Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 58
58 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Dauðinn er nátt- úrlega ekkert annað en dauðans alvara. Við höfum hann ekki í flimtingum þegar hann er okkur nærri, þótt við vissulega grínumst oft með hann þegar hann virðist í óræðri fjarlægð. Húm- orinn verður að vera til staðar. Og ég er viss um að betra er að deyja úr hlátri en leiðindum. Enginn kemst af fyrir eigin rammleik Það eina sem öruggt var þegar þú leist dagsljós þessarar að mörgu leyti dimmu og köldu veraldar var að þú myndir ekki sleppa frá henni lifandi eða að minnsta kosti ekki fyrir eigin rammleik. Fyrr eða síðar munum við deyja. Það eru engar fréttir, það liggur nokkuð ljóst fyrir. Hvort sem við verðum bráðkvödd, deyjum af slys- förum, fyrir aldur fram, í svefni eða vöku, vegna illvígra sjúkdóma eða í hárri elli. Aðdragandann, daginn eða stund- ina veit enginn. Dauðinn er alltaf óþægilegur og kemur einhvern veg- inn alltaf á óvart. Við skiljum hann ekki, verðum sorgmædd og eitthvað svo skelfing umkomulaus. Enn hef ég ekki hitt þá mann- eskju sem fer eitthvað auðveldlega í gegnum ævina. Verður ekki fyrir áföllum eða vonbrigðum. Öll miss- um við ástvini, berjumst við sjúk- dóma og ekki síst okkar eigið sjálf. Það dýrmætasta sem við eigum Flest þráum við að fá að njóta lífsins og að fá að halda í það. Lífið er jú það dýrmætasta sem við eig- um. En þegar við stöndum frammi fyrir dauðanum erum við eitthvað svo skelfing vanmáttug. Tilvistar- spurningar gerast áleitnar og svörin virðast oft fá. Reyndar erum við alla ævina að deyja og við það fær enginn ráðið, þrátt fyrir hvers kyns námskeið og góðar tilraunir til þess að halda líf- inu í okkar hrörnandi líkama. Samt höldum við áfram að hrörna, uns við veslumst endanlega upp og deyjum. Eða þangað til við hættum því við síðasta andvarp. Því þá lýkur forréttin- um og aðalrétturinn tekur við. Ég hef nefnilega þá óbilandi trú og er þess raunar fullviss að æv- innar ljúfustu og bestu stundir séu aðeins sem forréttur að þeirri lífs- ins veislu sem koma skal. Þar sem okkur býðst að sitja til borðs með sjálfum frelsaranum á hinni eilífu uppskeruhátíð yfir sigri lífsins. „Þá munum við sjá auglitis til auglitis.“ Tárin verða þerruð og spurningunum svarað. „Dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein, sársauki eða kvöl. Hið fyrra er farið. Sjá, ég gjöri alla hluti nýja,“ eins og segir í Opinber- unarbók Jóhannesar. Enginn á meiri kærleika Jesús sagði: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu? – Ég lifi og þið munuð lifa! Þess vegna finnst mér svo gott og spennandi að fá að lifa í núinu, njóta í þakklæti hverrar stundar í ljósi þeirrar dýrðar sem koma skal. Því að dauðinn er síðasti óvinurinn sem að engu verður gjörður. Enginn á meiri kærleika en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Hvað þá svo þeir fái lifað um eilífð. En nú varir trú, von og kær- leikur. Þeirra er kærleikurinn mest- ur. Lifi lífið! Síðasti óvinurinn Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Enginn á meiri kærleika en þann að leggja líf sitt í söl- urnar fyrir vini sína. Hvað þá svo þeir fái lifað um eilífð. Höfundur er rithöfundur og aðdáandi lífsins. Mér finnst að hækka ætti verulega sekt vegna snjallsímanotkunar öku- manna. Hún er nú 5.000 kr. Mætti mín vegna hækka upp í 50.000 eða meira. Eygló. