Morgunblaðið - 11.02.2016, Page 12

Morgunblaðið - 11.02.2016, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég er fæddur og uppalinní Tíbet en þegar ég var 14ára sendu foreldrar mínirmig til náms í fornri búddískri list. Þetta var fimm ára ferðalag, fyrst var ég í Nepal í Himalajafjöllunum í þrjú ár en síðan í Dharamshala á Indlandi. Þetta var strangt nám í hinum fornu fræðum asísku málaralistarinnar, tangka og mandölum og ég vann meðal annars fyrir mér sem málari í búddakl- austrum, í Bir, Manali, Darjeeling og Katmandu. Þar teiknaði ég hefð- bundnar Búddamyndir fyrir klaustrin en einnig var ég fenginn til að mála freskur á veggi klausturs sjálfs Dalai Lama í Tsuklakhang. Þar bjó ég í tvö ár og þetta klaustur reyndist örlagastaður fyrir mig, því þar hitti ég konuna mína, hina ís- lenks-spænsku Ernu Pétursdóttur. Þá breyttist snúningur lífshjólsins hjá mér,“ segir Kunsang Tsering sem á og rekur veitingastaðinn Ra- men Momo við Tryggvagötu í Reykjavík. Fundum þeirra Ernu og Kuns- ang bar saman árið 2008 þegar hún kom til klaustursins sem sjálfboða- liði og vann við að þýða texta af spænsku yfir á ensku. Þau fluttu í framhaldinu saman til Spánar þar sem þau bjuggu í tvo mánuði og á þeim tíma gaf Kungsang út sína fyrstu bók, „Mandalas of Tibeten“. Tveimur árum síðar, í lok árs 2010 fluttu þau til Íslands og hafa nú eignast saman tvö börn, dreng og stúlku, Stellu Dechen og Alexander Khawa. „Fyrsta árið mitt á Íslandi vann ég á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit, sem er dásamlegur og fallegur stað- ur og mér fór strax að þykja vænt um þetta land. Þegar við fluttum til Reykjavíkur vann ég á hinum ýmsu veitingastöðum og í leikskóla, en ég ákvað að opna minn eigin stað ásamt félaga mínum fyrir tveimur árum. Nú hef ég keypt hans hlut og á stað- inn einn. Hér er mikið að gera, Ís- lendingarnir sem vinna hér í ná- grenninu koma snemma í hádegis- mat og ég á marga fasta viðskipta- vini meðal þeirra, en ferðamennirnir eru þeir sem koma í síðbúinn hádeg- isverð. Sama gildir um kvöldmatinn. Ég býð upp á núðlusúpu og fæ fyrir vikið marga ferðamenn af asískum uppruna til mín. Súpuseyðið sýð ég í heilan sólarhring með beinum og engifer, en fólk getur svo valið sér ólíkar núðlur út í hana og hvort það vill grænmeti eða kjúkling. Ég nota engin aukaefni og aðeins ferskt krydd. Fólk getur líka fengið mísó- súpu en hana geri ég úr lauk og engi- fer,“ seg- ir Kunsang sem er umhugað um umhverfið og býður fólki 20 pró- sent afslátt ef það kemur með sín eigin ílát undir súpuna ef það ætlar að taka hana með sér. Veitingastað- urinn hans er líka hluti af Krás- útimarkaði sem er tvisvar á ári í höf- uðborginni og býður þá borgarbúum að koma og smakka tíbetskan mat. Mín leið til að segja takk Kunsang hefur gefið út tvær litabækur með mandölum í viðbót eftir að hann flutti til Íslands, „Thangkas“ sem geymir búdda- myndir og aðra sem inniheldur ís- lenskar mandölur, með myndum úr íslenskri náttúru og af mannlífinu í Reykjavík. „Þetta er mín leið til að segja takk Ísland. Íslensku mandölurnar sýna það sem helst hefur vakið at- hygli mína hér á landi. Ég skoða ís- lenskan veruleika í gegnum mandöl- urnar og það hefur aukið hamingju mína,“ segir hann og bætir við að hægt sé að miðla heimspeki Búdd- ismans í gegnum listina. „Orðið mandala kemur úr sanskrít og þýðir hringur. Mandölur eru táknmyndir í búddatrú og eru meðal annars notaðar við hugleiðslu. Mandölurnar búa yfir ákveðnum krafti og þær tákna einstaklinginn og alheiminn. Að lita mandölur er mjög róandi og veitir vellíðan,“ segir Kunsang sem kennir mandöluteikn- ingu í grunnskólanum í Keflavík og hefur áður haldið námskeið í Borg- arbókasafninu sem og á Spáni. Þau kynntust í klaustri Dalai Lama Þessa vikuna gengur nýár í garð í Tíbet, Kína og Japan. Kallast sú hátíð Losar og varir í nokkra daga. Kungsang er einn þeirra sjö Tíbeta sem búa á Íslandi og rek- ur hann himalaíska veitingastaðinn Ramen Momo í miðbæ Reykjavíkur. Hann ætlar í tilefni nýársins að hafa eldamennskuna í tíbetskum stíl. Bók Litaók Kungsan með mandöluum úr íslenskum raunveruleika. Í Tíbet Erna og Kunsang með börnum sínum og fjölskyldu Kunsang. Morgunblaðið/Árni Sæberg Notalegt Kunsang spjallar við gesti sína á veitingastaðnum Ramen Momo. Mandölubækur Kunsang fást á veitingastaðnum hans, í bókabúð- um og ferðamannabúðum. Heimasíða: www.kunsang.is Girnileg Súpan hans Kunsang. Dagur íslenska táknmálsins er í dag og verður honum nú fagnað í fjórða sinn með barnamenningarhátíð í Tjarnarbíói. Í tilkyningu segir að barnamenningarhátíð á þessum degi sé mikilvægur þáttur í að auka sýni- leika táknmálstalandi barna og eykur möguleika þeirra sjálfra á að kynna eigið mál og menningu. Húsið verður opnað kl. 15.30 og margt verður í boði, sýning á myndlistarverkum barna í Gaman saman, Hlíðaskóla og á Sólborg, umfjöllun um táknmálsta- landi börn, mikilvægi táknmáls og döff menningar fyrir þau, leikritið Fjórar systur frumsýnt, börn sýna af- rakstur leiklistarnámskeiðs Samskiptamiðstöðvar, myndbands- verk sem unnið var með táknmálsta- landi börnum, opnun táknmálsútgáfu bókarinnar Einstök mamma eftir Bryndísi Guðmundsdóttur, börn segja frá réttindum sínum sam- kvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, frumsýning á barnaþætt- inum Táknmálsstundin. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Til að auka sýnileika táknmálstalandi barna Barnamenningarhátíð í Tjarnar- bíói á degi íslenska táknmálsins Morgunblaðið/Kristinn Táknmál Það skiptir öllu máli fyrir heyrnarlausa að geta tjáð sig með því. Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–14. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Við leitum að listaverkum erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.