Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 50
50 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 unarinnar eða lyfjaefninu sem verið var að prófa. Touraine sagði að Biotrial hefði átt að stöðva tilraunina um leið og fyrstu veikindin af völdum inntöku tilraunalyfsins komu upp, en fyrsti sjúklingurinn var lagður inn á nær- liggjandi sjúkrahús á sunnudags- kveldi, 10. janúar sl. Í staðinn hefði fimm til viðbótar verið gefið lyfið næsta dag. Hún sagði að fyrirtæk- inu hefði skilyrðislaust borið að til- kynna tafarlaust um veikindin til yfirvalda. Einnig hefði því láðst að upplýsa aðra þátttakendur í til- rauninni formlega og tæpitungu- laust um veikindi þess fyrsta svo þeir hefðu getað tekið upplýsta ákvörðun um hvort þeir vildu halda áfram lyfjatökunni. Gagnrýndi ráð- herrann harðlega að það hefði ekki verið fyrr en á fimmtudegi sem heilbrigðisyfirvöld voru látin vita af málinu; fjórum sólarhringum eftir að þátttakandi í lyfjarannsókninni var fluttur í heiladái á sjúkrahús. Biotrial var að sinna frumlotu prófana fyrir hönd portúgalska lyfjaframleiðandann Bial á lyfinu BIA 10-2474, sem hindrar starfsemi lífhvatans FAAH og ætlað er að stilla kvíða auk þess að laga trufl- anir í hreyfitaugakerfinu. Gangverk lyfsins er vel þekkt í lyfjafram- leiðslu og fyrri tilraunir höfðu ekki bent til þess að hætta gæti verið samfara notkun lyfsins. FAAH- ensímið verkar á kannabínóíð kerfi heilans sem stýrir því hvernig lík- aminn bregst við neyslu kannabis. Er þó ekki um kannabisafleitt lyf að ræða. Spurð hvort maðurinn sem lést í tilrauninni hafi reykt kannabis áður en hann tók inn lyfið sagði Touraine að svo gæti hafa verið. Skammtarnir stækkaðir of hratt? Einn þátttakendanna í tilrauninni afhenti frönskum fjölmiðlum leið- beiningar sem fyrir þá voru lagðar. Þar kom fram að lyfið BIA 10-2474 væri í þróun til meðhöndlunar mis- munandi læknisfræðilegra kvilla, allt frá kvíða til Parkinsonsveiki, en einnig sem lyf til að lina króníska verki af völdum hörðnunar vefja í bandvef, krabbamein, háþrýsting og til meðferðar vegna offitu. Alls tóku 108 manns þátt í próf- uninni og höfðu fengið skapgerð- arlyfið í töfluformi. Af þeim höfðu 90 manns fengið mismunandi stóra skammta lyfsins og 18 lyfleysu. Þegar málið kom til kasta yfirvalda fyrirskipuðu þau samstundis að prófununum skyldi hætt. Þeir sex sem veiktust voru komnir á stærri skammt en hinir. Hefur meðal ann- ars verið látið að því liggja, að Biotrial hafi farið full geyst í stækkun skammtanna og jafnvel tekið helst til stór skref í hvert sinn. Einn sexmenninganna hlaut alvarlegar og óafturkræfar heila- skemmdir er leiddu til andláts hans. Hinir fimm veiktust alvarlega og óttast hefur verið að þeir myndu hljóta heilaskaða einnig. Þegar þetta var ritað voru þeir enn á sjúkrahúsi en sagðir á hægum batavegi. Ekkert hafi verið hægt að fullyrða á því stigi hvort þeir myndu bíða varanlegt heilsutjón. Allir voru sexmenningarnir sagðir við góða heilsu fyrir tilraunina, að sögn franska heilbrigðisráðherrans, Touraine. Sex karlmenn 28 til 49 ára Um var að ræða sex karlmenn á aldrinum 28 til 49 ára. Hófu þeir töku lyfsins 7. janúar en