Morgunblaðið - 03.02.2016, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016
Nýsköpunar- og tækniráðstefnan
Sónar +D verður í fyrsta sinn
haldin hér á landi, í Hörpu dagana
17. til 19. febrúar, samhliða tónlist-
arhátíðinni Sónar Reykjavík. Ráð-
stefnan er opin öllum gestum há-
tíðarinnar og segja aðstandendur
hana vera heilmikla viðbót við þeg-
ar auglýsta dagskrá hátíðarinnar.
Meðal þátttakenda í Sónar +D eru
sumir af þeim rúmlega 70 lista-
mönnum og hljómsveitum sem
koma fram á Sónar Reykjavík í ár,
auk erlendra fyrirlesara á sviði
samfélagsmiðla, tónlistarsköpunar
og miðlunar.
Aðstandendur Sónar segja í til-
kynningu að allt frá því hátíðin var
fyrst haldin í Hörpu árið 2013 hafi
hún hlaðið utan á sig og sé nú von
á um 1.500 erlendum gestum.
„Mikil þróunarvinna hefur farið
fram á bakvið Sónar +D hjá Són-
ar-hátíðinni í Barcelona þar sem
markmiðið hefur verið að bjóða
upp á sérstaka dagskrá sem kynn-
ir það nýjasta í nýsköpun, tónlist
og tækni – sem og að skapa ný
tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki.
Sónar +D í Barcelona sækja um
6.000 manns,“ segir í tilkynningu
og bætt er við að stefnt sé á að
+D verði hluti af Sónar Reykjavík
næstu ár, samhliða því sem hátíðin
stækkar og erlendum gestum
hennar fjölgar.
Konur í tónlist
Dagskrá Sónar +D í Reykjavík
skiptist niður í nokkur þemu og
verður boðið upp á pallborðs-
umræður, kynningar á tækni og
tækjum og námskeið. Meðal dag-
skrárliða eru pallborðsumræður
um konur í tónlist þar sem The
Black Madonna ræðir við Ellen Al-
lien, Sölku Sól og Natalie Gunn-
arsdóttur um mýtuna um gler-
þakið; Ólafur Arnalds mun ræða
við Pétur Jónsson um hvernig
hann hefur lagað sig að misumandi
verkefnum og um leið verið trúr
sinni köllun sem tónlistarmaður;
og Margeir Steinar Ingólfsson
mun ræða við samfélagsmiðlafröm-
uðinn Oliver Luckett um það
hvernig samfélagsmiðlar hafa
breytt markaðssetningu á tónlist
og tónlistarhátíðum.
Þá koma saman fulltrúar nokk-
urra af framsæknustu útgáfufyr-
irtækjum landsins og ræða stöð-
una, tilkomu Spotify og áhrif
streymiþjónusta á útgáfu tónlistar.
Skjáir og myndvarpar eru orðn-
ir staðalbúnaður a tónlistar-
hátíðum í dag og sú upplifun verð-
ur inntakið í samtali Atla Bolla-
sonar og Gabríels Benedikts
Bachmann um hvað þau áhrif sem
grafík og framsetning á henni í lif-
andi tónlistarflutningi geti haft
mikil áhrif á upplifun áhorfenda.
Tónlistarmaðurinn Frank Murd-
er mun kynna módular-hljóðfæri
sem hann hefur hannað og segja
frá því þegar hann fór að þróa
tæki til að tengja saman upplifun
hans og áhorfenda.
Dirty Electronics stendur fyrir
námskeiði þar sem nemendum
verður kennt að búa til sinn eigin
synthesizer og spila á hann með
hjálp kennara frá Mute. Námskeið
þetta hefur verið haldið víða um
lönd við miklar vinsældir.
Pioneer mun kynna nýjustu
tækin fyrir plötusnúða; Vínyll.is
kynnir hvernig hægt er að fram-
leiða vínylplötur með litlum til-
kostnaði og tíma auk þess sem
Orgelsmiðjan kynnir eitt af þeim
37 orgelum sem fyrirtækið hefur
smíðað.
Gestum býðst að setja upp sýnd-
arveruleikagleraugu og upplifa
sýndarveruleikamyndband frá
Warp Records og tónlistarmann-
inum Squarepusher.
Krakkar semja tónlist
Sónar +D fer fram í Flóa í
Hörpu síðdegis alla þrjá dagana
sem Sónar Reykjavík stendur yfir.
Þá verður einnig í húsinu dag-
skráin Sónar Krakkar, í samvinnu
við Símann. Þar fá 48 börn á aldr-
inum 9 til 13 ára tækifæri til að
læra að semja tónlist á iPada und-
ir leiðsögn tónlistarfólksins Borko
og Rúnu Esradóttur.
