Morgunblaðið - 11.02.2016, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016
Gönguferðin þín er á utivist.is
Skoðaðu ferðir
á utivist.is
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Ástæður þess að hátt í þriðjungur ís-
lenskra grunnskólanema fær sér-
kennslu eru ekki eingöngu námserf-
iðleikar, heldur einnig andleg
veikindi eins og kvíði og þunglyndi.
Þetta segir formaður Félags ís-
lenskra sérkennara. Formaður Fé-
lags grunnskólakennara, segir að
þessi mikli fjöldi nemenda í sér-
kennslu sé vísbending um að skortur
sé á úrræðum til að mæta ýmsum
vanda nemenda. Dósent við Mennta-
vísindasvið HÍ segir að gera þyrfti út-
tekt á árangri sérkennslu.
Nýverið birti Hagstofa Íslands töl-
ur um fjölda grunnskólanemenda
sem nutu sérkennslu á síðasta skóla-
ári. Þeir voru 12.263 talsins, 28,4%
nemenda og voru drengir í meiri-
hluta. Inni í þessari tölu eru nemend-
ur með annað móðurmál en íslensku,
en 2.374 úr þeim hópi fengu sér-
kennslu í fyrra. Það eru 72% allra
nemenda með erlent móðurmál. Sé
þessi hópur tekinn út úr og eingöngu
litið á þann hóp sem er með íslensku
sem móðurmál minnkar hlutfall sér-
kennslunemenda í 24,8%.
„Þessar tölur, 28,4% eru misvís-
andi og felast ekki eingöngu í sér-
kennslu,“ segir Sædís Ósk Harðar-
dóttir, formaður Félags íslenskra
sérkennara. „Inni í þessum tölum er
allur stuðningur sem fer fram í skól-
anum, m.a. þegar stuðningsfulltrúi er
kennara til aðstoðar inni í bekk. Þá
telst barn, sem þarf aðstoð í þrjár vik-
ur til að ná tökum á deilingu vera í
sérkennslu allan veturinn. Þjónusta
þroskaþjálfa er líka inni í þessu,
þannig að þessar tölur gefa ekki rétta
mynd af fjölda þeirra sem eru í sér-
kennslu.“
Hún segir félagið hafa farið fram á
það við Hagstofu að tölurnar verði
greindar í sundur og skilgreindar
betur þannig að þær gefi raunsannari
mynd af stöðu málaflokksins.
Flóknir nemendahópar
Að sögn Sædísar eru 49.000 skil-
greindar sérkennslustundir í viku
hverri í grunnskólum landsins. Þar af
eru 30.000 á vegum stuðningsfulltrúa
og 19.000 á vegum sérkennara. „Í
mörgum löndum, t.d. á Norðurlönd-
unum, er sérkennsla eingöngu skil-
greind sem kennsla hjá sérkennara,
en ekki sem aðstoð frá stuðningsfull-
trúa. Þannig að þegar fullyrt er að
hérna séu miklu fleiri börn í sér-
kennslu en í nágrannalöndunum, er
ekki verið að bera saman samskonar
kennslu.“
Sé þessi sama skilgreining notuð
hér, þ.e. að sérkennsla sé einungis sú
kennsla sem fari fram á vegum sér-
kennara, lækka áðurnefnd 28,4% í
tæp 11%. Til samanburðar má nefna
að á síðasta skólaári fengu 4,4%
danskra grunnskólabarna sérkennslu
og 7,9% norskra grunnskólanemenda
njóta sérkennslu á þessu skólaári.
Hvers vegna þurfa svona margir
nemendur hér á landi stuðning, hvort
sem hann kemur frá sérkennara eða
stuðningsfulltrúa? „Við erum með
flókna nemendahópa og mikinn fjöl-
breytileika, inni í íslenskum skóla-
stofum er öll flóran og við þurfum
mikinn stuðning til að koma til móts
við alla. Þannig er það ekki í öllum
þeim löndum sem við berum okkur
saman við. Svo getur stuðningurinn
líka verið annar en námslegur. Til
dæmis vinna sérkennarar með nem-
endum sem stríða við þunglyndi,
kvíða, samskiptaerfiðleika eða eiga
erfitt með að stjórna reiði sinni. Allt
þetta fer inn á sérkennsluborðið, þar
sem við kennum m.a. nemendum að
fást við vandamál. Ráðgjöf til um-
sjónarkennara fellur líka undir sér-
kennsluna,“ segir Sædís.
