Morgunblaðið - 11.02.2016, Side 40

Morgunblaðið - 11.02.2016, Side 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ágangur sjávar er farinn að bitna á golfvelli Golfklúbbs Þorlákshafnar, Þorláksvelli. Sandburður frá sjávarkambinum hefur gert það að verkum að forráðamenn klúbbsins ákváðu að leggja af þær þrjár brautir vallarins sem legið hafa næst kambinum. Hafa fram- kvæmdir og undirbúningur þeirra staðið yfir undanfarin tvö ár. Hafa þær notið stuðnings frá sveitarfé- laginu Ölfusi og fleiri aðilum. Edwin Roald golfvallahönnuður var ráðinn til að hafa umsjón með framkvæmdinni og hanna breytta legu vallarins. Hann kynnti stöðu framkvæmda á nýlegum aðalfundi klúbbsins en reiknað er með að þær taki tvö ár til viðbótar. Langar gönguleiðir aflagðar „Þessar þrjár brautir hafa átt undir högg að sækja undanfarin ár vegna sandburðar úr fjörukamb- inum. Erfiðlega hefur því gengið að rækta þéttan og góðan svörð sem kylfingar vilja,“ segir Edwin en framkvæmt hefur verið í áföngum síðustu tvö ár, til að geta tekið í notkun staðgengla fyrir brautirnar þrjár. „Við höfum reynt að staðsetja og hanna nýjar brautir þannig að þær taki á öðrum viðfangsefnum sem kylfingar hafa bent á. Þannig hafa langar göngur á milli brauta verið nefndar, sér í lagi á tveimur stöð- um á vellinum. Nýjar brautir koma einmitt á þeim stöðum. Langar gönguleiðir detta því út og völlur- inn verður mun snarpari og styttri en áður, enda hefur mörgum kylf- ingum þótt hann í lengra lagi,“ seg- ir Edwin ennfremur. Þrekvirki á sínum tíma Þorláksvöllur er einn fárra valla á Íslandi sem bera flest einkenni svonefndra strandvalla (e. Links) þar sem jarðvegur er sendinn, brautir og flatir fremur harðar og sandhólalandslag endurspeglað vel í hönnun. Þetta þýðir að hann get- ur verið í notkun yfir lengra tíma- bil á ári en flestir aðrir golfvellir. Tilurð vallarins má rekja til þess að árið 1994 ákváðu Landgræðslan og bæjaryfirvöld í Þorlákshöfn að reyna að hefta sandfok við inn- keyrsluna til Þorlákshafnar. Sam- hliða uppgræðslu var gerð tilraun með að móta fyrir golfvelli og rækta hann upp. Þessi vinna gekk mjög vel og árið 1997 var golf- klúbburinn stofnaður Á skömmum tíma var byggður upp 18 holu völl- ur, sem Hannes Þorsteinsson hann- aði, en golfskálinn var vígður árið 2003. „Gerð Þorláksvallar var mikið þrekvirki á sínum tíma og þeir sem að því komu geta verið stoltir af því að hafa sýnt fram á hversu gagnlegir golfvellir geta verið í þágu landgræðslu. Fyrir vikið er í dag orðið raunhæft að nýta þessar framkvæmdir og endurskipulagn- ingu til að færa völlinn nær því að teljast alvörustrandvöllur. Við höf- um enn engan slíkan á Íslandi,“ segir Edwin. Vonir eru bundnar við að fyrri áfanga verði lokið sumarið 2017 en Edwin reiknar með að tveimur ár- um síðar verði völlurinn kominn í endanlega mynd. Mun völlurinn styttast um 84 metra á gulum teig- um og par vallarins fer úr 71 í 72. Á meðan framkvæmdir standa yfir verður par vallarins 70. Landgræðsla á þessum slóðum á sér enn lengri sögu en sem nemur golfvellinum. Fara má allt aftur til ársins 1935, þegar sandsvæðið um- hverfis Þorlákshöfn var afgirt og friðað. Melgresi var sáð og borið á sjávarkambinn austur frá þorpinu. Náði melgresið að fanga megnið af sandinum sem barst upp með fjör- unni