Morgunblaðið - 03.02.2016, Síða 17

Morgunblaðið - 03.02.2016, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016 Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður | Sími 560 4300 | saltkaup.is í miklu úrvali Tunnur og fötur Salt - Umbúðir - Íbætiefni Ný heimasíða David Cameron, forsætisráðherra Breta, fagnaði í gær nýjum til- lögum Evrópu- sambandsins sem miða að því að halda Bretum áfram innan ESB. Cameron sagði að þær fælu í sér „mikilvægar breytingar“ og „raunverulegur árangur“ hefði náðst í viðræðum við ESB. And- stæðingar aðildar Bretlands að sambandinu sögðu hins vegar að tillögurnar fælu ekki í sér neinar raunverulegar breytingar á tengslum landsins við ESB. Tillög- urnar fela m.a. í sér heimild til að fella niður bótagreiðslur til erlends vinnuafls og vernd fyrir ríki utan evrusamstarfsins. BRETLAND Deilt um nýjar tillögur ESB David Cameron Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Úrslit forkosninga repúblikana í Iowa í fyrradag eru sigur fyrir öld- ungadeildarmennina Ted Cruz og Marco Rubio en talsvert áfall fyrir auðkýfinginn Donald Trump og talið er líklegt að á næstu vikum standi baráttan einkum milli þeirra þriggja. Í forkosningum demókrata var hins vegar mjög lítill munur á fylgi Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, og öldunga- deildarmannsins Bernie Sanders, sem vann upp allt að 40 prósentu- stiga forskot hennar í kosningabar- áttunni. Donald Trump var að meðaltali með sjö prósentustiga forskot í Iowa í tíu síðustu fylgiskönnunum sem gerðar voru í ríkinu fyrir kjörfund- ina í fyrradag. Svo fór þó að Ted Cruz, öldungadeildarmaður frá Tex- as, fékk mest fylgi, um 28%, og Trump var í öðru sæti með 24%. Trump reyndist vera nær því að lenda í þriðja sætinu en því efsta því að Marco Rubio, öldungadeildar- maður frá Flórída, kom fast á hæla honum með 23% og mun meira fylgi en spáð hafði verið. Ben Carson, fyrrverandi taugaskurðlæknir, var í fjórða sæti með 9% atkvæðanna. Mjög íhaldssamir kjósendur Þótt línurnar hafi skýrst nokkuð gefa úrslitin í Iowa takmarkaða mynd af styrk frambjóðendanna í forkosningunum. Hafa þarf í huga að Mike Huckabee sigraði í Iowa í forkosningum repúblikana árið 2008 og Rick Santorum fjórum árum síð- ar, en þeir voru báðir langt frá því að verða forsetaefni repúblikana. Úrslitin í Iowa benda til þess að Trump standi ekki eins vel að vígi og talið hefur verið en of snemmt er að afskrifa hann þar sem hann er enn álitinn sigurstranglegri en Cruz í New Hampshire þar sem kosið verð- ur næst. Bíði Trump ósigur þar á þriðjudaginn kemur gæti það orðið honum að falli í baráttunni fyrir því að verða forsetaefni repúblikana, að mati Davids Redlawsk, prófessors í stjórnmálafræði við Rutgers- háskóla. Kannanir benda til þess að Ted Cruz hafi notið mests stuðnings meðal repúblikana sem lýsa sjálfum sér sem „mjög íhaldssömum“ kjós- endum. Þessi kjósendahópur er óvenjuáhrifamikill í Iowa því hlutfall „mjög íhaldssamra“ kjósenda er tal- ið hærra þar en í nokkru öðru ríki Bandaríkjanna. Nær tveir af hverjum þremur þeirra sem mættu á kjörfundina í Iowa eru í evangelískum söfnuðum og um þriðjungur þeirra kaus Ted Cruz. Mjög umdeildur þingmaður Þessi kjósendahópur er ekki eins stór í New Hampshire og kannanir benda til þess að Cruz eigi á bratt- ann að sækja þar en sigurlíkur hans eru taldar meiri í biblíubeltinu í suðurríkjunum þar sem kosið verður