Morgunblaðið - 11.02.2016, Síða 8

Morgunblaðið - 11.02.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 1. - 8. JÚNÍ 2016 HEILLANDI ÍTALÍA Dýrðardvöl við Lago Maggiore og Comovatn. Í þessari fallegu ferð gefst einstakt tækifæri til að kynnast nánar þessu svæði á Norður- Ítalíu. Farastjóri í þessir ferð verður Hlíf Ingibjörnsdóttir. NÁNAR Á UU.IS Að gefnu tilefni fer bloggarinnSigurður Sigurðarson á flug:    Eftirfarandi tilkynning var íkvöld send frá utanríkisráðu- neytinu til fjölmiðla:    Eva Adamsdóttirhefur verið ráðin aðstoðar- maður Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra. Um er að ræða hálft starf. Eva er 9 ára og stundar nám við grunnskólann á Sauðárkróki. Hún var í fjögur ári í Leikskólanum Brúsabæ í Hjaltadal og lauk þaðan námi sínu með lofsam- legum ummælum leikskólastjóra og þriggja fóstra.    Hún hefur að auki passað litlabróður sinn frá því hann fæddist í samvinnu við móður sína.    Eva hefur farið nokkrum sinnumalein út í búð og keypt mjólk. Því til viðbótar fer hún reglulega út með ruslið.    Hún hefur ofsalega oft farið meðpabba sínum og mömmu til út- landa og til dæmis hefur hún tvisv- ar komið í Tívolí í Kaupmannahöfn.    Nám sitt mun Eva stunda með-fram starfinu hjá utanríkis- ráðherra. Þó mun hún ekki vegna anna geta farið út með ruslið fyrir foreldra sína.    Utanríkisráðherra segist hlakkatil að vinna með Evu og telur hana hafa margt fram að færa í starfi sínu sem aðstoðarmaður ráð- herra. Hún sé til dæmis alveeeeg fluglæs og skrifandi.“ Sigurður Sigurðarson Því ekki það? STAKSTEINAR Gunnar Bragi Sveinsson Veður víða um heim 10.2., kl. 18.00 Reykjavík -2 léttskýjað Bolungarvík -2 léttskýjað Akureyri -1 alskýjað Nuuk -11 skafrenningur Þórshöfn 4 skýjað Ósló 0 skýjað Kaupmannahöfn 3 skýjað Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki 3 skúrir Lúxemborg 2 súld Brussel 6 skýjað Dublin 5 léttskýjað Glasgow 4 skúrir London 8 skýjað París 6 skýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 3 skýjað Berlín 6 skýjað Vín 5 skýjað Moskva 1 alskýjað Algarve 16 súld Madríd 15 skýjað Barcelona 15 skýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 11 heiðskírt Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -18 alskýjað Montreal -7 snjókoma New York 1 alskýjað Chicago -9 léttskýjað Orlando 11 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:38 17:47 ÍSAFJÖRÐUR 9:55 17:40 SIGLUFJÖRÐUR 9:38 17:22 DJÚPIVOGUR 9:11 17:13 Dýrahjálp Íslands stendur fyrir svonefndum ættleiðingardegi nk. sunnudag, 14. febrúar, á valent- ínusardaginn. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem félagið stendur fyrir slíkum viðburði en hann fer fram í versluninni Gæludýr.is á Korputorgi, frá kl. 12 til 15. Þar gefst áhugasömum færi á að ættleiða dýr en fjöldi katta verður á svæðinu sem Dýrahjálp tók að sér eftir að 50 illa farnir kettir voru með dómsúrskurði teknir af umráðamanni í iðnaðarhúsi í Reykjavík sl. haust. Samkvæmt upplýsingum frá Dýrahjálp hafa margar kisurnar úr iðnaðarhúsinu náð sér eftir alvarleg veikindi. Þær eru sagðar tilbúnar til að sýna sig og sjá aðra, í von um að eignast framtíðarheimili með fólki sem getur séð um þær og elskað. Vilja opna dýraathvarf „Finnur þú ástina hjá Dýrahjálp á Korputorgi?“ spyr félagið í fréttatilkynningu til fjölmiðla en um er að ræða sjálfboðaliðasamtök sem stefna að því að opna dýra- athvarf. Þangað til dýraathvarf verður sett á laggirnar er félagið með net fósturheimila sem taka dýr í fóstur til skamms tíma þangað til framtíð- arheimili finnst. Frá stofnun félagsins í maí árið 2008 hefur Dýrahjálp Íslands að- stoðað fjölda dýra í heimilisleit, eða alls 2.241 hund, 2.515 ketti, 218 kanínur, 39 hamstra, 100 fugla, níu mýs, 109 naggrísi, einn hest, níu fiska og 13 önnur dýr. Dýrahjálp með ættleiðingardag  Ættleiða má kött á valentínusardegi Ljósmynd/Dýrahjálp Ættleiðing Snúður er krúttlegur köttur sem leitar nýrra eigenda. Viðskiptavinir Símans geta ekki lengur greitt með reiðufé reikninga fyrirtækisins í Ármúla eins og áður. Þess í stað þurfa viðskiptavinir fyr- irtækisins að fara í banka og greiða þar. „Síminn hefur kvatt seðla og krón- ur, en þó einungis þegar kemur að uppgjöri reikninga á skrifstofu fé- lagsins,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símanns. „Ástæðan er sú að því fylgdi meiri kostnaður en ávinning- ur. Einungis lítið prósentubrot við- skiptavina okkar greiðir reikninga með reiðufé og geta þeir haldið því áfram í gegnum banka. Við hjá Sím- anum gerum áfram það sem við ger- um best í þágu viðskiptavina, sem er að veita þeim góða fjarskiptaþjón- ustu. Breytingin tók gildi í byrjun desembermánaðar. Afar fáir hafa kvartað undan þessu fyrirkomulagi, enda var það kynnt í tíma þeim sem kjósa þennan greiðslumáta,“ segir Gunnhildur Arna. Hjá Vodafone fengust þær upplýs- ingar að enn væri hægt að greiða reikninga með seðlum og krónum hjá þeim. Mjög fáir viðskiptavinir nýttu sér það úrræði enda flestir reikningar orðnir rafrænir. Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á þessu fyr- irkomulagi. benedikt@mbl.is Síminn kveður krónur og aura  Ekki lengur hægt að borga reikninga Símans með reiðufé nema í banka Morgunblaðið/Eggert Síminn Lítið brot viðskiptavina Símans borgar með reiðufé.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.