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hækkum sektir Umferð Bréfritari vill hækka sekt vegna snjallsímanotkunar í akstri. Fréttablaðið birti grein 9.12. 2015 undir heitinu „Íslam for- dæmir hryðjuverka- starfsemi“, eftir Mansoor Ahmad Mal- ik. Hann er „imam“ (trúarleiðtogi) hjá Ahmadiyya-múslimum, að Kirkjuteigi 9. Ahma- diyya var stofnað 1889 á Indlandi, af Mirza Ghulam Ahmad (1835- 1908). Talið er að um 1% af múslim- um í heiminum séu fylgjendur safn- aðarins og fyrirfram mætti ætla, að trúarleiðtoginn myndi einungis vera talsmaður eigin safnaðar. Ahmadiyya er einn þriggja músl- imasafnaða á Íslandi og er hver þeirra með sína mosku. Súnní- íslamsöfnuður er með mosku í Ým- ishúsinu við Skógarhlíð og er hús- næðið í eigu Sádi-Arabíu, sem eru heimaslóðir súnní-íslams. Þrátt fyrir þessar moskur er Reykjavík að mestu laus við ásýnd íslams og þetta kunna margir að meta. Borgarstjórn virðist því miður ákveðin að breyta svip borgarinnar, því að hún hefur gefið land undir enn eina moskuna. Lúta allir múslimar hug- myndafræði súnní-íslams? Ahmadiyya er talinn vera frið- samur söfnuður, en sama verður ekki sagt um alla söfnuði íslams. Það verður því að teljast furðulegt, að í grein sinni gerir trúarleiðtoginn eng- an greinarmun á viðhorfum hinna ýmsu safnaða íslams. Hann fullyrðir að íslam í heild sinni fordæmi hryðjuverk og þar á meðal hlýtur að vera súnní-íslam. Þess má geta, að Ahmadiyya beinir trúboði sínu að kristnu fólki, en ekki að súnní- múslimum, þar sem siðbótar er sannarlega þörf. Trúar- leiðtoginn segir: „Nýlegar árásir í París eða hvar sem er annars staðar í heim- inum eins og í Líbanon, Malí og áframhaldandi stríðið í Sýrlandi o.s.frv. sem leiða til þess að saklaust fólk lætur lífið, eru gríð- arlega villimannlegar og algjörlega gegn kenningum íslams. Hinn heilagi Kóran kennir á skýran hátt að sé jafnvel ein saklaus manneskja drepin er það í eðli sínu líkt því að drepa allt mannkynið.“ Kóraninn, vers 5:32 Framangreind tilvitnun er fölsuð, því að sem útlærður „imam“ veit hann hvað stendur í „hinum heilaga Kóran“. Hann fullyrðir að í Kór- aninum standi: „að sé jafnvel ein sak- laus manneskja drepin er það í eðli sínu líkt því að drepa allt mann- kynið“. Hugtakið „saklaus mann- eskja“ er auðvitað teygjanlegt, en látum það liggja á milli hluta. Þessi falsaða tilvitnun er tekin úr versi 5:32: „Við (Muhammad) settum þess vegna Börnum Ísraels (Gyðingum) þau lög, að ef einhver þeirra myrti múslima – nema það væri hefnd fyrir morð á múslima eða hefnd fyrir að boða múslimum villutrú – yrðu af- leiðingarnar sambærilegar við að hann hefði myrt alla þjóðina, en hins vegar ef einhver gyðingur bjargaði lífi múslima væri það sambærilegt við að bjarga öllu mannkyni.