og mynda sjóvarnargarð. Um 1950 voru skjólgarðar reistir á leir- unum austan við þorpið, til að hefta sandfokið enn meir og bjarga byggðinni. Þannig ógnaði sandur- inn fiskverkun á staðnum. Golfvellir vannýtt auðlind „Okkur langar einmitt til að varðveita og skírskota til þeirrar menningarsögulegu arfleifðar sem tengist vellinum, t.d. með því að gera fólki kleift að ganga þarna um, upplifa svæðið betur og fræð- ast um sögu þess. Golfvellir eru vannýtt auðlind hvað þessa blöndun landnýtingar varðar. Þeir geta gegnt mjög spennandi og víðtæku hlutverki í samfélaginu,“ segir Edwin en mikill áhugi er meðal heimamanna í Þorlákshöfn og klúbbfélaga á þessum breytingum. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir stór- skipahöfn í Þorláks- höfn, upp með sjáv- arkambinum sem liggur meðfram hluta golfvallarins. Nái þau áform fram að ganga segir Edwin að stækkuð höfn muni líklega draga úr sandburði. Sjórinn sækir að golfvellinum  Miklar framkvæmdir fyrirhugaðar hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar  Leggja þarf af þrjár brautir á Þorláksvelli vegna ágangs sjávar og sandburðar  Golfvallahönnuður segir völlinn verða enn betri Skýringarmynd/Edwin Roald-Mbl. Þorláksvöllur Teikning af brautunum á Þorláksvelli, til vinstri eins og þær munu líta út eftir 1. áfanga framkvæmda og til hægri eftir lok framkvæmda. 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 11 12 13 14 1516 17 18 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 11 12 13 14 15 1617 18 Þorláksvöllur ÁFANGI 1 Opnun 2017 Golfbrautir við sjávarkambinn lagðar af. Tvær nýjar brautir lagðar, nr. 7 og 11. Leikið verður tímabundið inn á 10. flöt af bráðabirgðateig. ÁFANGI 2 Opnun 2019 Tvær aðrar brautir gerðar, nr. 2 og 10, ásamt nýjum teigum á næstu braut. Nýjir teigar á 3. braut, sem verður 18. hola, par-5, með ræktun á nýjum brautarkafla. Leikið tímabundið inn á tvær eldri flatir af bráðabirgðateigum. Golfskáli Golfskáli Möguleiki á færslu æfingasvæðis, þurfi það að víkja fyrir athafna- svæði stækkaðrar hafnar skv. aðalskipulagi. Tvær nýjar brautir lagðar. 1 1 1 13 1 1 10 17 17 18 18 16 11 15 7 1 2 11 1 Ljósmynd/GÞ Kynning Edwin Roald golfvallahönnuður kynnti fyrirhugaðar fram- kvæmdir á aðalfundi Golfklúbbs Þorlákshafnar á dögunum. „Sandfokið hefur verið mikið upp úr fjörunni á þessar brautir og kallað á erfiðleika í umhirðu vallarins. Kylfingar vilja ekki spila í miklum sandi og þetta hefur verið okkur virkilega erfitt. Með breyting- unum vonumst við til að fá betri nýtingu á vellinum og meiri aðsókn,“ segir Guð- mundur Baldursson, formaður Golfklúbbs Þorlákshafnar, um breytingarnar á vellinum. Guðmundur segir það mik- inn feng fyrir klúbbinn að hafa fengið Edwin til að hanna breytingarnar. Hann hafi flutt ítarlega og góða skýrslu á aðalfundinum. Um 300 félagsmenn eru í GÞ, þar af töluverð- ur fjöldi af höfuð- borgarsvæð- inu. Vonast eftir meiri aðsókn FORMAÐUR KLÚBBSINS Guðmundur Baldursson Ljósmynd/Edwin Roald Golf Þrettánda brautin á Þorláksvelli, sem mun styttast um 60 metra af gul- um teigum. Völlurinn er umlukinn sandhólum og tjörnum á sumum stöðum. ÞÚF ÆRÐ VÉLS LEÐA - FATN AÐIN NHJ ÁOK KUR STORMUR EHF | KLETTHÁLSI 15 | S: 577 1717 | WWW.STORMUR.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.