Morgunblaðið - 11.02.2016, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016
www.odalsostar.is
Havarti Krydd er náskyldur einum
þekktasta osti Dana, úr smiðju hinnar
frægu ostagerðarkonu, Hanne Nielsen.
Ljúfur, mildur og smjörkenndur
ostur með sætri papriku og vott af
piparaldinum. Frábær veisluostur, með
nachos eða á steikarsamlokuna.
HAVARTI KRYDD
FJÖRUGUR
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Í maí hefjast fornleifarannsóknir í
rústum hinnar fornu Sverrisborgar á
Steinbjörgum í Þrándheimi. Borgin
var virki sem Sverrir Sigurðarson
Noregskonungur lét upphaflega
reisa veturinn 1182-83. Rústirnar eru
nú innan stórs og fjölsótts byggða-
safns í Þrændalögum, Sverresborg
Tröndelag Folkemuseum.
Nokkur eftirvænting er meðal
áhugamanna um norska sögu og
fornfræði vegna rannsóknarinnar.
Það stafar af því að fyrir nokkru
leiddi aldursgreining á beinum sem
fundust á staðnum í ljós að þau eru
frá 12. öld. Virðist mörgum sú niður-
staða staðfesta frásögn í Sverris sögu
um mann sem andstæðingar kon-
ungs, svonefndir Baglar, steyptu ofan
í brunn í Sverrisborg þegar þeir árið
1197 höfðu haft sigur á Birkibeinum,
liðsmönnum Sverris konungs, sem
þar höfðu vígbúist.
Sverrir Sigurðarson (um 1151-
1202) var konungur Noregs á ár-
unum 1177-1202. Fram til 1184 var
Magnús Erlingsson einnig konungur
og áttu þeir í stöðugu stríði. Stuttu
eftir að Sverrir hafði náð Noregi öll-
um undir sitt vald hófst ábóti nokkur
í Þingeyraklaustri, Karl Jónsson,
handa um að rita sögu hans, Sverris
sögu, sem enn er varðveitt. Virðist
Karl hafa verið sérstaklega kvaddur
til Noregs til að vinna þetta verk,
hvernig svo sem á því stóð. Fram
kemur í upphafi sögunnar að hann
byrjaði að rita frásögnina í viðurvist
Sverris sjálfs. Til verksins var því
stofnað sem opinberrar ævisögu. Síð-
an hefur Karl ábóti eða þeir sem
héldu verkinu áfram næstu árin leit-
að til fjölmargra heimildarmanna.
Efni sögunnar hefur verið borið sam-
an við aðrar óháðar samtímaheimildir
og hefur þannig tekist að staðfesta
marga þætti hennar.
Líkið í brunninum
Sverrisborg í Þrándheimi kemur
fyrir í Sverris sögu. Þar heitir hún
Síon eftir borg Davíðs í Jerúsalem
sem segir frá í Biblíunni. Á einum
stað er vikið að örlagaríkum bardaga
um borgina árið 1197. Áttust við fylg-
ismenn konungs sem ekki var á
staðnum, Birkibeinar, og andstæð-
ingar hans, Baglar. Lauk bardag-
anum með sigri uppreisnarmanna og
var Sverrisborg jöfnuð við jörðu í
kjölfarið.
Segir svo í sögunni: „Baglar tóku
allt fé þat er í var borginni, ok síðan
brenndu þeir hvert hús, þat er þar
var. Þeir tóku einn mann dauðan og
steypðu í brunninn, báru síðan þar á
ofan grjót þar til er fullr var. Þeir
stefndu til bæjarmönnum at brjóta
alla steinveggina til jarður áðr en þeir
skilðisk við.“
Árið 1938 grófu fornleifafræðingar
í rústir Sverrisborgar og fundu
mannabein ofan í brunninum forna.
Veltu þeir fyrir sér hvort þar væri
kominn maðurinn sem Baglar
steyptu í brunninn 1197. En vegna
aðstæðna sem þá ríktu var ekki hægt
að halda rannsókninni áfram og var
ákveðið að skilja beinin eftir og grafa
yfir þau. Haustið 2014 var grafið
þarna á ný á vegum Fornminjastofn-
unar Noregs (NIKU) og leifar bein-
anna sóttar og aldursgreindar í kjöl-
farið með nútímaaðferðum.
Niðurstaðan var að beinin væru af
karlmanni sem verið hefði 35 til 40
ára gamall þegar hann lést og væru
800 ára gömul með 30 ára óvissu til
eða frá. Þau gætu með öðrum orðum
passað vel við frásögn og tímatal
Sverris sögu.
Samtímaheimild
Norðmönnum þykir gott að fá vís-
indalegar sannanir fyrir efni í kon-
ungasögunum fornu sem Íslendingar
rituðu fyrir þá. En í sjálfu sér ætti
ekki að þurfa að koma á óvart að frá-
sögnin í Sverris sögu sé á rökum reist
þar sem hún er skrifuð á svipuðum
tíma og atburðirnir urðu. Má í því
sambandi minna á að við fornleifa-
uppgröft í Skálholti árið 1954 fannst
steinkista Páls Jónssonar biskups og
staðfesti fundurinn frásögn um
greftrun hans í Páls sögu sem rituð
var skömmu eftir dauða biskups í
byrjun 13. aldar.
Menn hafa velt því fyrir sér af
hverju Baglar hentu líki ofan í brunn
Sverrisborgar. Á því er engin
skýring gefin í sögunni.
Sumir telja að þeir hafi
með þessu viljað eitra
vatnið í brunninum. Eitt-
hvað annað getur líka hafa
ráðið þessu og kannski
sýnir frásögnin bara að
höfundur sögunnar hefur
viljað halda til haga öllu
því sem honum var sagt
um bardagann í Sverris-
borg og eftirmál hans.
Beinin í brunninum frá 12. öld
Aldursgreining á mannabeinum í rústum Sverrisborgar þykir staðfesta frásögn Sverris sögu
Eftirvænting vegna fornleifarannsókna sem hefjast þar í vor Sagan var rituð af Íslendingi
Mynd af vef Sverrisborgarsafns.
Sverrisborg Ekki er vitað nákvæmlega hvernig hin forna virkisborg Sverris konungs í Þrándheimi leit út. Svona sér teiknari hana fyrir sér.
Ljósmynd af vef Sverrisborgarsafns.
Beinin Þetta virðast vera líkamsleifar mannsins sem Baglar steyptu í brunn
Sverrisborgar árið 1197. Myndin er frá uppgreftri árið 1938.
Mjög litrík
persóna
SVERRIR KONUNGUR
Sverrir Sigurðarson ólst upp í
Færeyjum og var prestvígður
þar. Hann kvað móður sína hafa
sagt sér að hann væri launsonur
Sigurðar konungs Haraldssonar
í Noregi. Hélt hann þá þangað
til að krefjast ríkisins. Lagði
Sverrir alla helstu andstæðinga
sína að velli og var á endanum
viðurkenndur konungur yfir öll-
um Noregi. Átti hann í hörðum
deilum við kirkjuna og var
bannfærður af páfa
1198. Saga konungs,
Sverris saga, er talin
eitt af stórvirkjum ís-
lenskra bókmennta.
Hefur að geyma
mjög merkilegar
ræður Sverris yfir
mönnum sínum.
Lýst er draumum
Sverris og her-
stjórnarlist. Veggmynd af
Sverri frá 13. öld.