Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016
ARC-TIC RETRO
ÍSLENSK HÖNNUN
VERÐ AÐEINS:
www.arc-tic.com
29.900,-
VIÐTAL
Guðrún Vala Elísdóttir
vala@simenntun.is
Á sunnudagskvöldum strax að lokn-
um sjónvarpsfréttum, sem útvarpað
er á Rás 2, hefst þátturinn „Plötu-
skápurinn“ en Gunnlaugur Sigfússon
er annar tveggja sem stýra þætt-
inum. Plötuskápurinn hóf göngu sína
síðla árs 2011 og þá voru það auk
Gunnlaugs tveir aðrir sem skiptust á
um að sjá um þættina; þeir Sigurður
Sverrisson og Halldór Ingi Andrés-
son, sem enn er að.
Flygillinn fyllti stofuna
Gunnlaugur, sem er búsettur í
Borgarnesi, er alinn upp í Kópavogi
en foreldrar hans hétu Steinunn
Jónsdóttir bankaritari og Sigfús
Halldórsson, sem einkum var þekkt-
ur sem tónskáld og listmálari.
„Ég er svo heppinn að vera fædd-
ur inn í heim tónlistar. Pabbi spilaði
mikið á píanóið eða flygilinn öllu
heldur, sem fyllti hálfa stofuna þegar
ég fyrst man eftir mér. Ekki get ég
samt sagt að ég spili sjálfur á hljóð-
færi en ég lærði á píanó í nokkur ár.
Líklega ein fimm ár í það heila. Þeg-
ar ég var 17 ára eða svo fór ég að
læra á selló og hellti mér þá líka í
tónfræðina og tónlistarsöguna sem
ég var latur við að læra þegar ég var
yngri.“
Gunnlaugur segist hafa verið mjög
áhugasamur um þetta nám í tvö ár
og lauk einum fimm stigum í tón-
fræðinni. „Mér gekk svo sem ágæt-
lega með sellóið þótt mér yrði það
fljótlega ljóst að ég yrði seint góður
sellóleikari. Þessi tími kenndi mér þó
að meta þetta frábæra hljóðfæri sem
er sennilega það hljóðfæri sem
stendur næst mannsröddinni.“
Baldur og Konni í uppáhaldi
Tónlist er aðaláhugamálið og er
Gunnlaugur hálfgerð alfræðiorðabók
þegar kemur að tónlist, eins og heyra
má í Plötuskápnum.
„Já, tónlist er mitt aðaláhugamál
og nær langt aftur í bernsku. Plötu-
spilari kom á heimilið þegar ég var
fimm eða sex ára og ég var fljótur að
notfæra mér hann og að lokum ein-
oka. Í fyrstu hlustaði ég aðallega á 78
og 45 snúninga plötur frá Íslenskum
tónum, m.a. með lögum með pabba
og fleirum. Mest hélt ég sennilega
upp á Baldur og Konna. Svo kom
Ómar Ragnarsson fram á sjónar-
sviðið en fyrstu rokkplötuna fékk ég í
afmælisgjöf þegar ég var 11 ára. Það
var platan Kinks Kontroversy með
Kinks sem mestan part síðan hefur
verið mín uppáhaldshljómsveit. Upp
frá því má segja að ég hafi verið for-
fallinn tónlistarsafnari. Stóra segul-
bandstækið hans pabba hvarf líka
inn í herbergið og ég tók upp lög á
segulbandsspólur hvar sem til þeirra
náðist, hvort sem það var úr útvarpi
eða að plötur voru fengnar að láni.“
Gunnlaugur fór ungur að vinna í
hljómplötuverslun og vann í slíkum
búðum í nokkur ár. Í kringum 1980
fór hann að skrifa um tónlist í Helg-
arpóstinn og gerði það í ein fimm ár.
Hann er heldur enginn nýgræðingur
í útvarpsþáttagerð. „Ég byrjaði 1982
með þætti sem hétu Traðir og voru á
dagskrá annan hvern föstudag. Þá
var bara ein íslensk útvarpsrás. Þeg-
ar Rás 2 hóf starfsemi var mér boðið
að vera með en ég afþakkaði. Mér
leið ágætlega með mína kvöldþætti.