Kostar um 1,7 ma í Reykjavík
Spurð hvort nægilega margir sér-
kennarar séu að störfum til að veita
fullnægjandi þjónustu, segir hún svo
ekki vera. Stéttin sé að eldast og
margir að detta út. Endurnýjun sé
ekki nógu mikil og dregið hafi úr
henni eftir að námið var lengt, en nú
tekur sjö ár, auk tveggja ára kennslu-
reynslu, að ljúka MA-prófi í sér-
kennslufræðum. „Þetta er eins og
annað kennaranám, það hefur dregið
mikið úr aðsókn eftir að námið var
lengt,“ segir Sædís.
Ekki fengust upplýsingar um
heildarkostnað við sérkennslu á land-
inu, en á yfirstandandi skólaári, 2015-
’16, áætlar Reykjavíkurborg að út-
hluta rúmlega 1,685 milljarði króna
til málaflokksins. Þar býr um þriðj-
ungur allra grunnskólabarna á land-
inu. Sé gert ráð fyrir að kostnaður og
hlutfall sérkennslubarna sé það sama
annars staðar á landinu kostar sér-
kennsla yfir fimm milljarða á lands-
vísu í ár.
Ætti að vera mest í byrjun
Jóhanna Thelma Einarsdóttir, dós-
ent við Menntavísindasvið HÍ, segir
að með tilliti til þessa háa kostnaðar
væri fyllsta ástæða til að gera úttekt
á árangri sér-
kennslu, en að
hennar sögn hef-
ur slík úttekt ekki
verið gerð. „Að
mínu mati er ekki
nógu gott að veita
svona dýra þjón-
ustu án þess að
það sé vitað
hverju hún skil-
ar,“ segir Jó-
hanna. Hún segist ekki efast um að
margir nemendur þurfi mikið á sér-
kennslu að halda. „En þetta er spurn-
ingin um að verja þessu fé þannig að
það nýtist börnunum sem best og
rannsaka þyrfti sérstaklega hvers
vegna sérkennslan aukist eftir því
sem börnin verða eldri. Ef vel ætti að
vera væri hún mest í byrjun þegar
börnin eru að læra að lesa.“
Sædís tekur undir þetta. „Auðvitað
þyrfti að gera fleiri rannsóknir. Við
myndum gjarnan vilja vita meira um
árangurinn.“
Hugsanlega hægt að fækka
„Þessi mikli fjöldi í sérkennslu er
vísbending um að í kerfinu okkar,
eins og það er í dag, séu aðstæður
slíkar að ógerlegt er að sinna þessum
börnum,“ segir Ólafur Loftsson, for-
maður Félags grunnskólakennara og
á þar við skólastefnuna Skóli án að-
greiningar sem innleidd var í grunn-
skóla árið 2008.
„Það er eitt að setja á stefnu og
annað að framkvæma hana. Það vant-
aði betri rannsóknir áður en hún var
tekin upp, það fylgdu ekki tæki og tól,
heldur var skólunum gert að innleiða
hana.“
Ólafur segir að hugsanlega væri
hægt að fækka sérkennslunemendum
á Íslandi, t.d. með því að auka mögu-
leika kennarans til að vinna með nem-
endum á mismunandi getustigum.
Þannig væri ekki verið að minnka að-
stoðina, heldur færa hana til.
„Ég held að margir kennarar telji
sig skorta meiri þjálfun og meiri tíma
til að vinna með nemendum með
námserfiðleika. Það vantar úrræði til
að mæta félagslegum og tilfinninga-
legum vandamálum og því sinna oft á
tíðum sérkennarar þeim nemendum.
Þannig eru nemendur sem ekki hafa
námsörðugleika hluti þeirra sem
þurfa sérkennslu.“
Að mati Ólafs er ómögulegt að
segja til um hvort hlutfall sérkennslu-
nemenda sé of hátt hér á landi. „Það
er reyndar ekkert sem bendir til þess
að íslenskir grunnskólanemendur séu
slakari en nemendur í þeim löndum
þar sem sérkennsla er minni.
