Morgunblaðið - 03.02.2016, Síða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016
Það olli bæði von-
brigðum og reiði þeg-
ar landslið Íslands
féll úr forkeppni EM
í handknattleik. Von-
brigðin eru skiljanleg.
En landsliðið og
þjálfari þess verð-
skulda ekki þá reiði-
öldu sem á þeim hef-
ur dunið og orsakað
uppsögn Arons Krist-
jánssonar á starfi
sínu. Landsliðið var komið í gott
form. Það sigraði landslið Þýska-
lands í seinni æfingaleik liðanna –
í Þýskalandi.
Og síðan sigraði liðið Noreg í
fyrsta leik EM, þar sem Björgvin
Páll varði í leikslok og tryggði
eins marks sigur. Eins marks tap
gegn Hvíta-Rússlandi var slys. Í
lok þess fyrri hálfleiks lék Ísland
grimma vörn, en missti mann útaf
mínútu fyrir lok hálfleiks. En Ar-
on Pálmarsson skoraði síðan tvö
mörk, og skyndilega var Ísland
fjórum mörkum yfir, 24-20, og
rúmar tuttugu mínútur til leiks-
loka. Þá var sem íslenska liðið
ætlaði að ganga frá sínum and-
stæðingi. Þetta nefnist á slangi „to
overkill“, þ.e. að ganga endanlega
frá andstæðingi sín-
um. En í staðinn fékk
liðið á sig fjögur mörk
á þremur mínútum.
Stuttar sóknir, hnoð,
tapaðir boltar.
Þetta gerðist ekki
að fyrirmælum þjálf-
arans. Þetta fram-
kvæmdu reynslubolt-
ar liðsins í sinni góðu
trú að geta gengið
endanlega frá sínum
andstæðingi.
Hin rétta herfræði
með þessa forystu
hefði verið að hægja á tempóinu,
og láta andstæðinginn taka vafa-
samar ákvarðanir. Flestir þjálf-
arar heimsins munu skoða grannt
þetta myndskeið. Eftir þetta var
liðið komið upp að vegg, með and-
stæðing sem hafði fengið blóð á
tunguna. Og eins marks tap.
Leikurinn við Króatíu er ekki
marktækur um getu liðsins. Leik-
menn hugsanlega vansvefta, með
sínum eigin ásökunum. Og leik-
urinn í samræmi við það.
Ósigur gegn Hvíta-Rússlandi
orsakaðist því af skyndilegu aga-
leysi leikmanna sjálfra á aðeins
þremur mínútum. Það orsakaðist
ekki af skipun þjálfarans, sem nú
hefur kvatt og tekið á sig afleið-
ingar ofangreindra mistaka. Aron
skilur eftir sig, þátt fyrir allt, góð-
an arf, sbr. sigra á Þýskalandi og
Noregi.
Hann æfði B-lið sem verður til
taks, og það lið sýndi góða takta á
móti Portúgal.
Með sigri á Noregi stöndum við
vel að vígi í næstu riðlakeppni,
eigandi við veikari lið. Slysaleg
mistök eru ekki nýnæmi, sbr.
London 2012, þar sem þáverandi
þjálfari tók m.a. ekki með besta
hægri hornamann landsins, og
tapaði slysalega. Án nokkurs upp-
náms hér heima. Hvar er hann svo
í dag?
Það ber að þakka Aroni Krist-
jánssyni hans mikla framlag sl.
fjögur ár, og ekki síður okkar
ágæta landsliði sem spilar kaup-
laust – og við fylgjum þeim í gleði
og sorg!
Handknattleikslandslið
Íslands og þjálfari þess
Eftir Ámunda H.
Ólafsson »Hin rétta herfræði
með þessa forystu
hefði verið að hægja á
tempóinu, og láta and-
stæðinginn taka vafa-
samar ákvarðanir.
Ámundi H.
Ólafsson
Höfundur er fyrrverandi flugstjóri.
