Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 59
UMRÆÐAN 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu Nú í byrjun mán- aðarins áttu stríð- andi fylkingar Sýr- lands að hittast í Genf til að hefja frið- arviðræður. Fljótlega slitnaði þó upp úr viðræðunum og var harðnandi átökum í Aleppó-héraði kennt um. En í hverju fól- ust þessi harðnandi átök og hver var til- gangur þeirra? Aleppó er stærsta borg Sýrlands og er afar forn en mannvistarleifar frá 5000 f.Kr. hafa fundist við upp- gröft þar. Borgin er höfuðborg Aleppó-héraðs sem er blómlegt landbúnaðarland og var eitt af þéttbýlustu svæðum landsins fyrir stríð. Vesturhluti borgarinnar er á valdi stjórnarhersins en austur- hlutinn á valdi uppreisnarmanna. Í norðurhluta borgarinnar er hverfi Kúrda en það er á valdi kúrdíska verkamannaflokksins. Alþjóðaflug- völlurinn og iðnaðarsvæðin fyrir austan borgina eru á valdi stjórn- arhersins en fyrir austan þau tek- ur við yfirráðasvæði Ríkis íslams (ISIS). Yfirráðasvæði uppreisnamanna í Aleppó-héraði er á valdi Jaish Ha- lab (Aleppó hersins) sameinaðs hers uppreisnarmanna sem flestir eru íslamistar úr al-Nusra, ash- Sham, al-Zenki og al-Mujahedeen hreyfingunum auk sveita úr frjálsa sýrlenska hernum sem eitt sinn var stærsti uppreisnarhópurinn á svæðinu. Mikilvægasta birgðalína uppreisnarmanna var 60 km lang- ur þjóðvegur sem liggur beint frá Aleppó norður til Tyrklands en uppreisnarmenn hafa fengið vopn, vistir og sjúkragögn frá Sádi- Arabíu, Katar og Tyrk- landi sem flutt eru yfir tyrknesku landamærin til uppreisnarmanna sem eru í stríði við sýr- lenska stjórnarherinn, Ríki Íslams og Kúrda í Sýrlandi. Hinn 1. febrúar síð- astliðinn hóf 4. bryn- deild sýrlenska stjórn- arhersins, studd af vígasveitum Hezbollah, sýrlenska heimavarn- arliðinu, vígasveitum sía múslima frá Írak og rússneska flughernum, stórsókn frá yfirráðasvæði stjórnarhersins fyrir norðaustan Aleppó borg og sótti hratt 6 km norðvestur til Tall Jabbin. Markmið stjórnarhersins var að rjúfa víglínur uppreisnarmanna og ná hluta þjóðvegarins á sitt vald og loka þar með norður-suður birgðaleið uppreisnarmanna. Ákveðið var að rjúfa víglínu upp- reisnarmanna fyrir austan bæina Nubl og Zahraa en íbúar þeirra eru síar og hafa verið umkringdir af uppreisnarmönnum, sem eru súnníar, í meira en þrjú ár. Þegar sýrlenski herinn nálgaðist Har- datnin hófu hersveitir í Zahraa sókn í austur og mættu þeir stjórnarhernum við bæinn Muarra- sat al-Khan sem er um 5 kílómetra fyrir austan Zahraa og tæplega 20 kílómetra fyrir norðan Aleppó. Að- alvígvöllurinn hefur því ekki verið í Aleppó-borg heldur í norðurhluta Aleppó-héraðs. 