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016
Hafdís Harðardóttir opnar sýningu sína Blómastafir kl. 14 í
dag, miðvikudag, í Borgarbókasafninu Árbæ. Á sýningunni
eru teikningar unnar með tússi og trélitum og er viðfangs-
efnið blómastafrófið. Hafdís er sjálfmenntuð í list sinni en
hefur tekið þátt í mörgum námskeiðum, m.a. hjá Myndlista-
skóla Reykjavíkur í keramik, skúlptúr og þrívíðum formum.
Hún hefur einnig tekið lengri námskeið í Danmörku, bæði í
að höggva í grjót og að vinna í gifs og leir.
Síðustu ár hefur Hafdís aðallega málað og teiknað. Hún
nær að flétta saman áhuga sinn á teikningu og blómum í
blómastafrófinu. Í flestum stöfum hefur hún tengt nöfn
blóma sem vaxa hér á landi við fyrsta stafinn í nafninu, t.d.
hjartaarfa í bókstafnum H.
Borgarbókasafnið - Menningarhús Árbæ
Íslenska flóran Blómastafirnir eiga sér fyrirmyndir í flóru Íslands.
Blómastafrófið eins og
það leggur sig – frá a til ö
Hafdís
Harðardóttir
Sögustundir á rússnesku eru
haldnar fyrir þriggja til sex ára
börn á Bókasafni Kópavogs í
Hamraborg kl. 14 fyrsta og síð-
asta laugardag í hverjum mán-
uði. Næsta sögustund verður því
laugardaginn 6. febrúar og eru
allir sem vilja viðhalda móð-
urmálinu eða bæta kunnáttu sína
í rússnesku boðnir velkomnir.
Auk þess að hlýða á skemmti-
legar sögur fá börnin tækifæri til
að spjalla við jafnaldra sína á
rússnesku. Nánari upplýsingar er
hægt á fá á rússnesku í síma
659-0716.
Bókasafn Kópavogs
Morgunblaðið/Eggert
Þjóðsaga Litla gula hænan er rússnesk
þjóðsaga. Leikhópurinn Lotta setti upp
samnefnt leikrit á dögunum.
Sögustundir á rússnesku
fyrir 3-6 ára börn
stíga þeir af mottunni, sleppa tök-
unum, dansa og skemmta sér. Plötu-
snúðurinn spilar dansvæna raftónlist
með djúpum bassa sem fær mjaðm-
irnar til að hreyfast.“
DJ Áskell og Kira Kira
halda uppi stuðinu
Sama verður upp á teningnum í af-
mælisveislunni, en DJ Áskell sér til
þess sem og tónlistarkonan Kira
Kira. Þá hefur Tómas Oddur fengið
Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur
jógakennara til liðs við sig og saman
munu þau leiðbeina þátttakendum
með að finna sinn jógatakt. „Fyrir
mér vakir fyrst og fremst að skapa
ánægjulega samverustund, búa til
eitthvað fallegt og leggja áherslu á
meðmæli en ekki mótmæli eins og
eru alltof algeng í samfélaginu. Þess-
ar „jógísku“ aðferðir eru hugar- og
líkamsæfingar sem byggjast á fornri
indverskri heimspeki og ganga út á
að næra grunneðli mannsins,“ segir
Tómas Oddur.
Síðastliðin fimm ár hefur líf hans
snúist um jóga; í námi, leik og starfi.
Hann hefur kennt reglulega í Yoga
Shala, Dansverkstæðinu, Lista-
háskóla Íslands og víðar, haldið fyr-
irlestra um vitundarvakningu hér
heima og erlendis og m.a. numið
fræðin hjá jógameistara á Indlandi.
Jóga Fjölmennur hópur jógaiðkenda mætti á viðburð sem Tómas Oddur efndi
til undir merkjum Yoga Moves í Hörpu síðastliðið haust.
Yoga Moves afmælisveisla kl. 20 -
22.30, fimmtudaginn 11. febrúar í
Gamla bíói. 100 miðar í boði á
midi.is
„Ísland fyrir matgæðinga“ er
ferð sem sannir matgæðingar á
erlendri grundu geta valið að
sækja á vefsvæði Iceland Trav-
ellers.
Ferðast þeir til Íslands með
það fyrir augum að smakka ís-
lenskan mat og framleiðslu.
Farið verður á Matarhátíð Búrs-
ins meðal annars. Með í för
verður matargagnrýnandinn og
rithöfundurinn Diana Henry,
sem hefur mikinn áhuga á nor-
rænni matargerð. „Við viljum
kynna Breta fyrir mögnuðum
mat í Reykjavík,“ segir Julia
Jones sem hlakkar til að senda
ferðalanga á vit matarævintýr-
anna.
Vefsíðu Iceland Traveller-
ferðaskrifstofunnar er að finna
á slóðinni http://icelandtravell-
er.co.uk/
Halda á vit
ævintýranna
MATGÆÐINGAR