Morgunblaðið - 11.02.2016, Page 26

Morgunblaðið - 11.02.2016, Page 26
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjárfestar undirbúa opnun lúxus- hótels á 20. og efstu hæðinni í turn- inum á Höfðatorgi í Reykjavík. Það mun heita Tower Suites Reykjavík og er stefnt að opnun í byrjun júní. Sami hópur er að baki verkefninu og rekur Keiluhöllina. Hann er sam- settur af Múlakaffisfjölskyldunni, með Jóhannes Stefánsson, eiganda Múlakaffis, í broddi fylkingar, og af Jóhannesi Ásbjörnssyni og Sigmari Vilhjálmssyni, stofnendum Ham- borgarafabrikkunnar, og Snorra Marteinssyni, starfandi fram- kvæmdastjóra fabrikkunnar. Tuttugasta og efsta hæðin er rúm- lega 800 fermetrar. Þar er verið að innrétta átta svítur, fjórar horn- svítur og fjórar minni á milli þeirra. Svíturnar eru 44-65 fermetrar. Á miðri hæðinni er lyftugangur og fyrir framan hann verður setustofa þar sem boðið verður upp á morg- unverð, áfenga drykki og léttar veit- ingar. Teikning af setustofunni er sýnd hér á síðunni. Móttaka verður á hæðinni. Hefur hvergi séð svona útsýni Jóhannes Stefánsson, eigandi Múlakaffis, segir þetta einstakt hús- næði fyrir lúxushótel í Reykjavík. „Þetta er einstakt að því leyti að þetta er síðasta húsið sem verður byggt svona hátt. Það er enda komið bann á fleiri háhýsi í Reykjavík. Ég er búinn að fara víða um heim, hef ferðast víða og gist á hótelum. Ég hef hvergi komið á hótel þar sem hægt er að vera með heila svona hæð með 360 gráðu útsýni. Öll herbergin nema eitt munu hafa frístandandi baðkar. Frá hverju baðherbergi verður útsýni yfir borgina, eða yfir fjöllin. Það er líka einstakt. Við erum að ræða um fimm stjörnu gistingu,“ segir Jóhannes. Hann segir hótelið verða í sama gæðaflokki og gistinguna sem hann rekur í Úthlíð í Biskupstungum. „Við erum að stíla á lúxus. Þetta er sami markhópurinn.“ Spurður hvernig hann ætli að sækja viðskiptavini segir Jóhannes að ferðaskrifstofur og kúnnarnir sjálfir muni getað pantað gistingu. Hótelið verði auðfundið á netinu. Nafni hans, Jóhannes Ásbjörns- son, segir þá félaga hafa leitað til Ás- geirs Ásgeirssonar hjá Tark arki- tektum um hönnun hótelsins. „Ásgeir negldi þetta í okkar huga í fyrstu atrennu. Við hefðum getað hólfað hæðina niður í fleiri og minni rými. Eftir að hafa velt því fyrir okk- ur fram og til baka töldum við að hæðin yrði best nýtt þannig að hvert herbergi væri rúmgott. Okkar sýn er að svíturnar séu á sanngjörnu og samkeppnishæfu verði miðað við aðra gistingu í svipuðum flokki.“ Útsýnið er sölupunktur Jóhannes segir boltann hafa farið að rúlla snemma í haust. Verkefnið eigi sér því ekki langan aðdraganda. Hann segir starfsmenn hótelsins munu kynna það fyrir gestum sem fyrir augu ber frá 20. hæðinni. Hvert herbergi muni heita eftir fjalli á fjallahringnum. Meðal þeirra verði Vífilfell, Akrafjall, Hengill, Keilir, Esjan og Snæfellsjökull. Hægt verði að tengja herbergin með því að opna á milli þeirra. Þannig geti gestir leigt fleiri en eitt herbergi og jafnvel alla hæðina ef svo ber undir. Hann segir aðspurður að svít- urnar verði verðlagðar á 150-250 þúsund krónur nóttin, eftir stærð. Hótelþjónn fyrir gesti Tveir starfsmenn verða með fasta viðveru á hótelinu allan sólarhring- inn. Annar sem starfsmaður í mót- töku en hinn sem concierge, eða hótelþjónn, fyrir gesti. Tekið er á móti gestum í bílakjallaranum. Jóhannes segir það koma sér vel að nafni hans Jóhannes í Múlakaffi geti gengið að þjónum og barþjónum sem geta mætt eftir álagi á hótelinu hverju sinni. Tölvuteikning/Tark arkitektar/Birt með leyfi Mikið útsýni Hér má sjá hvernig útsýnið verður frá svítunni Esjunni í norðvesturhluta turnsins. Opna lúxushótel á 20. hæð  Fjárfestar hafa leigt efstu hæðina á Höfðatorgsturninum og eru að breyta henni í glæsihótel  Hótelið verður opnað í sumar  Jóhannes í Múlakaffi segir verkefnið einstakt á heimsvísu Tölvuteikning/Tark arkitektar/Birt með leyfi Horft yfir borgina Hótelið er þannig hannað að í hverju herbergi er rúmið haft á miðju gólfinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðskiptafélagar Jóhannes Stefánsson, kenndur við Múlakaffi, og Jói í Hamborgarafabrikkunni (til hægri). Horft til vesturs Frá 20. hæðinni í turninum er horft niður á Fosshótelsturninn við hliðina. Setustofa Hér munu gestir geta snætt morgunverð og tekið lífinu með ró með kokteil í hendi. Tölvuteikning/Tark arkitektar/Birt með leyfi 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnurgegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt aðminnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.