vikurnar á eftir. Jonathan Martin, stjórnmálaskýrandi New York Tim- es, segir að Cruz þurfi nú að ákveða hvort hann eigi að einbeita sér að New Hampshire til að reyna að vinna upp forskot Trumps fram að kosningunum þar eða að beina sjón- um sínum einnig að Suður-Karólínu þar sem evangelíski kjósendahópur- inn er álíka stór og í Iowa. Með sigri í New Hampshire myndi Ted Cruz senda þau skilaboð að hann gæti höfðað til fleiri kjósendahópa en ev- angelísku íhaldsmannanna, að mati Martins. Cruz er mjög umdeildur vegna íhaldssamra viðhorfa sinna í sam- félagsmálum, m.a. andstöðu við rétt kvenna til fóstureyðinga og hjóna- bönd samkynja para. Forystumenn repúblikana telja að ef Cruz verður forsetaefni þeirra gjaldi hann afhroð í forsetakosningunum þar sem hann geti ekki höfðað til óháðra kjósenda og miðjumanna sem líklegt er að ráði úrslitum. Ted Cruz er 45 ára og fæddist í Kanada. Móðir hans er bandarísk og faðir hans er innflytjandi frá Kúbu. Cruz nam lögfræði við Harvard- háskóla og var kjörinn í öldunga- deildina fyrir Texas árið 2012. Marco Rubio er 44 ára, kominn af fátækum innflytjendum frá Kúbu og þykir góður ræðumaður, eins og Cruz. Rubio var kjörinn í öldunga- deildina fyrir Flórída árið 2010 og naut þá stuðnings íhaldsmanna í te- boðshreyfingunni svonefndu. Sá stuðningur minnkaði þó árið 2013 þegar Rubio tók þátt í að semja lagafrumvarp um breytingar á inn- flytjendalöggjöfinni, m.a. til að gera ólöglegum innflytjendum kleift að fá dvalarleyfi. Takist Rubio að fylgja góðri út- komu sinni í Iowa eftir með því að verða í einu af þremur efstu sæt- unum í New Hampshire gæti það skipt sköpum í baráttu hans fyrir því að verða forsetaefni demókrata. Kannanir benda til þess að Rubio sé með svipað fylgi í New Hampshire og þrír aðrir frambjóðendur sem hafa fylgt meginstraumnum í repú- blikanaflokknum, þeir John Kasich, Chris Christie og Jeb Bush. Takist honum að skjótast fram fyrir þá í New Hampshire er líklegt að fast verði lagt að þeim að draga sig í hlé til að Rubio geti fengið atkvæði þeirra kjósenda, sem vilja hvorki Trump né Cruz, í von um að hann geti höfðað til óháðra kjósenda og miðjumanna í forsetakosningunum í nóvember. Rubio sækir að Trump og Cruz  Góð útkoma í forkosningum í New Hampshire í næstu viku gæti skipt sköpum fyrir Marco Rubio sem vonast til þess að geta sameinað þá repúblikana sem vilja hvorki Trump né Cruz sem forsetaefni AFP Sigurvegari Ted Cruz fagnar sigri í forkosningunum í Iowa með eiginkonu sinni, Heidi, og föður sínum, Rafael, prédikara og innflytjanda frá Kúbu. AFP Kom á óvart Marco Rubio ávarpar stuðningsmenn sína eftir að hafa lent í þriðja sæti í forkosningum repúblikana. Fjölskylda hans fylgist með. AFP Í fótspor eiginmannsins? Hillary Clinton ávarpar stuðningsmenn sína. Eiginmaður hennar og fyrrv. forseti, og dóttir þeirra standa á bak við hana. AFP Stórjók fylgi sitt Bernie Sanders ávarpar stuðningsmenn sína í Des Moines eftir að hafa unnið upp 40 prósentustiga forskot Hillary Clinton í Iowa. Mjög mjótt á munum » Hillary Clinton fékk 49,8% atkvæðanna og Bernie Sand- ers 49,6% í forkosningum demókrata í Iowa. » Sanders er talinn sigur- stranglegur í forkosningum sem fram fara í New Hamp- shire á þriðjudaginn kemur. » Sigurlíkur Clinton eru meiri í öðrum ríkjum þar sem kjós- endurnir eru íhaldssamari og telja Sanders of róttækan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.