3. febrúar hafði stjórnarherinn klofið yfirráðasvæði Jaish Halab í tvennt. Bardagar við uppreisn- armenn héldu áfram sunnan megin við víglínuna þar sem stjórnarher- inn hélt áfram að sækja fram en sveitum uppreisnarmanna fyrir norðan Muarrasat al-Khan gafst ekki tóm til að gera gagnsókn gegn stjórnarhernum þar sem vígasveitir kúrdíska verkamanna- flokksins PKK gerðu sókn austur af yfirráðasvæði sínu í Efrin- héraði og hröktu þær á flótta. Markmið Kúrda á þessu svæði er að leggja undir sig stóran hluta af Norður-Sýrlandi við tyrknesku landamærin og stofna þar sósíal- ískt lýðveldi sem þeir kalla Rojava en það þýðir vestrið sbr. Vestur- Kúrdistan en Austur-Kúrdistan er í þeim skilningi staðsett í Írak. Vopnahlé er í gildi milli stjórnar- hersins og Kúrda og báðar fylk- ingar nutu aðstoðar rússneska flughersins en sprengjuþotur og árásarþyrlur hans flugu mörg hundruð árásarferðir gegn upp- reisnarmönnum til að styðja við sókn stjórnarhersins og PKK. Bardagarnir frá 1.-6. febrúar voru stórsigur fyrir sýrlenska stjórnarherinn. Reikna má með að næsta skref í aðgerðum hans verði að sækja suður á bóginn til að þrengja enn meira að uppreisnar- mönnum í Aleppó. Hver áhrifin af sigri stjórnarhersins verða getur tíminn einn leitt í ljós en síðan Rússar hófu afskipti af stríðinu hefur stríðsgæfan verið stjórn- arhernum í vil. Upphaf Aleppó-sóknarinnar Eftir Elvar Ingimundarson Elvar Ingimundarson » 1.-6. febrúar braust sýrlenski stjórn- arherinn í gegnum víg- línur uppreisnarmanna fyrir norðan Aleppó og lokaði birgðalínu þeirra til Tyrklands. Höfundur er mag.theol. Fyrir nokkru skrif- aði ég framkvæmda- stjóra Bónuss bréf þar sem ég sagði honum meiningu mína á verslun Bón- uss í Stykkishólmi. Ég bíð enn eftir svari. Við fjölskyldan er- um í sumarhúsi ná- lægt Stykkishólmi á sumrin. Bónusversl- unin er eina matvöruverslun Stykkishólms, við höfum verslað þar síðan búðin var opnuð. Við búum erlendis, höfum ferðast víða, hvergi hef ég verslað í ann- arri eins ruslbúð og þessari. Ég hef komið inn í Bónusverslanir í Reykjavík, þær eru ekki upp á marga fiska, sú í Stykkishólmi er hræðileg. Þegar komið er inn í matvöru- verslanir er venjulega gengið inn í grænmetis- og ávaxtadeild. Hér í Bónus verðum við að byrja á að ganga í gegnum ruslfæðisdeild- ina. Hún er glæsileg, hér er ótrúlegt úrval af snakki, sælgæti og gosdrykkjum. Börn fá glýju í augun. Eftir það er gengið inn í ávaxta- og grænmetisdeildina. Nú mætti halda að við værum komin inn í þriðja heiminn; fátt er um dýrðir, flest þar inni er af verstu sort, og þar að auki margt gamalt og skemmt, sérstaklega ávextir, svo engan langar til að leggja sér þá fæðu til munns. Ég stend þarna og reyni að láta mig hverfa, heyri hvað ferðafólkinu finnst um þetta, skammast mín fyrir að vera Íslend- ingur. Þessi verslun er landsskömm. Hér sendir Bónus okkur þessi skilaboð: – Ruslfæði skiptir meira máli en græn- meti og ávextir. Börn og unglingar eru fljót að skilja þau skilaboð. – Skemmd vara er nógu góð í lands- byggðarfólk. Eins og flestir vita er offita, og þeir sjúkdómar sem henni fylgja, orðin eitt mesta heilsuvandamál Íslendinga. Gæti nú ekki verið að Bónusverslan- irnar tækju þátt í þeirri geigvæn- legu þróun? Er ekki kominn tími til að heilbrigðisyfirvöld taki í taumana? Í Stykkishólmi, eins og víðar, er Bónus með einu matvöruversl- un bæjarins. Stjórnendur Bónuss, reynið að vera manneskjur til að standa undir þeirri ábyrgð. Með bestu kveðjum og von um skjótar endurbætur. