Morgunblaðið - 03.02.2016, Side 12

Morgunblaðið - 03.02.2016, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki er gert ráð fyrir að kjúklinga- bændur eigi kost á styrkjum til fjár- festinga vegna hertra opinberra reglna um velferð kjúklinga og svínabændur fá aðeins lítið brot af því sem þeir telja nauðynlegt. Hvor- ug greinin á beina aðild að þeim við- ræðum sem nú standa yfir um gerð nýrra búvörusamninga. Þó eru þess- ar greinar með mikinn meirihluta kjötframleiðslunnar í landinu. Reglugerð um velferð alifugla var gefin út í byrjun síðasta árs. Ingi- mundur Bergmann, formaður Fé- lags kjúklingabænda, segir raunar að bændur hafi ekki frétt af henni fyrr en á vordögum, þegar þeir hefðu átt að vera búnir að starfa eft- ir henni í nokkra mánuði. Reglu- gerðin kveður á um fækkun fugla á hvern fermetra í eldishúsum. „Mein- ingin er góð, það er verið að hugsa um að búa vel að dýrunum. Það er hins vegar erfitt að mæta slíkum kröfum fyrirvaralaust auk þess sem kröfurnar eru órökstuddar,“ segir Ingimundur. Hann segir að í Evrópu sé algeng- ast að miða við 42 kíló á fermetra í kjúklingahúsi að hámarki, við lok eldistíma. Sum lönd eru með strang- ari reglur. Reglurnar á Íslandi voru settar við 39 kíló. Það þýðir í fram- kvæmd að bændur þurfa að draga úr framleiðslunni um 10% til að full- nægja reglunum eða byggja sam- svarandi pláss í nýjum húsum. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur reiknað út að kostnaðurinn við að mæta þessum nýju kröfum sé í heildina 1,3 til 2 milljarðar króna. Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir að úttekt á nauðsynlegum fram- kvæmdum til að mæta hertum kröf- um um aðbúnað svína sýni að kostn- aðurinn sé um 2,5 til 3,2 milljarðar króna. Lítið hald í tollverndinni Í viðræðum um nýja búvörusamn- inga gerði samninganefnd bænda kröfu um stuðning vegna hertra krafna um aðbúnað dýra og velferð. Fram hefur komið hjá landbún- aðarráðherra að ríkið sé tilbúið að auka framlög til samningsins um 700 milljónir á ári, meðal annars vegna þessa verkefnis. Hvorki svínaræktin né kjúklingaræktin eiga beina aðild að þessum samningum. Ráðuneytið hefur tilkynnt forystu svínabænda að þeir eigi kost á innan við 100 milljónum kr. á ári í fjárfesting- arstuðning í fimm ár en kjúklinga- bændur hafa fengið þau skilaboð að þeir fái engan stuðning, tollverndin nægi þeim. Lítill eða enginn aðlögunarfrestur er veittur að þessum reglum og langan tíma tekur að byggja ný hús. Því þurfa bændur að draga úr fram- leiðslu til að halda sig innan reglna. Ingimundur segir að lítið hald sé í tollverndinni. Tollurinn sé í íslensk- um krónum og rýrni því stöðugt. Þá sé boðaður stóraukinn innflutningur með tollasamningi Íslands og Evr- ópusambandsins. „Hann gengur út á það að útvega tollkvóta inn í ESB fyrir lambakjöt gegn því að ESB fái að flytja inn til landsins alifugla-, svína- og nautakjöt og osta. Útflutn- ingur lambakjöts er því á okkar kostnað. Ef allt fer á versta veg get- ur þetta þýtt að verið sé að útvista alifugla- og svínarækt og jafnvel nautakjötsframleiðslu úr landinu. Ef ekki er rekstrargrundvöllur fyrir búunum þá leggjast þessar greinar einfaldlega af,“ segir Ingimundur. Úttekt á áhrifum tollasamningsins bendir til að hvor grein tapi tekjum upp á 200 til 400 milljónum kr. á ári vegna aukins innflutnings. Ójöfn samkeppnisstaða Ingimundur segir erfitt að keppa við innflutninginn. Aðföng séu dýr- ari hér og heilbrigðisreglur strang- ari. Nefnir hann sem dæmi að hér sé öllum eldishópnum eytt ef upp kem- ur salmonella. Erlendis fari kjúk- lingarnir í sérstakt sláturhús og kjötið fari soðið á markað. Hörður er einnig óhress með hlut svínaræktar í fjárfestingastyrkj- unum. 100 milljónir dugi skammt. Bendir hann á að í nágrannalönd- unum sé veittur styrkur út á 40-50% fjárfestinga vegna aukinna krafna um dýravelferð. Forystumenn svínabænda og kjúklingabænda hafa ekki verið kall- aðir á fund samninganefndar bænda. Herði finnst einkennilegt að þegar verið er að semja