Ráðstefna haldin
samhliða Sónar
Fjöldi dagskrárliða á Sónar +D
Salka Sól
Eyfeld
Atli
Bollason
Ólafur
Arnalds
Rúna
Esradóttir
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég geri ráð fyrir að flytja eitthvað
af eldri lögum, en megináherslan
verður samt á nýja músík,“ segir
tónlistarmaðurinn Högni Egilsson
aðspurður um efnisskrá sína, en
hann kemur fram á tónleikum
Blikktrommunnar í Kaldalóni
Hörpu í kvöld kl. 20.
„Að undanförnu hef ég verið að
vinna í sólóplötu sem ég er að und-
irbúa og ég mun vonandi flytja sem
mest af nýju efni á tónleikunum.
Mér finnst svo spennandi að fást við
óútsprungna músík, því þá get ég
enn haft áhrif á hana og hvernig hún
er að myndast. Það fer ákveðinn
dans af stað við tónsmíðarnar. Það
skapast alltaf nýjar víddir inni í lög-
unum við það að handfjatla þau blíð-
lega,“ segir Högni, sem flytja mun
tónlist sína einn við flygilinn á tón-
leikunum. Spurður hvort hann verði
líka bara einn við flygilinn á vænt-
anlegri plötu svarar Högni því neit-
andi. „Mér finnst gaman að hafa tón-
vefinn þykkan og leika mér með
mismunandi hljóðfærahópa. Á tón-
leikunum verða lögin hins vegar
nakin.“ Inntur eftir því hvort nýja
tónlistin hans sé í fjörugri eða ró-
legri kantinum segist Högni eiga
erfitt með að svara því.
„Þetta er bara tónlistin mín. Ég
veit ekki alveg hvernig ég á að út-
skýra það. Ég verð mjög glaður þeg-
ar ég heyri góða tónlist, þá fer ég í
stuð – á sama tíma og einhverjum
öðrum finnst þetta sama lag of ró-
legt,“ segir Högni og tekur fram að
útsetningar laga gegni lykilhlut-
verki. „Með útsetningunni er hægt
að breyta stemningu og tilfinningu
lags,“ segir Högni og líkir útsetning-
unni við klæðnað. „Það er samt alltaf
sama lagið bak við klæðin. Mér
finnst mikilvægast að tónlistin sé
sönn og heiðarleg og hrífandi án
þess endilega að vera hjartnæm.
Það er snúið að finna hvað gerir tón-
list hrífandi, en það er auðvitað sá
leikur sem maður er í sem tónlist-
armaður.“
Ambátt sögunnar
Spurður hvenær næsta sólóplata
hans sé væntanleg segir Högni erfitt
að svara því. „Efnið er allt tilbúið, en
ég vil geta gefið mér góðan tíma og
undirbúa útgáfuna vel. Mig langar
að skapa sérstakan myndheim í
kringum músíkina,“ segir Högni
sem hefur nóg að gera um þessar
mundir í leikhúsunum. Hann samdi
tónlistina við Old Bessastaðir sem
Leikhópurinn Sokkabandið frum-
sýnir í Tjarnarbíói annað kvöld og
vinnur sem stendur að tónlistinni
fyrir Hleyptu þeim rétta inn sem
Þjóðleikhúsið frumsýnir síðar í mán-
„Heiðarleg og hrífandi“
Högni Egilsson á Blikktrommunni í Hörpu í kvöld kl. 20
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Eins og önnur skáldverk þá fjallar
þetta um samtíma sinn. Mig langaði
að fjalla um hvernig við hefðum
þetta. Við einangrum börn og gam-
almenni og við það myndast sam-
hengisleysi og einangrun hópa, rof
milli kynslóða,“ segir Halldóra K.
Thoroddsen um nóvellu sína Tvöfalt
gler sem hún hlaut nýverið Fjöru-
verðlaun fyrir í flokki fagurbók-
mennta.
Tvöfalt gler kom upphaflega út í
tímaritaröðinni 1005, sem gefin er út
í takmörkuðu upplagi. Fyrir það
hafði handritinu verið hafnað af for-
lögum en Hermann Stefánsson, einn
af félögum tímaritsins, óskaði eftir
því að fá handritið til útgáfu í 1005.
Nóvellan kom út að nýju hjá bókaút-
gáfunni Sæmundi.