Það að styrkja stuðningskerfi við
nemendur t.d. með sálfræðiaðstoð,
geðhjálp og stuðningshópum sér-
fræðinga við skólann myndi tvímæla-
laust gagnast nemendum og um leið
draga úr fjölda þeirra sem sækja sér-
kennslu.“
Margir í sérkennslu, en árangur óljós
Margir grunnskólanemendur í sérkennslu sökum andlegra veikinda, ekki vegna námserfiðleika
Engar rannsóknir á árangri sérkennslu hér á landi Kostar vel á annan milljarð í Reykjavík
Morgunblaðið/Eggert
Í skólanum Tæpur þriðjungur íslenskra grunnskólabarna nýtur sérkennslu af einhverju tagi. Það segir þó ekki alla
söguna, því inni í því er ýmiss konar tímabundinn stuðningur og aðstoð vegna andlegra veikinda eins og kvíða.
Sædís Ósk
Harðardóttir
Jóhanna
Einarsdóttir
Ólafur
Loftsson
Mygla hefur greinst á almennri mót-
tökugeðdeild Landspítalans þar sem
þunglyndar konur með nýfædd börn
leggjast inn. Þriðjungur starfs-
manna deildarinnar hefur kvartað
undan einkennum sem líklegt er að
stafi af myglunni. Mítill fannst einn-
ig á deildinni.
Að sögn Maríu Einisdóttur, fram-
kvæmdastjóra geðsviðs Landspít-
alans, voru sýni tekin á deildinni í
desember vegna gruns um myglu og
núna hefur verkfræðistofan EFLA
skilað skýrslu þar sem kemur fram
að mikil mygla hafi fundist í sýnun-
um. „Við erum í hálfgerðu sjokki að
sjá þessa skýrslu. Þetta er graf-
alvarlegt mál. Okkur grunaði að
þetta væri slæmt en þetta er ennþá
verra,“ segir María. „Ég get ekki
ímyndað mér að þetta sé það sem
nýfædd lungu þurfa. Þetta er mikið
áhyggjuefni.“
Samkvæmt skýrslunni er mjög
líklegt að mygluna sé að finna úti um
alla deild en verst er hún við aust-
urgaflinn. Um er að ræða deild 33C
á Landspítalanum. Um tíu til fimm-
tán mæður dvelja með börn sín á
deildinni að meðaltali á hverju ári.
Sautján af hátt í fimmtíu starfs-
mönnum deildarinnar hafa kvartað
undan einkennum sem líklegt er að
rekja megi til myglunnar. „Sumir
eru með mjög alvarlegar öndunar-
færasýkingar, lungabólgur og svo
útbrot,“ greinir María frá.
Mítill skríðandi undir gólfdúk
Mítill fannst einnig skríðandi und-
ir gólfdúk og á baðherbergi á deild-
inni. „Það er ýmiss konar óþrifnaður
sem getur fylgt í raka. Annars vegar
fannst hann þar sem hafði blotnað
sökkull á innréttingu á baðherbergi
og síðan þar sem hafði verið leki við
dúk ,“ segir Aðalsteinn Pálsson,
deildarstjóri fasteignadeildar Land-
spítalans.
Mygla og mítill á deild fyrir
nýfædd börn á Landspítala
Morgunblaðið/Ómar
Landspítali Mygla fannst á deild þar
sem mæður með nýfædd börn dvelja.
Á vef Hagstofu Íslands eru upp-
lýsingar um sérkennslu og þær
eru m.a. flokkaðar eftir aldri.
Sérkennsluþörf árgangsins
sem fæddur er 1999 var skoðuð
þar og m.a. kom í ljós að í 1.
bekk voru 17,8% þeirra í sér-
kennslu, í 4. bekk var hlutfallið
28,1% og í 10. bekk var það
24,7%. Spurð hvort hlutfallið
ætti ekki að lækka með hækk-
andi aldri, ef sérkennslan bæri
tilætlaðan árangur, segir Sædís
að sú sé ekki alltaf raunin. „Í
yngri bekkjunum fá nemendur
sérkennslu vegna lestrarerfið-
leika. Þegar þeir verða eldri eru
sífellt fleiri með greiningar og
námserfiðleikar koma betur í
ljós. Þannig að sérkennsluþörf-
in verður stundum meiri þegar
líður á.“
Eldri börn –
meiri þörf
MISJAFNT EFTIR ALDRI