Það má ekki gleyma því að þegar
Rás 2 fór í loftið var engin kvöld-
dagskrá nema á fimmtudögum og
svo næturvaktir á föstudags- og
laugardagskvöldum. Þorgeir Ást-
valdsson, sem stýrði Rás 2 í upphafi,
lét mig þó ekki í friði. Hann vildi fá
mig til að vera með soulþætti og ég
lét það loks eftir honum og byrjaði á
Rásinni í maí eða júní 1984.“
Gunnlaugur segist síðan smám
saman hafa breytt tónlistarvalinu,
því hann hafi ekki viljað að fólk
heyrði bara eina tegund tónlistar.
Erfitt að fá poppara til
að sitja fyrir svörum
Haustið 1985 fékk hann þá flugu í
höfuðið að gera spurningaþætti um
popptónlist og fá fyrst og fremst tón-
listarmenn til að sitja fyrir svörum.
„Ég var með nokkuð mótaðar hug-
myndir um hvernig þessir þættir
ættu að vera en ég hafði enga
reynslu til að gera jafn flókið pró-
gramm, sér í lagi þar sem það þurfti
að vera í beinni útsendingu. Þannig
að vinur minn, Jónatan Garðarsson,
vann þessa þætti með mér. Hann
hafði þekkingu til þess sem ég bjó þá
ekki yfir. Samstarf okkar var mjög
gott og þættirnir urðu mjög vinsæl-
ir.“
Gunnlaugur segir þó að reynst
hafi erfiðara en hann hugði að fá
poppara til að sitja fyrir svörum. Til
að fylla hópinn fengu þeir nokkra
tónlistarsögufróða menn og einn
þeirra vann báðar þáttaraðirnar sem
þeir gerðu af Poppgátunni. Það er
Halldór Ingi Andrésson sem núna
stýrir Plötuskápnum á móti Gunn-
laugi.
„Ég gerði líka eitthvað fleira á Rás
2 þann tíma sem ég var þar en ég
hætti þar í byrjun árs 1988. Undir
lokin sá ég um næturvakt á virkum
dögum. Byrjaði klukkan 12 á mið-
nætti og var til sjö næsta morgun,
fimm daga í röð aðra hverja viku.
Guðmundur Benediktsson var hina
vikuna. Þá tíðkaðist ekki að hleypa
hlustendum í loftið eins og nú er gert
en við svöruðum síma og tókum
óskalög. Þetta var skemmtilegur
tími.“
Plötuskápurinn verður fimm ára í
haust og segir Gunnlaugur það
benda til þess að eitthvað hafi þeir
verið að gera rétt.
„Þegar Plötuskápurinn byrjaði
hafði ég ekki verið með útvarpsþátt í
yfir 20 ár. Mér fannst spennandi að
fá tækifæri til þess að vera aftur í út-
varpi. Ég hélt í fyrstu að þetta yrðu
bara nokkrir þættir; við byrjuðum í
október og ég hélt þetta ævintýri
stæði í besta falli fram á vor. Lengst
af vorum við á föstudagskvöldum og
það kom mér á óvart þegar fólk á
mínum aldri fór að taka mig tali og
þakka fyrir þáttinn.“
Gunnlaugur segir að sér þyki vænt
um að finna fyrir því að hann sitji
ekki bara þarna í stúdíóinu og tali og
spili tónlist fyrir sjálfan sig. „Nú er-
um við á sunnudagskvöldum og það
eru allmargir hlustendur sem hafa
kvartað yfir því að þátturinn hafi
verið færður til í dagskránni en aðrir
segja það koma ágætlega út fyrir sig.
Hvað sem segja má um það þá hygg
ég að hlustendahópur okkar sé nokk-
uð dyggur og yfirleitt þakklátur.“
Vandi að velja úr hugmyndum
Gunnlaugur segir mikla vinnu fel-
ast í gerð hvers þáttar. Fyrst er að
finna sér einhvern útgangspunkt í
tónlistarvalinu.