Í Morgunblaðinu
þann 28.1. 2016 birtist
grein eftir fram-
kvæmdastjóra Við-
lagatryggingar Ís-
lands, Huldu
Ragnheiði Árnadótt-
ur.
Framkvæmdastjór-
inn er hér að svara
blaðaskrifum sem
hafa verið í Morgunblaðinu og á
mbl.is um starfshætti Viðlagatrygg-
ingar Íslands gagnvart tjónþolum.
Þegar ég les þessa blaðagrein sé
ég glöggt hversu framsýnn og hæfi-
leikaríkur Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra er. Á
haustfundi miðstjórnar Framsókn-
arflokksins sem haldinn var í Vog-
um á Vatnsleysuströnd þann 21.11.
2015 taldi hann mesta þjóðarmein
um þessar mundir vera ábyrgð-
arleysi í samfélaginu og sagði ótrú-
lega mikið umburðarlyndi fyrir
bulli og rangfærslum á Íslandi.
Þarna hittir Sigmundur Davíð
naglann á höfuðið, en það merki-
lega er að þarna er hann alveg
sammála rithöfundinum Þórbergi
Þórðarsyni (1888-1974). Árið 1944
birtir hann bókina: Einum kennt –
öðrum bent. Þar skilgreinir hann
bullið í fjóra meginflokka. Í stuttri
blaðagrein tekst framkvæmdastjór-
anum að birta alla þessa 4 flokka:
skalla, uppskafningu, lágkúru og
ruglandi. Þórbergur skilgreinir
ruglandi á eftirfarandi hátt: Rugl-
andin lýsir sér í margskonar veik-
leika eða blindu í hugsun, svo sem
ósönnum staðhæfingum, gölluðum
skilgreiningum, bágbornum rök-
semdaleiðslum, kjánalegum skoð-
unum og röngum frásögnum. Þór-
bergur segir ruglandi hafða í
frammi ýmist óvitandi eða sé höfð í
frammi af ráðnum hug.
Þótt framkvæmdastjórinn fari
þarna með alkunnar klisjur þá
skiptir ekki öllu hvað stendur í lög-
um nr. 55/1992 eða reglugerð nr.
83/1993 sem reyndar byggist á úr-
eltum lögum nr. 20/1954, sem voru
afnumin með lögum um vátrygging-
arsamninga nr. 30/2004. Það sem
skiptir máli er hvernig farið er eftir
þessum ákvæðum í reynd. Stofn-
unin hefur dýrustu lögmenn og
verkfræðinga landsins á sínum
snærum til þess eins að geta greitt
tjónþolum sem minnstar bætur.
Þannig að nær gæti verið að kalla
þessa tegund tryggingar hul-
iðstryggingu frekar en við-
lagatryggingu.
Framkvæmdastjórinn talar um
að tjónþola gefist ávallt kostur á að
vera viðstaddur matið, málið ávallt
borið undir tjónþola og honum gef-
inn kostur á að tjá sig. Þetta skipt-
ir engu máli, því það er ekkert
hlustað á tjónþola, bara valtað yfir
þá.
Viðlagatrygging Íslands vill taka
sér sjálfdæmi (sbr. Njálu og Grá-
gás), í málefnum tjónþola. Þess
vegna vill framkvæmdastjórinn
banna fólki að leita til lögfræðinga.
Framkvæmdastjórinn virðist ekki
skilja það að stofnunin er stjórn-
vald í skilningi stjórnsýslulaga og
er þar bundin af rannsóknarreglu
stjórnsýsluréttar, sem felur það í
sér að stofnuninni ber að rannsaka
mál með sama hætti og lögregla
sakamál (sbr. Pál Hreinsson,
Stjórnsýsluréttur – Málsmeðferð,
2013 bls. 469-472).
