Morgunblaðið - 11.02.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016
1. - 8. JÚNÍ 2016
HEILLANDI
ÍTALÍA
Dýrðardvöl við Lago Maggiore og Comovatn.
Í þessari fallegu ferð gefst einstakt tækifæri
til að kynnast nánar þessu svæði á Norður-
Ítalíu. Farastjóri í þessir ferð verður Hlíf
Ingibjörnsdóttir.
NÁNAR Á UU.IS
Að gefnu tilefni fer bloggarinnSigurður Sigurðarson á flug:
Eftirfarandi tilkynning var íkvöld send frá utanríkisráðu-
neytinu til fjölmiðla:
Eva Adamsdóttirhefur verið
ráðin aðstoðar-
maður Gunnars
Braga Sveinssonar,
utanríkisráðherra.
Um er að ræða hálft
starf. Eva er 9 ára
og stundar nám við
grunnskólann á
Sauðárkróki.
Hún var í fjögur
ári í Leikskólanum
Brúsabæ í Hjaltadal
og lauk þaðan námi
sínu með lofsam-
legum ummælum leikskólastjóra og
þriggja fóstra.
Hún hefur að auki passað litlabróður sinn frá því hann
fæddist í samvinnu við móður sína.
Eva hefur farið nokkrum sinnumalein út í búð og keypt mjólk.
Því til viðbótar fer hún reglulega út
með ruslið.
Hún hefur ofsalega oft farið meðpabba sínum og mömmu til út-
landa og til dæmis hefur hún tvisv-
ar komið í Tívolí í Kaupmannahöfn.
Nám sitt mun Eva stunda með-fram starfinu hjá utanríkis-
ráðherra. Þó mun hún ekki vegna
anna geta farið út með ruslið fyrir
foreldra sína.
Utanríkisráðherra segist hlakkatil að vinna með Evu og telur
hana hafa margt fram að færa í
starfi sínu sem aðstoðarmaður ráð-
herra. Hún sé til dæmis alveeeeg
fluglæs og skrifandi.“
Sigurður
Sigurðarson
Því ekki það?
STAKSTEINAR
Gunnar Bragi
Sveinsson
Veður víða um heim 10.2., kl. 18.00
Reykjavík -2 léttskýjað
Bolungarvík -2 léttskýjað
Akureyri -1 alskýjað
Nuuk -11 skafrenningur
Þórshöfn 4 skýjað
Ósló 0 skýjað
Kaupmannahöfn 3 skýjað
Stokkhólmur 2 skýjað
Helsinki 3 skúrir
Lúxemborg 2 súld
Brussel 6 skýjað
Dublin 5 léttskýjað
Glasgow 4 skúrir
London 8 skýjað
París 6 skýjað
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 3 skýjað
Berlín 6 skýjað
Vín 5 skýjað
Moskva 1 alskýjað
Algarve 16 súld
Madríd 15 skýjað
Barcelona 15 skýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 11 heiðskírt
Aþena 13 léttskýjað
Winnipeg -18 alskýjað
Montreal -7 snjókoma
New York 1 alskýjað
Chicago -9 léttskýjað
Orlando 11 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
11. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:38 17:47
ÍSAFJÖRÐUR 9:55 17:40
SIGLUFJÖRÐUR 9:38 17:22
DJÚPIVOGUR 9:11 17:13
Dýrahjálp Íslands stendur fyrir
svonefndum ættleiðingardegi nk.
sunnudag, 14. febrúar, á valent-
ínusardaginn. Þetta er í fyrsta sinn
í langan tíma sem félagið stendur
fyrir slíkum viðburði en hann fer
fram í versluninni Gæludýr.is á
Korputorgi, frá kl. 12 til 15.
Þar gefst áhugasömum færi á að
ættleiða dýr en fjöldi katta verður
á svæðinu sem Dýrahjálp tók að
sér eftir að 50 illa farnir kettir
voru með dómsúrskurði teknir af
umráðamanni í iðnaðarhúsi í
Reykjavík sl. haust.
Samkvæmt upplýsingum frá
Dýrahjálp hafa margar kisurnar úr
iðnaðarhúsinu náð sér eftir alvarleg
veikindi. Þær eru sagðar tilbúnar
til að sýna sig og sjá aðra, í von um
að eignast framtíðarheimili með
fólki sem getur séð um þær og
elskað.
Vilja opna dýraathvarf
„Finnur þú ástina hjá Dýrahjálp
á Korputorgi?“ spyr félagið í
fréttatilkynningu til fjölmiðla en
um er að ræða sjálfboðaliðasamtök
sem stefna að því að opna dýra-
athvarf.
Þangað til dýraathvarf verður
sett á laggirnar er félagið með net
fósturheimila sem taka dýr í fóstur
til skamms tíma þangað til framtíð-
arheimili finnst.
Frá stofnun félagsins í maí árið
2008 hefur Dýrahjálp Íslands að-
stoðað fjölda dýra í heimilisleit, eða
alls 2.241 hund, 2.515 ketti, 218
kanínur, 39 hamstra, 100 fugla, níu
mýs, 109 naggrísi, einn hest, níu
fiska og 13 önnur dýr.
Dýrahjálp með
ættleiðingardag
Ættleiða má kött á valentínusardegi
Ljósmynd/Dýrahjálp
Ættleiðing Snúður er krúttlegur
köttur sem leitar nýrra eigenda.
Viðskiptavinir Símans geta ekki
lengur greitt með reiðufé reikninga
fyrirtækisins í Ármúla eins og áður.
Þess í stað þurfa viðskiptavinir fyr-
irtækisins að fara í banka og greiða
þar.
„Síminn hefur kvatt seðla og krón-
ur, en þó einungis þegar kemur að
uppgjöri reikninga á skrifstofu fé-
lagsins,“ segir Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi
Símanns. „Ástæðan er sú að því
fylgdi meiri kostnaður en ávinning-
ur. Einungis lítið prósentubrot við-
skiptavina okkar greiðir reikninga
með reiðufé og geta þeir haldið því
áfram í gegnum banka. Við hjá Sím-
anum gerum áfram það sem við ger-
um best í þágu viðskiptavina, sem er
að veita þeim góða fjarskiptaþjón-
ustu. Breytingin tók gildi í byrjun
desembermánaðar. Afar fáir hafa
kvartað undan þessu fyrirkomulagi,
enda var það kynnt í tíma þeim sem
kjósa þennan greiðslumáta,“ segir
Gunnhildur Arna.
Hjá Vodafone fengust þær upplýs-
ingar að enn væri hægt að greiða
reikninga með seðlum og krónum
hjá þeim. Mjög fáir viðskiptavinir
nýttu sér það úrræði enda flestir
reikningar orðnir rafrænir. Ekki eru
fyrirhugaðar breytingar á þessu fyr-
irkomulagi. benedikt@mbl.is
Síminn kveður krónur og aura
Ekki lengur hægt að borga reikninga
Símans með reiðufé nema í banka
Morgunblaðið/Eggert
Síminn Lítið brot viðskiptavina
Símans borgar með reiðufé.