“ (vers 5:32). Kóraninn, vers 5:33 Verið er að lýsa hversu alvarlegt brot það er, að gyðingur myrði músl- ima. Undantekning er veitt, ef morð- ið er hefnd fyrir morð á múslima eða hefnd fyrir að boða múslimum villu- trú. Samkvæmt sjaría-lögum eru því ekki allir jafnir og þetta er hliðstætt mismunun gagnvart kvenfólki. Næsta vers „hins heilaga Kórans“ lýsir refsingum þeirra sem heyja styrjöld gegn múslimum, eða boða þeim villutrú. Vers 5:32 hljóðar: „Sannarlega er refsing þeirra, sem heyja styrjöld gegn Allah og sendiboða hans (Muhammad) eða boða trúvillu (gyðingatrú eða kristni), engin önnur en dauðarefs- ing, eða krossfesting, eða að báðar hendur þeirra og báðir fætur verða höggnir af, eða þeir gerðir útlægir. Í þessum heimi verður niðurlæging þeirra fullkomin og handan dauðans bíða þeirra hræðilegar kvalir.“ (vers 5:33). Með vers 5:32 og 5:33 í huga er úti- lokað að samþykkja boðskap trúar- leiðtogans. Sú fullyrðing „að íslam sé boðskapur friðar“ er algjörlega frá- leit, jafnvel þótt huglausir þjóðar- leiðtogar á Vesturlöndum hafi lagst svo lágt að taka undir hana. Margir múslimar haga lífi sínu í samræmi við hugmyndafræðina sem þeir að- hyllast, en auðvitað ekki allir. Hryðjuverk, limlestingar og kven- fyrirlitning eru sterkir þættir í súnní-íslam og allur heimurinn fær að líða fyrir boðskapinn sem eign- aður er Allah. Hugmyndaheimur íslams er framandi kristnu fólki Heimurinn stendur agndofa gagn- vart hatursfullum boðskap súnní- íslam og hryðjuverkum í nafni Allah. Auk þess að vera trúarbrögð er ísl- am frumstæð hugmyndafræði, sem fyrirskipar útbreiðslu með jihad- hryðjuverkum og kúgun með harð- neskjulegum sjaría-lögum. Þessi ófögnuður lætur ekkert ósnert. Önn- ur viðhorf ríkja í kristni, því að Jesús sagði: „Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er.“ Líklega er þetta mikilvægasta leiðsögn sem kristni hefur gefið mannkyni. Íslam sem hugmyndafræði birtist á rituðu formi í Kóraninum, Hadítum (frásagnir Muhammads) og Sira (ævisaga Muhammads) og er því einn boðskapur og óbreytanlegur. Súnní-múslímar eru bókstafstrúar, en aðrir söfnuðir virðast fremur hóf- samir. Vestræn samfélög mega ekki gera þau mistök að meðhöndla alla múslima með sama hætti. Súnní- íslam ættu öll samfélög að banna og beita uppfræðslu til að milda viðhorf þeirra múslima sem fá landvist. Náðst hefur góður árangur við að lækna áfengissýki og hliðstæðum að- ferðum ætti að vera hægt að beita gegn íslam. Súnní-íslam hvetur til hryðjuverka Eftir Loft Altice Þorsteinsson » Súnní-íslam ættu öll samfélög að banna og beita upp- fræðslu til að milda viðhorf þeirra múslima sem fá landvist. Loftur Altice Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur. Atvinnublað alla laugardaga ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu ogmeltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is Café Nielsen – Egilsstöðum Til sölu er veitingastaðurinn Café Nielsen á Egilsstöðum, um er að ræða húsnæði og rekstur staðarins. Café Nielsen er í hjarta Egilsstaða í ein- staklega fallegu umhverfi, umvafið skjólríkum trjágróðri. Stór timburpallur er við húsið og afar vinsælt að borða úti á góðviðrisdögum. Café Nielsen er í sögufrægu húsi við Tjarnarbraut 1, elsta húsi bæjarins (byggt 1947). Hér er einstakt tækifæri fyrir fólk sem vill reka rómantískan og nota- legan veitingastað á landsbyggðinni en ljóst er að mikil viðskiptavild fylgir staðnum. Nánari upplýsingar hjá INNI fasteignasölu s.580 7905 eða á www.inni.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.