Varðandi það sem fram-
kvæmdastjórinn segir um úrskurð-
arnefndina skv. 19. gr. laga nr. 55/
1992, að hún heyri undir fjár-
málaráðherra, þá er það hrein
ruglandi. Úrskurðarnefndin er
sjálfstætt hliðarsett stjórnvald sem
fjármálaráðherra hefur ekkert yfir
að segja (sjá stjórnsýslulögin, Páll
Hreinsson, forsætisráðuneytið 1994,
bls. 259-265) og er úrskurð-
arnefndin kostuð af Viðlagatrygg-
ingu.
Það að stofnuninni sé ekki heim-
ilt að greiða lögfræði- eða mats-
kostnað á sér hvergi stað í lögum.
Aftur á móti hefur úrskurð-
arnefndin úrskurðað svo í máli nr.
3/2012 frá 10. maí 2013:
„Ekki er fært að fallast á kröfu
kæranda um útlagðan kostnað
vegna kærumáls þessa, enda hefur
úrskurðarnefndin ekki lagaheimild
til slíks.“ Aldrei hefur reynt á það
fyrir dómi hvort stofnunin sé und-
anþegin greiðslu lögfræði- og mats-
kostnaðar tjónþola vegna þess að
fólk er yfirleitt þrotið að kröftum
þegar það er búið að fara í gegnum
það langa, dýra og tímafreka ferli
sem leiðrétting smánarlegra tjóna-
bóta er. Í 70. gr. stjórnarskrárinnar
eru fólki tryggð eftirfarandi grund-
vallarmannréttindi: ,,Öllum ber
réttur til að fá úrlausn um réttindi
sín og skyldur eða um ákæru á
hendur sér um refsiverða háttsemi
með réttlátri málsmeðferð innan
hæfilegs tíma fyrir óháðum og
óhlutdrægum dómstóli.“ Í raun er
þessi réttur tekinn af tjónþolum
með þessu úrskurðarnefndarferli.
Bæði vegna þess hversu langdregið
og dýrt þetta ferli er. Fleiri en eitt
dæmi eru um að mál verði að fara
tvisvar fyrir úrskurðarnefndina
meðan mál eru í þessu úrskurð-
arferli, sem getur tekið allt upp í 8
ár. Þá eru mál ekki dómtæk fyrir
héraðsdómstólunum og/eða í fram-
haldi af því fyrir Hæstarétti því
dómstólarnir vilja láta klára kæru-
leiðir framkvæmdavaldsins áður en
þeir telja mál dómtæk.
Fyrirsögn þessarar greinar vísar
til ákvæðis í 17. gr. laga nr. 55/1992
um Viðlagatryggingu Íslands.
Tímaskyn manna virðist vera með
mjög mismunandi hætti. Fram-
kvæmdastjórinn virðist telja 8-10
ár vera svo fljótt sem auðið er. Alla
vega tala verk hennar því máli.
Svo fljótt
sem auðið er
Eftir Ingileif S.
Kristjánsdóttur og
Diðrik Jóhann
Sæmundsson
Ingileif Steinunn
Kristjánsdóttir
»… fólk er yfirleitt
þrotið að kröftum
þegar það er búið að
fara í gegnum það
langa, dýra og tíma-
freka ferli sem leiðrétt-
ing smánarlegra tjóna-
bóta er.
Ingileif er agr.dr. í erfðafræði og sam-
eindalíffræði og Diðrik er bóndi.
Diðrik
Sæmundsson
Hulda Ragnheiður
Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Við-
lagatryggingar Ís-
lands, ritar grein í
Morgunblaðið 28. jan-
úar sl., þar sem hún
gerir grein fyrir með-
ferð tjónamála hjá
Viðlagatryggingu. Ef
meðferð tjónamála
væri með þeim lipra
hætti, sem fram-
kvæmdastjóri Viðlagatryggingar
lýsir í blaðagrein sinni, þá væri
ágreiningur milli tjónþola og Við-
lagatryggingar ekki á þann veg
sem staðreynd er, þ.e. að fjölmarg-
ir tjónþolar eru ósáttir, ágreinings-
mál fjölmörg og margir tjónþolar
hafa gefist upp af fjárhagsástæðum
við að ná fram sanngjörnum tjóna-
bótum eftir jarðskjálftann 2008.