„Stundum vill maður rekja ein-
hverja sögu, stundum tek ég ákveðið
tímabil fyrir eða tónlistarstefnu og
þar fram eftir götunum. Í rauninni er
mitt vandamál frekar að velja úr
hugmyndum en að finna þær. Svo er
að tína til lögin, en oft byrjar maður á
lagalista upp á 50-60 lög og sker það
síðan niður í 25-30 lög, allt eftir því
hvað þau eru löng. Ég geri síðan
nokkuð nákvæmt handrit, þó svo að
ég lesi það síðan ekki frá orði til orðs
þegar til kemur. Það geri ég fyrst og
fremst vegna þess að ég vil fara rétt
með staðreyndir.“
Handritsgerðin tekur lengstan
tíma, segir Gunnlaugur, enda þarf
hann að finna heimildir og ganga úr
skugga um að minnið sé ekki að
svíkja sig.
„Þó að ég telji mig nokkurs konar
sérfræðing á þessu sviði vil ég að
hlustendur hafi það á tilfinningunni
að ég viti hvað ég er að tala um. Það
eru nefnilega margir sérfræðingar
að hlusta og ef þeir heyra mig fara
með rangt mál verð ég ótrúverðugur.
Auðvitað getur maður alltaf gert
mistök, farið rangt með nafn eða ár-
tal eða eitthvað, en eftir því sem
þessi mistök eru færri þeim mun
ánægðari er ég.
Á um 8.000 vínylplötur
Það skemmtilega við þessa þætti
er að það er í raun engin fyrirfram
ákveðin lína. Við förum um víðan völl
en okkur er algerlega í sjálfsvald sett
hvað við spilum. Ég held ég geti full-
yrt að ég spila mest tónlist sem að
miklu leyti tilheyrir minni kynslóð.
Það er engin sérstök tónlistarstefna
ráðandi og ég spila fyrst og fremst
lög sem ég hef sjálfur gaman af, en
ég er líka með það að leiðarljósi að
það séu aðrir þarna úti sem einnig
hafa gaman af. Við spjöllum líka svo-
lítið, ja, sumir segja töluvert, um tón-
listina og tónlistarmennina á milli
laga.“
Gunnlaugur notar að mestu tónlist
úr eigin safni og þar er af nógu af
taka. „Ég veit svo sem ekki hvað ég á
margar vínylplötur en þær eru ein-
hvers staðar í kringum 8.000. Ég hef
nú ekki keypt margar slíkar síðan
snemma á tíunda áratug síðustu ald-
ar. Geisladiskarnir eru nokkur þús-
und. Veit ekki hversu margir og mig
langar ekkert sérstaklega til að vita
það. Í seinni tíð hef ég dregið nokkuð
úr kaupunum og kaupi mest orðið
sérútgáfur eldri platna, þá á diskum
og vínyl.“
Gunnlaugur hlustar á alls konar
tónlist; rokk, djass, klassík og reggí.
En skyldi hann hafa áhuga á ein-
hverju öðru en tónlist?
„Já, já. Ég er mikill íþróttaáhuga-
maður, ég er Valsari, það er bara í
blóðinu, en ég spilaði sem krakki og
unglingur með Breiðabliki og ég
gleðst líka þegar Blikum gengur vel
– ef það er ekki á kostnað Vals. Ég er
líka mikill Arsenalmaður og svo við
klárum þetta þá er Boston Celtics
liðið mitt í körfuboltanum. Annars
hef ég í seinni tíð lent í því að halda
með ýmsum öðrum félgögum hér
heimafyrir. Til dæmis er sonarsonur
minn að æfa með FH og auðvitað
held ég með honum hvar sem hann
sparkar bolta.“
Með þakklátan hlustendahóp
Gunnlaugur Sigfússon í Borgarnesi sér um tónlistarþáttinn Plötuskápinn á Rás 2 ásamt Halldóri
Inga Andréssyni Fæddur inn í heim tónlistar á heimili föður síns, Sigfúsar Halldórssonar
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Tónlist Gunnlaugur Sigfússon með Hafnarfjallið í bakgrunni en hann býr í Borgarnesi og heldur úti tónlistarþætti á
Rás 2 ásamt Halldóri Inga Andréssyni, Plötuskápnum, sem er jafnan í loftinu á sunnudagskvöldum.