hinn 10. janúar var sá fyrsti fluttur á sjúkrahús vegna höfuðverkjar og sjóntruflana. Daginn eftir, 11. jan- úar, fengu hinir fimm sama skammt og sá fyrsti. Aðeins klukkustundu seinna hafði heilsu þess er lagður var inn hrakað svo mjög að hann var úrskurðaður heiladauður samdægurs. Tveimur dögum seinna voru hinir fimm allir komnir á sjúkrahús, alvarlega veik- ir af völdum lyfsins. Í tilkynningu kvaðst lyfjarann- sóknarstofan Biotrial hafa fylgt ströngustu alþjóðlegu stöðlum um rannsóknir af þessu tagi. Hefur fyrirtækið lítið viljað tjá sig en þó sagt að því væri það „léttir“ að það væri ekki talið ábyrgt fyrir dauðs- fallinu. Sagði það yfirsjónirnar þrjár sem Igas sakaði fyrirtækið um í frumathugun sinni hafi á eng- an hátt geta orsakað hinar „alvar- legu og óæskilegu“ afleiðingar lyfjaprófunarinnar. Portúgalska lyfjafyrirtækið Bial sagðist sömu- leiðis ánægt með að skýrslan stað- festi að farið hefði verið að lögum og reglum við prófanirnar. Þátttakendum í prófununum voru greiddar 1.900 evrur hverjum og einum. Aldrei hefur verið skortur á sjálfboðaliðum til að taka þátt í prófunum Biotrial og dagana eftir að málið kom upp áttu fjölmiðlar til að mynda samtöl við nokkra þátt- takendur, þar á meðal mæður sem búnar voru að koma upp fjölskyldu og urðu sér með þessu úti um þóknun til að drýgja heimilistekj- urnar. Einnig kom fram að talsvert er um að atvinnuleysingjar sækist eftir þátttöku í prófunum Biotrial vegna sporslunnar sem því fylgir. Gáleysi að halda tilraunum áfram  Karlmaður lést og fimm til viðbótar veiktust lífshættulega við frumprófanir á fólki með nýtt lyf hjá lyfjastofnun í borginni Rennes í Frakklandi í janúar  Rannsóknastofan gagnrýnd í skýrslu  Slys sem þetta eru sjaldgæf en ekki óþekkt við fyrstu tilraunir með lyf á fólki, enda hættan sögð mikil Morgunblaðið/ágás Lyfjafyrirtæki Lyfjaprófunarfyrirtækið Biotrial er með starfsemi í Rennes á Bretaníuskaganum í Frakklandi. FRÉTTASKÝRING Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Lyfjarannsóknarstofnunin Biotrial í borginni Rennes á Bretaníuskag- anum í Frakklandi fær á baukinn í bráðabirgðaskýrslu um frum- athugun á starfsemi stofnunarinnar vegna dauðsfalls og alvarlegra veik- inda sem urðu við tilraunir með nýtt lyf á fólki snemma í janúar. Ít- arleg úttekt á hinni misheppnuðu lyfjaprófun stendur yfir. Er þess vænst að ástæður dauðsfallsins og hinna alvarlegu veikinda fimm til viðbótar verði leiddar fram í dags- ljósið. Búist er við að komist verði til botns í því fyrir marslok. Mál þetta fékk mjög á frönsk yf- irvöld og starfsfólk heilbrigðiskerf- isins sem Frakkar telja að standist jöfnuð við hvaða kerfi sem er. Heil- brigðisráðherrann, Marisol Tou- raine, brást hart við þegar málið kom til hennar kasta og fyrirskip- aði tafarlausa óháða rannsókn á starfsemi Biotrial. Fyrirtækið hefur fengist við frumtilraunir með lyf á fólki, að loknum prófunum í til- raunastofu og á dýrum, frá 1989 eða í 27 ár. Hafa þær verið áfalla- lausar hingað til og öll helstu lyfja- fyrirtæki heims verið viðskiptavinir Biotrial. Á blaðamannafundi í París í síð- ustu viku, þegar frumskýrsla um athugun á starfsemi Biotrial