Morgunblaðið - 11.02.2016, Page 57

Morgunblaðið - 11.02.2016, Page 57
57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Yfir Langjökli Náttúran er stórbrotin á Langjökli. Hún tekur á sig stórskornar og flottar myndir sem breytast eftir veðri og vindum en koma í ljós þegar flogið er yfir ísbreiðuna. RAX Yfirlýsing nýs land- læknis um að stefnan í heilbrigðismálum okk- ar Íslendinga hafi verið röng í 10-20 ár, hefur að vonum vakið athygli. Þó er sú athygli varla eins mikil og búast hefði mátt við í slíku stórmáli. Umræðan hefur einkum snúist um sívaxandi vandamál vegna þrengsla á Landspítalanum, sem áreiðanlega er að verulegu leyti afleiðing hinnar röngu stefnu. Lítið sem ekkert hefur farið fyrir greiningu á því hvað varð til þess að stefnan breyttist fyrir allt að 20 árum. Ég leyfi mér hér að drepa á örfá atriði, sem vonandi skýra þetta eitthvað. Fyrsti boðberi nýrrar stefnu, sem fram kom opinberlega var tillaga nefndar, að ég ætla undir forystu þá- verandi aðstoðarlandlæknis, um sparnað, sem átti að ná að einum fjórða hluta með því að flytja verk- efni frá heilbrigðisstofnunum á Norðurlandi til Akur- eyrarspítala, en að þrem fjórðu hlutum annars staðar af land- inu til Landspítalans. Á hvorugum staðnum, sem tók við auknum verkefnum áttu þau að kosta eina krónu. Um svipað leyti var í sparnaðarskyni lokað meðferðarheimilum, tveimur á Kjalarnesi og heimili fyrir drykkju- sjúka karlmenn í Gunn- arsholti. Þar voru að jafnaði 40-50 vistmenn og var kostn- aður fáum árum fyrir lokun 1.500 kr. á vistmann á dag og var þó hvergi sparað í mat eða óáfengum drykkjum. Þegar lokað var hafði kostnaður aukist nokkuð, líklega í 3- 4.000 kr. á vistmann á dag. Fyrrver- andi forystumaður í heilbrigðis- málum, sem þá var hættur störfum, sagði mér að flestir þessara vist- manna hefðu farið beint á götuna í Reykjavík, sumir dóu fljótlega, en aðrir veiktust og voru lagðir inn á Landspítalann. Hann bætti við: „Þar dvelja þeir meðan þeir lifa.“ Þá kost- aði legudagur á Landspítalanum 60- 70 þús. kr. Þetta var nýtískulegur sparnaður og trúlega eru einhverjir af þessum mönnum lifandi enn. Nokkru seinna var ákveðið að draga verulega úr innlögnum á Landakoti, en loka leguplássum í Hafnarbúðum, Hátúni, á Vífilsstöð- um og seinna á Sankti Jósefsspítala. Efalaust hafa ýmsir af þessum sjúk- lingum fengið pláss á hjúkrunar- heimilum, en þrautalendingin var Landspítalinn. Harkalegasta aðgerðin á allri þessari vegferð var framkvæmd með skyndingu þegar „velferðarstjórn“ Jóhönnu og Steingríms hafði tekið völdin. Þá var skurðstofun lokað og neitað um fæðingarhjálp víðs vegar um landið, nema á örfáum stöðum. Áfram var opið fyrir þessa þjónustu á Akranesi, Ísafirði, Akureyri, Nes- kaupstað og á Landspítalanum. En konum var þó leyft að fæða í venju- legum tilfellum á Selfossi og í Kefla- vík. Fram að þessu hafði verið lagt kapp á að efla sem mest starfsemi heilbrigðisstofnana í hverju héraði. Þar sem ég þekki best til, t.d. á Blönduósi og Sauðárkróki, höfðu héraðsbúar gefið verulegt fé til kaupa á tækjum fyrir skurðstofur, sem voru tiltölulega vel búnar. Þar voru gerðar allar minniháttar að- gerðir og einfaldari holskurðir, t.d. keisaraskurðir, þótt eðlilegt væri að flóknari aðgerðir væru gerðar á Landspítalanum. Fæðingarhjálp hafði verið veitt í hverju héraði leng- ur en elstu menn muna. Nú þurftu konur að fara að fyrirmælum stjórn- valda yfir fjallvegi til þess að