um starfsskilyrði landbúnaðarins í heild sé meirihluta kjötframleiðslunnar í landinu haldið þar utan við. „Menn hljóta að velta því fyrir sér hverjir eiga samleið með hverjum,“ segir Hörður. Engir styrkir til velferðar kjúklinga  Kjúklinga- og svínabændur eru óánægðir með hlut sinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjúklingar Fuglum er fækkað í eldishúsum til að fullnægja hertum kröfum um aðbúnað og velferð alifugla. Vistvænir kjúklingar geta farið út. Hörður Harðarson Ingimundur Bergmann Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég met stöðuna þannig eftir þenn- an fund að okkur sé óhætt að halda áfram og klára málið,“ segir Sig- urður Loftsson, formaður Lands- sambands kúa- bænda. Hann og Sindri Sig- urgeirsson, for- maður Bænda- samtaka Íslands, kynntu stöðuna í samninga- viðræðum um nýjan búvöru- samning á fundi Félags kúa- bænda á Suður- landi á Hellu í fyrradag. Sigurður tekur fram að gagnrýni hafi komið fram á samningsdrögin en aðallega þó verið spurt. Bændur hafi verið komnir til að leita sér upplýsinga. Samningsgerð er langt komin, en þó ekki að fullu lokið, samkvæmt yf- irliti formanns Bændasamtakanna. Gerður verður rammasamningur fyrir landbúnaðinn í heild sem kem- ur í stað núverandi búnaðarlaga- samnings. Þá verða gerðir undir- samningar um starfsskilyrði nautgriparæktar, sauðfjárræktar og garðyrkju, eins og verið hefur. „Við þurfum að fara að ljúka þessu þann- ig að við höfum endanlega mynd til að kynna,“ segir Sigurður. Til að auka öryggi Mikil umræða hefur verið síðustu tvo mánuði um efni samninganna. Meginefni þeirra er óbreytt, það er að segja að stuðningi verði breytt úr greiðslumarki í greiðslur út á fram- leiðslu og að kvótakerfi í mjólk verði lagt niður um miðjan samningstím- ann sem er til tíu ára og eitt verð greitt fyrir alla mjólk. Sigurður segir þó að bætt hafi verið við varnöglum til að hægt verði að bregðast við ef framleiðslan fer úr böndum eða markaðir bregðast. Hægt verður að endurskoða samning- inn tvisvar ef hann nær ekki mark- miðum sínum. Efnt verður til nýs verkefnis um framleiðslujafnvægi í mjólk. Sigurður segir að hægt verði að beita stuðningskerfinu til að draga úr framleiðsluhvötum, ef þurfa þykir, til dæmis til að fækka kúm. Samið verður um rauð strik í nautgripa- og sauðfjárrækt til að hægt verði að grípa til aðgerða ef þróunin verður neikvæð. Ef mjólkurverð lækkar um 15% eða meira fram að fyrri endur- skoðun verður ákvörðun um afnám kvótakerfisins endurskoðuð. Sigurður segir að þetta geti til dæmis orðið ef markaðssetning erlendis skilar ekki jafngóðum árangri og vonast er til og verð til bænda lækkar í kjölfarið. Rauða strikið í sauðfjárræktinni mið- ast við að ef ekki tekst að auka verð- mæti afurða um 7,5% að raunvirði verður afnám beingreiðslna endur- skoðað. „Ég hef fulla trú á því að hægt sé að koma í veg fyrir offramleiðslu mjólkur,“ segir Sigurður. Hann seg- ir að breytingarnar sem gerðar hafi verið frá fyrri drögum séu til þess að auka fólki öryggi á meðan þessar miklu breytingar ganga yfir. Lagt fyrir í atkvæðagreiðslu Stefnt er að undirritun búvöru- samninga í næstu viku en ekki er öruggt að það takist. Sauðfjár- og nautgriparæktarsamningarnir fara síðan í almenna atkvæðagreiðslu meðal bænda. Rammasamningurinn verður væntanlega lagður fyrir bún- aðarþing til umfjöllunar og af- greiðslu. Morgunblaðið/ÞÖK Í sveit Samninganefndir eru að leggja lokahönd á nýja búvörusamninga sem taka aðallega til sauðfjár- og nautgriparæktarinnar í landinu. Hafa bætt við nýjum varnöglum Sigurður Loftsson  Gerð búvörusamninga komin á lokastig PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET... ÚTSALA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Verðdæmi: Harðparket eikarplanki 8mm kr. 1990.- m2 Tarkett viðarparket eik 3 stafa kr. 3990.- m2 Teppi og dúkar 25-70% afsláttur WC innb. kassi/skál/seta kr. 39.700 Þúsundir fermetra af flísum með 20%-70% afslætti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.