lá fyr- ir, sagði ráðherrann að fyrirtækið hefði brugðist alltof hægt og illa við þegar fyrsti sjálfboðaliðinn í til- rauninni veiktist. Tók hún þó fram að Biotrial hefði farið í einu og öllu fram samkvæmt reglum um lyfja- prófanir og engin brot virtust hafa átt sér stað á þeim. Útilokað hafi þó verið á því stigi að fullyrða hvað nákvæmlega hvað gekk úrskeiðis. Þá sagði hún að rannsóknarnefndin hefði ekki séð ástæðu til að leggja til að leyfi Biotrial til lyfjaprófana á fólki yrði afturkallað. Biotrial harðlega gagnrýnt „Það hefur hingað til reynst ómögulegt að finna beinar orsakir slyssins,“ sagði Touraine. Ráð- herrann fól stofnun á vegum franska ríkisins, sem tekur út atvik í heilbrigðis- og félagsmálakerfinu, Igas, rannsókn málsins. Einnig er í gangi lögreglurannsókn á því hvort saknæmt athæfi hafi leitt til veik- indanna og dauðsfallsins. Loks sinnir þriðja stofnunin sjálfstæðri athugun á því hvort orsakirnar sé að finna í aðferðafræði lyfjapróf- Sjaldgæft er að frumtilraunir með ný lyf á fólki endi illa þótt dæmi séu til þar um. Í mars árið 2006 enduðu sex heilbrigðir einstaklingar inni á gjörgæsludeild á spítala í London eftir inntöku lyfsins TGN1412 sem var á frumstigi tilrauna á fólki en því var ætlað að örva starfsemi ónæmiskerfisins. Hinn 21. janúar síðastliðinn tilkynnti svo bandaríski lyfjarisinn Johnson & Johnson að hann hefði stöðvað ótímabundið al- þjóðlegar prófanir á lyfi sambæri- legu því sem verið var að prófa í Rennes fyrir Bial. Þriggja fasa tilraunir Klínískar lyfjaprófanir eru jafnan framkvæmdar í þremur fösum. Í þeim fyrsta – eins og þeim sem fór fram í Rennes – einskorðast rann- sóknin við öryggi lyfsins og hugs- anlegar aukaverkanir. Í öðrum og þriðja fasa er skilvirkni þess aftur á móti meginviðfangsefnið og til- raunahópurinn þá mun stærri. Í prófun Biotrial var ætlunin að meta öryggi lyfsins og viðnám líkamans við því. Lög og reglur Evrópusambandsins (ESB) um klínískar rannsóknir með lyf eru mjög strangar, að sögn Jayne Lawrence, forstöðumanns rannsókna hjá konunglega breska lyfjafræðifélaginu (RPS). „Fyrir- svarsmenn tilraunanna myndu hafa orðið að sýna fram á að þeir hefðu allt gert sem í þeirra valdi var til að vernda öryggi sjúklinga áður en þeir fengu leyfi til að hefja tilraun- ina,“ sagði hún. Þar sem fyrsti fasi prófana snerist um eitrunaráhrif nýrra lyfja „er inn- byggð áhætta í þeim mikil og óvæntar afleiðingar geta átt sér stað og eiga sér stað“, segir Carl Heneghan, prófessor í læknisfræði við Oxford-háskólann í Englandi, um tilraunirnar í Rennes. „Prófanir í fyrsta fasa snúast því um meiri- háttar praktískar og siðferðislegar spurningar,“ bætir hann við í sam- tali við tímaritið Business Insider. Innbyggð hætta veruleg ÁHÆTTUSAMAR TILRAUNIR Morgunblaðið/ágás Tilraunir Þátttakendur í tilrauninni fengu greiddar 1.900 evrur. Hrein jógúrt Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt! • Engin aukefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Ánmanngerðra transfitusýra biobu.is - Lífrænar mjólkurvörur Umboðsaðili: Yd heildverslun, s. 587 9393, yd@yd.is, YdBolighus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.