fæða, hvernig sem veður og færi var. Flytja varð alla sjúklinga, t.d. frá Blönduósi til Akureyrar, sem stund- um reyndist einungis skiptistöð á leið þeirra á Landspítalann. Allar þessar breytingar voru liðir í stefnu, sem tekin var undir yfirskini sparnaðar. Sást þó fljótt að víða hvar snerist sparnaðurinn upp í and- hverfu sína, þ.e. aukinn kostnað. Ég heyrði eitt sinn viðtal við fréttaritara okkar í Osló. Hann sagði Norðmenn hafa reynt svipaðar skipulagsbreyt- ingar og hér hefur verið lýst. Að fáum árum liðnum hófu þeir rann- sókn á því hvernig til hefði tekist. Aðeins í einu tilviki höfðu breyting- arnar leitt til sparnaðar, alls staðar annars staðar var niðurstaðan auk- inn kostnaður. Augljóst er að til- færsla heilbrigðisþjónustu frá lands- byggðinni kemur fyrst og fremst fram í auknum þrengingum á Land- spítalanum. Er þetta trúlega stærsta undirrót þeirra vandkvæða, sem þar er við að fást, auk þess að vera aðför að hagsmunum strjálbýlisins. Þrátt fyrir allt þetta og þótt á álagstímum á Bráðavaktinni séu allir gangar fullir af fólki, sem bíður úr- lausnar sinna mála, þá mætir starfs- fólkið, læknar og hjúkrunarfólk, hverjum og einum með vinsemd og hlýju og að lokum með fagmennsku. Sömu sögu er að segja frá öðrum deildum spítalans þar sem ég hef komið. Ég leyfi mér að flytja öllu því starfsfólki, sem ég hef hitt, bestu þakkir. Eftir Pálma Jónsson » Sást þó fljótt að víða snerist sparnaðurinn upp í andhverfu sína, þ.e. aukinn kostnað. Pálmi Jónsson Höfundur er fv. ráðherra. Yfirlýsing landlæknis – orð í tíma töluð Illa fer þér, vinur minn Sighvatur Björg- vinsson, nú húmor þinn, en enn ver að vera staðinn að heimskulegum vanga- veltum um mesta lýð- heilsuvandamál mann- kynsins. Þvílík grein í Morgunblaðinu mánu- daginn 8. febrúar sl. „70 milljón kíló,“ skrif- uð af lífsreyndum manni sem hefur haft aðgang að allri þekkingu heims- ins á langri ævi. Þú varst alþing- ismaður og ráðherra um árabil, sendifulltrúi Íslands úti í hinni stóru veröld, oft í Afríku á vegum Þróun- arsamvinnustofnunar Íslands. Þú gegndir starfi heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Íslands á tímabili. En þá sýndirðu stundum hvatvísi og offar gegn læknum og sjúklingum og varst uppnefndur og kallaður „fíllinn í glervörubúðinni“. Nú sé ég glitta í gamla fílinn í þér. En þú hefur margt til þíns ágætis þegar svona skapvonskuköstum eða stráksskap sleppir. Þú veist betur en þú lætur, þú veist meira að segja að ferða- menn geta borið sjúkdóma undir skósóla eða í óhreinum fötum. Íslenskir hesta- menn liggja undir grun um að hafa með kæru- leysi og skítugum fatn- aði borið grafalvar- legar pestir í hrossa- stofninn okkar sem olli stórtjóni á honum. Nýsjálendingar hafa grænt hlið og beita þyngstu refsingum fyr- ir smygl á hráu kjöti í tösku eða óhreinum fatnaði eða skóm, land- búnaðurinn er þeirra auðlind eins og okkar. Engin fræðsla fer fram í ferj- um eða flugvélum til íslenskra eða erlendra ferðamanna sem hingað koma um okkar sérstöðu. Við eigum heilbrigðustu dýrastofna jarðar- innar og þar með ein hættuminnstu matvæli hvað sjúkdóma varðar. En jafnframt búum við við einangrun búfjárkynja og þar með lága mót- efnastöðu gegn sjúkdómum, jafnvel sjúkdómum sem valda litlum eða engum einkennum í búfjárstofnum annarra þjóða. Sighvatur, lestu sög- una hvernig menn förguðu og förg- uðu sauðfé hér í gegnum aldirnar til að losa landið við innflutta búfjár- sjúkdóma. Mundu