Hvorki dauðar
né skoðanalausar
Tvöfalt gler fjallar um ekkju á átt-
ræðisaldri sem verður ástfangin og
hefur sitthvað um samtíma sinn að
segja, sem hún fylgist með í gegnum
tvöfalt gler íbúðar sinnar. Verk í ís-
lenskum bókmenntum þar sem frá-
sagnarmiðjan er gömul kona eru ekki
algeng. Halldóra segist ekki hafa átt í
erfiðleikum með að setja sig í stell-
ingu áttræðrar konu. „Ég þekki dá-
lítið af gömlum fínum kerlingum og
þær eru hvorki dauðar né skoðana-
lausar,“ segir hún og hlær.
„Gamla konan finnur mikið fyrir
þessu rofi milli kynslóða. Ég leyfi
henni að geisa og reyni að lifa mig inn
í hennar veröld sem er svolítið ein-
angruð. Hún er hlutverkalaus í þessu
samfélagi okkar og hefur ekki mikil
þátttökuréttindi. Samfélagið snýst
bara um aldurshópinn sem er í miðj-
unni og vinnur. Börn eru líka í ein-
angrun en þau finna kannski ekki
eins fyrir því, þó að þau hefðu gott af
að læra af fleirum en jafnöldrum sín-
um. Þau eru sæl hvar sem þau eru,“
segir Halldóra ennfremur.
Hún bendir á að einangrun þess-
ara hópa hvors frá öðrum er gerð í
hagræðingarskyni í þágu vinnandi
fólks. „Mér finnst þetta fyrirkomulag
sem við höfum valið okkur og teljum
okkur trú um að sé það besta í heimi
leiðinlegt. Í nútímanum hljótum við
að geta fundið skemmtilegri leiðir,“
segir Halldóra.
Spurð hvort rofið milli kynslóða
hafi aukist með árunum segir hún
það eiga einkum við um okkur Ís-
lendinga. „Því við erum svo nýorðnir
borgarar. Við mættum um aldamótin
á sauðskinnsskónum úr torfbænum
inn í nýjan heim. Við geymum hinn
heiminn í minningunni. Ég er ekki að
segja að ég sakni þrældómsins held-
ur sakna ég samhengisins sem við
eigum minningu um. Ég ólst t.d. upp
með tveimur ömmum inni á heimili.“
Vinnan orðin djók
Í verkinu er komið við kaunin á
samfélagsgerðinni þar sem vinnan er
yfirskipuð öllum dyggðum og neyslu-
hyggjan stýrir lífi og limum fólks.
„Þessi vinna hjá okkur er orðin djók.
Við keppumst við að framleiða fram-
leiðslunnar vegna. Kaupa meira og
hendum meiru. Aðallega hendum til
þess að halda þessu hjóli gangandi,“
segir Halldóra.
Halldóra er ljóðskáld og hefur áð-
ur sent frá sér þrjár ljóðabækur og
tvö smásagnasöfn á yfir tæplega tutt-
ugu ára tímabili. Nóvellan er stutt en
textinn er þó lengri en hún fæst alla
jafna við.
„Þetta erindi útheimti svona frá-
sögn fannst mér. Sumt kemst ekki al-
veg fyrir í ljóði og þarf að útlista bet-
ur. Yfirleitt kemur allt til mín sem
ljóð sem ég þarf að segja því ég er
ljóðskáld. Ég hugsa þannig og er í
þeirri stellingu. En svo getur maður
skipt um stellingar en það hefur verið
mitt hingað til,“ segir Halldóra um
formið.
Hún segist vera frekar á móti
löngum bókum. „Alltaf þegar ég les
fimm til sex hundruð síðna bækur þá
langar mig að þétta þær,“ segir Hall-
dóra og bætir við: „Ætli ég skrifi
nokkurn tíma 500 síðna bók. Ég hef
ekki þörf fyrir það,“ segir hún glett-
in.
„Ég geri alltaf ljóð við og við. Ann-
ars hef ég ekki gert mikið und-
anfarið. Maður á bara að bíða eftir
gyðjunni og ekki að þröngva ein-
hverju fram,“ segir Halldóra spurð
út í næstu verkefni. Hún segist held-
ur ekki vilja hafa of hátt um það sem
hún er að fást við þá stundina, því þá
gæti einhver heimtað eitthvað af
henni, segir hún og brosir.
Morgunblaðið/Eggert
Rof „Mér finnst þetta fyrirkomulag sem við höfum valið okkur og teljum okkur trú um að sé það besta í heimi leið-
inlegt,“ segir Halldóra K. Thoroddsen um verkið sem fjallar um rof á milli kynslóða í íslensku samfélagi.
„Maður á bara að
bíða eftir gyðjunni“
Nóvellan Tvöfalt gler fjallar um ástfangna áttræða konu
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla