Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016
UNICEF á Íslandi og lögfræðisvið
Háskólans á Bifröst standa í dag
fyrir málþingi um flóttabörn sem
koma til Íslands og stöðu þeirra
samkvæmt Barnasáttmála Samein-
uðu þjóðanna. Málþingið fer fram
kl. 12-13:30 í fundarsal Þjóðminja-
safns Íslands við Suðurgötu. Það er
öllum opið og ókeypis inn.
Meðal erinda má nefna að Hjör-
dís Eva Þórðardóttir, réttinda-
fræðslufulltrúi hjá UNICEF á Ís-
landi, fjallar um Barnasáttmála SÞ
og setur hann í samhengi við um-
ræðuefni dagsins. Þá mun Katrín
Oddsdóttir mannréttindalögmaður
fara yfir hvað lög og reglur segja
um rétt flóttabarna hér á landi.
Fundarstjóri er Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugssdóttir, sviðsstjóri lög-
fræðisviðs Háskólans á Bifröst.
Rætt um
flóttabörn
til Íslands
Málþing í Þjóð-
minjasafninu í dag
Morgunblaðið/Eggert
Flóttamenn Tvö þeirra barna sem
komu frá Sýrlandi á dögunum.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Eins og staðan er núna er hæga-
gangur í atvinnulífinu, en hér ætti
allt að vera á fullri ferð,“ segir Elí-
as Pétursson, sveitarstjóri í Langa-
nesbyggð, um atvinnuástandið á
Þórshöfn. Mjög lítið hefur verið
fryst af loðnu á vertíðinni og í bol-
fiskvinnslunni, sem Ísfélagið rekur
á staðnum, er eingöngu unnið í dag-
vinnu.
Hann segir að þetta ástand sé
óeðlilegt miðað við árstíma og bitni
á flestum þátttum samfélagsins.
„Hér er nánast eingöngu unnið í
dagvinnu í samfélagi sem á þessum
árstíma ætti að vera í vaktavinnu
allan sólarhringinn ef allt væri eðli-
legt. Laun fólksins væru verulega
hærri og margir hafa reiknað með
því. Þetta hefur ekki bara áhrif á
fólkið heldur líka fyrirtæki og
sveitarfélagið sem verður af
tekjum. Það er áhyggjuefni og
skerðir möguleika þess ef loðnu-
vertíðin bregst.“
Elías segir að á þessum árstíma
fjölgi venjulega starfsfólki við
loðnuvinnslu á Þórshöfn. Fólkið
komi ýmist frá Þórshöfn, einnig
fjárbændur og aðrir úr sveitunum í
kring, sem nýti sér að komast í
tímabundna vinnu, og nokkuð hafi
verið um aðkomufólk, sem vilji
komast í vinnutarnir.
Burðarás í atvinnulífi
Ísfélagið er burðarás í atvinnulífi
á Þórshöfn með uppsjávarfrystihús,
fiskimjölsverksmiðju og bolfisk-
vinnslu, en nokkrir minni bátar eru
einnig gerðir út frá Þórshöfn.
„Ísfélagið hefur staðið sig mjög
vel og heldur bolfiskvinnslunni
stöðugri, sem skiptir gífurlega
miklu máli þegar ekki er uppsjáv-
arvinnsla. Fyrirtækið keypti nýlega
lítinn línubát með ágæta kvóta-
stöðu. Ísfélagið hefur aukið at-
vinnuöryggi og vinnuframboð á
staðnum á sama hátt og ég heyri í
fréttum að HB Grandi sé að gera á
Vopnafirði með því að setja á stofn
bolfiskvinnslu þar,“ segir Elías
„Hér ætti allt að vera á fullri ferð“
Morgunblaðið/Líney
Heimaey VE Fæst íslensku skip-
anna eru byrjuð á loðnuveiðum.
Lítið unnið af loðnu á Þórshöfn í vetur Ísfélagið með bolfiskvinnslu
Innanríkisráðuneytið efnir til mál-
þings í samstarfi við lagadeild Há-
skólans í Reykjavík og lagadeild Há-
skóla Íslands um efnið: Hvernig á að
efla eftirlit með lögreglu? Málþingið
fer fram föstudaginn 12. febrúar
næstkomandi kl. 12-14 í Háskólanum
í Reykjavík, Menntavegi 1, í stofu
V-101 á 1. hæð.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra
setur málþingi með ávarpi og síðan
mun Ragnheiður Harðardóttir, hér-
aðsdómari og formaður nefndar inn-
anríkisráðherra um meðferð kvart-
ana og kærumála á hendur lögreglu,
kynna skýrslu nefndarinnar. Þá fjalla
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksókn-
ari og Snorri Magnússon, formaður
Landssambands lögreglumanna, um
efnið eftirlit með lögreglu – reynsla
og framtíðarsýn. Síðasta erindið flyt-
ur Trausti Fannar Valsson, dósent
við lagadeild HÍ og ræðir um skipu-
lag eftirlits með lögreglu.
Sigurður Tómas Magnússon, at-
vinnulífsprófessor við lagadeild HR,
stýrir síðan umræðum og er hann
jafnframt fundarstjóri. Aðgangur er
ókeypis og öllum opinn.
Málþing um
eftirlit með
lögreglu
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
VIÐ HÖNNUMOG TEIKNUM FYRIR ÞIG
Komdumeð eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu,
þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum,
teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu
í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.
ÞITT ER VALIÐ
Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum,
eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu
önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir
þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
KR
EA
TI
V
FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM,FRAMHLIÐUM,
KLÆÐNINGUMOGEININGUM
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
STYRKUR - ENDING - GÆÐI
HÁGÆÐADANSKAR
Opið:
Mán. til föstudaga kl. 09 til 18
Laugardaga kl. 11 til 15