líka að hin alvar- lega kúariða, sem oft hefur stráfellt kúahjarðirnar í Evrópu, hefur greinst á Norðurlöndum en er ekki komin hingað. Gin- og klaufaveiki hefur ekki borist, hunda og katt- arfár hefur komið og kvalið og drep- ið þessi vinalegu húsdýr okkar. Af hverju heldurðu að hér ríki bann á innflutningi lifandi dýra og hrás kjöts og matvæli skuli vottuð og heil- brigðisskoðuð sérstaklega? Það er gert til að tryggja dýravernd og forðast pestirnar og verja fólkið í landinu í leiðinni. Þú ert að reyna að rugla almenningsálitið með skrifum þínum. Nokkrar staðreyndir, Sighvatur minn Veistu, Sighvatur, af hverju læknar sprautuðu þig áður en þú fórst til Afríku? Það var gert til að verja líf þitt gegn menguðum mat- vælum og sýklum. Ég veit hvað kamfílólbakter er eftir Kínaferðina forðum. Veistu, Sighvatur, að Karl G. Kristinsson, prófessor í sýkla- fræði við læknadeild Háskóla Ís- lands og yfirlæknir sýkladeildar Landspítalans, segir að þrátt fyrir að í starfi sínu fáist hann mest við sýkla í mönnum sé ekki hægt að skilja menn frá dýrum. Dýrasjúk- dómarnir eru eitt, svo er það lyfja- gjöfin öll, veistu t.d. að notkun sýkla- lyfja er mæld í kjöti af Lyfjastofnun Evrópu, þar kemur fram þegar mælt er PCU, sem er mælieining fyrir lífmassa dýra, bæði lifandi dýra og sláturdýra? Þeir mæla og telja lyfjasprauturnar, ein sprauta jafn- gildir 5,3 mg PCU. Ísland notar minnst lyf í búfé sitt allra þjóða, 1 sprautu í þessa stærðareiningu, Spánn notar 60 sprautur, Þýskaland notar 40 sprautur, Danmörk notar 8 sprautur. Nú er ástandið þannig að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Evr- ópusambandið og Smitvarnarmið- stöð Bandaríkjanna hafa lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi sé ein mesta ógnin við lýðheilsu í heiminum í dag. Þrátt fyrir það eru sýklalyf notuð sem vaxtarhvati í landbúnaði víða um heim. Læknar og vísindamenn eru að glíma við ofurbakteríur sem geta borist í menn og eru ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum sem eru á markaði í dag. Veistu, að bæði í Evr- ópu og Bandaríkjunum er notað meira af sýklalyfjum í landbúnaði en fyrir mannfólk? Hér segja læknavís- indin okkur að „ónæmar bakteríur geti hæglega borist til landsins með innfluttum matvælum og líkurnar séu meiri sé um hrátt kjöt frá verksmiðjubúum að ræða þar sem notuð eru sýklalyf til að örva vaxt- arhraðann eða grænmeti sem vökv- að eða skolað er með bakteríusmit- uðu vatni. Hefurðu frétt að fyrir nokkrum árum kom upp hópsýking í Þýskalandi sem olli dauða nokkurra einstaklinga vegna nýrnabilunar sem rakin var til E.colibakteríu ætt- aðrar frá Egyptalandi? Ég nenni ekki að ræða við þig um frosna ferðamenn eins og þú í gáska þínum og útúrsnúningi skrifar um. Ég bið þig aðeins að drúpa höfði, þó kannski hringli í því, og spyrja sjálf- an þig einnar spurningar, gekkstu ekki of langt í skrifum þínum sem ábyrgur maður? Þú ert vel gefinn, Sighvatur, og margir myndu nú biðj- ast afsökunar á svona gríni. Lífið er nefnilega dauðans alvara og matvæli eru að bera óboðinn gest milli þjóða og heimsálfa sem enginn vill fá inn í eldhús til sín eða í búfé sitt. Eftir Guðna Ágústsson »Matvæli eru að bera óboðinn gest milli þjóða og heimsálfa, sem enginn vill fá inn í eldhús til sín eða í búfé sitt. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Opið bréf til Sighvats Björgvinssonar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.