Mér finnst þessi framsetning
framkvæmdastjórans satt best að
segja eins og blaut tuska framan í
þá mörgu sem gefist hafa upp
gagnvart Viðlagatryggingu. Fróð-
legt væri að fá samanburð á fjölda
mála hjá úrskurðarnefnd, annars
vegar eftir jarðskjálftann árið 2000
og hins vegar eftir jarðskjálftann
árið 2008. Einnig hver heild-
arkostnaður Viðlagatryggingar sé
eftir sömu jarðskjálfta, þ.e.a.s
kostnaður við dómkvödd möt og
lögfræðikostnaður.
Ef tjónþolar eru sáttir við niður-
stöðu matsmanna á umfangi tjóns,
þá þurfa tjónþolar ekki að leggja í
kostnað við að reyna að fá fram
sanngjarna lausn. Ef tjónþoli er
ósáttur við mat, og tekst ekki að fá
betri niðurstöðu hjá matsmönnum
Viðlagatryggingar eða stjórninni,
þá leitar tjónþoli eftir mati frá öðr-
um hæfum matsmönnum. Þarna
hefst kostnaður tjónþola, sem get-
ur undið upp á sig. Niðurstaða
slíkra mata er í flestum tilfellum
tjónþola hagstæðari en mat Við-
lagatryggingar. Eitthvað er í for-
sendum matsmanna
Viðlagatryggingar,
sem gerir lítið úr tjóni
tjónþola. Við-
lagatrygging stendur í
flestum tilfellum með
sínum matsmönnum,
þrátt fyrir að hæfir og
viðurkenndir mats-
menn á vegum tjón-
þola hafi sýnt fram á
með faglegum rökum
niðurstöðu, sem er
hagstæðari fyrir tjón-
þola.
Í mínu máli var það
mat matsmanna Viðlagatryggingar
að tjón mitt á þeirri byggingu sem
um er deilt næmi tæplega krónum
190.000,00. Úrskurðarnefnd við-
lagatrygginga, sem er æðsta
stjórnvald skv. lögum um Við-
lagatryggingu, hefur úrskurðað að
bæta skuli tjón á byggingunni sem
altjón. Þarna er mikill munur á.
Kostnaðarsöm barátta mín hefur
skilað þessum árangri. Hvers
vegna fer Viðlagatrygging ekki eft-
ir úrskurði úrskurðarnefndarinnar?
Hvers vegna heldur Viðlagatrygg-
ing áfram að berja hausnum við
steininn? Ekki er allt jafn sann-
gjarnt og framkvæmdastjórinn
heldur fram í fyrrnefndri grein.
Raunveruleikinn er því miður allt
annar.
Búið er að framkvæma sex möt á
þeirri byggingu, sem um er deilt í
mínu máli og það sjöunda er fram-
undan að ósk Viðlagatryggingar,
þar sem Viðlagatrygging reynir að
ógilda mat Þjóðskrár á bygging-
unni. Mat Þjóðskrár er byggt á fag-
legum forsendum samkvæmt gild-
andi lögum um mat fasteigna.
Takist Viðlagatryggingu að ógilda
mat Þjóðskrár, þá verður almennt
að skoða möt Þjóðskrár á bygg-
ingum, sem aftur getur kallað á
endurútreikning á brunabótagjöld-
um bygginga í landinu.
Viðlagatrygging Íslands –
þrautaganga tjónþola
Eftir Jón Hólm
Stefánsson »Ekki er allt jafn
sanngjarnt og fram-
kvæmdastjórinn heldur
fram …
Jón Hólm
Stefánsson
Höfundur er skógar- og ferðaþjón-
ustubóndi á Gljúfri í Ölfusi.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.