Morgunblaðið - 03.02.2016, Síða 19

Morgunblaðið - 03.02.2016, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016 Reynisfjara Náttúran lætur ekki að sér hæða og þó sjórinn geti verið meinlaus á að líta er oft aðeins fuglinum fljúgandi fært við sjávarmálið í Reynisfjöru. RAX „Ekkert okkar ætl- ar að fara fram aftur. Birgitta er búin að margsegja að hún verði ekki á þingi í fleiri en tvö kjör- tímabil. Helgi Hrafn ætlar ekki aftur fram og ég ætla ekki aftur fram.“ Þetta sagði Jón Þór Ólafsson, þáverandi þingmaður Pírata, í viðtali við DV 30. maí 2014. Hann lýsti því yfir að hann myndi hætta á þingi á komandi ári. Ástæðan var einföld: Þar sem enginn hinna þriggja sitj- andi þingmanna ætlaði að halda áfram vildi hann gefa varaþing- manni sínum tækifæri: „Það að fara inn í næstu kosn- ingabaráttu með engan þingmann væri svolítið mikill missir á þeirri þekkingu sem hefur skapast. Ef ég stíg til hliðar á miðju kjör- tímabilinu þá hefur Ásta [Guðrún Helgadóttir], varaþingmaðurinn minn, sem er Pírati inn að beini og blóðheit í baráttunni, tvö ár til að sanna sig og ná tökum á starf- inu.“ Hámark átta ár á þingi Jón Þór stóð við yfirlýsingar sínar og lét af þingstörfum sum- arið 2015. Hann hefði áhyggjulaus getað haldið áfram því ljóst er að Birgitta Jónsdóttir, sem var fyrst kjörin á þing 2009 fyrir Borgarahreyf- inguna, ætlar að sækjast eftir endur- kjöri. Eitt af baráttu- málum Birgittu og fé- laga hennar fyrir kosningarnar 2009 var: „Við viljum að þing- menn sitji ekki lengur en 8 ár á þingi.“ Nokkrum vikum eftir að Jón Þór hvarf af þingi héldu Píratar aðalfund og í setningarræðu lýsti Birgitta Jónsdóttir því yfir að Pí- ratar væru tilbúnir til að gera bindandi samkomulag við aðra flokka fyrir kosningar um að næsta kjörtímabil verði aðeins níu mánuðir og að á sex mánuðum verði annars vegar lögfest ný stjórnarskrá og hins vegar boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram: „Mér finnst þetta vera verkefni sem ég er til í að leggja allt í söl- urnar fyrir og það eina sem gæti orðið til þess að ég treysti mér aftur í framboð.“ Flokkseigendafélag Pírata Í skjóli yfirlýsingar um bindandi samkomulag fyrir kosningar, ákvað Birgitta að lengja þing- mennsku sína um a.m.k. níu mán- uði. En bindandi samkomulag er ekki lengur forsenda þess að Birg- itta haldi áfram þingmennsku. Nú er það baráttan við frjáls- hyggjufólk sem rekur þingmann- inn aftur í framboð. Birgitta skrifaði eftirfarandi skilaboð á fésbókarsíðu Frjáls- hyggjufélagsins 26. janúar síðast- liðinn: „Ég ætla að bjóða mig fram þó það væri ekki nema til að tryggja að ykkar hugmyndafræði taki ekki yfir Pírata.“ Gamall „flokkseigandi“ hefði vart getað orðað þetta með skýr- ari hætti: Þetta er flokkurinn minn, ég ræð og móta stefnuna. Þeir sem stíga ekki í takt við mig eru óæskilegir og óvelkomnir. Flokkseigendafélag Pírata hefur ákveðið að gera þá sem aðhyllast frjálshyggju útlæga úr flokknum. Þannig eru Píratar að líkjast æ meira hefðbundnum vinstri flokki, þar sem agavaldi er beitt og fá- menn „klíka“ ákveður hverjir skuli vera framboði og hverjir ekki. Í takt við aðra vinstri flokka Í störfum sínum á þingi og í meirihluta borgarstjórnar hafa Pí- ratar tekið upp siði hinna hefð- bundnu stjórnmálamanna. Borg- arbúar eiga erfitt með að átta sig á því hver munurinn er á Pírötum og Samfylkingunni og mörkin milli Vinstri grænna og Pírata eru enn óskýrari. Munurinn á Pírötum og Bjartri framtíð virðist fyrst og fremst liggja í því að síðarnefndi flokkurinn er orðinn að engu. Á þingi stíga Píratar í takt við stjórnarandstöðuna. Þeir taka þátt í málþófi í náinni samvinnu við aðra vinstri flokka og gerast með- flutningsmenn frumvarpa sem gera ráð fyrir aukinni skattheimtu og auknum útgjöldum ríkissjóðs. Jafnvel forseti lýðveldisins fer fyrir brjóstið á flokkseigendum Pírata sem sverja sig þannig í bræðralag með gömlum flokkseig- endum Alþýðubandalagsins. Við setningu Alþingis á liðnu hausti varaði Ólafur Ragnar Grímsson við vanhugsuðum breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins. Þá var Birgittu nóg boðið og sakaði for- seta að hafa „fært sig inn á háska- legar og gerræðislegar brautir gagnvart þingræðinu“. Vonir um breiðfylkingu Össur Skarphéðinsson, sem kallar sjálfan sig heiðurspírata, hefur gert hosur sínar grænar fyr- ir Birgittu og félögum. Miðað við fylgi Samfylkingarinnar er skilj- anlegt að Össur leiti skjóls hjá Pí- rötum sem hann lítur „á sem póli- tíska frændur og frænkur“, en ekki hægri flokk. „Ég man varla eftir þingmáli frá þeim sem ég gat ekki stutt og þeir hafa stutt mörg mál okkar í Samfylkingunni,“ sagði Össur í viðtali við Frétta- blaðið 13. nóvember á síðasta ári. Draumur Össurar er að mynduð verði „breiðfylking“ til að breyta stjórnarskránni, kjósa um aðild- arumsókn að Evrópusambandinu og „leysa deilur um fiskveiði- stjórnun og hálendið í eitt skipti fyrir öll í þjóðaratkvæðagreiðslu“: „Ég get vel hugsað mér að starfa með sjóræningja fyrir borð- sendanum í stjórnarráðinu.“ Össur vill að næsta vinstri stjórn verði undir forsæti Birgittu Jónsdóttur en sjálfur fékk hann rúmlega fjögur ár til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd en varð lítið úr verki, annað en að senda inn aðildarumsókn til Brussel og koma í veg fyrir þjóð- aratkvæðagreiðslu. Nú leitar hann á náðir pólitískra skyldmenna sem geta vart annað en tekið honum vel. Össur, líkt og Píratar, vill að kosningarnar á komandi ári snúist um breytingar á stjórnarskrá. Það er skiljanlegt að vinstri menn vilji ekki láta kjósa um efna- hagsmál og bætt lífskjör. Þess vegna hafa þeir sérstaka hags- muni af því að ekki náist samstaða í stjórnarskrárnefnd þannig að hægt sé að breyta stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu á sumri komandi – löngu fyrir kosningar. Eftir Óla Björn Kárason » Flokkseigendafélag Pírata hefur ákveðið að gera þá sem aðhyll- ast frjálshyggju útlæga úr flokknum. Píratar líkast æ meira hefð- bundnum vinstri flokki. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins. Píratar breytast í hefðbundinn stjórnmálaflokk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.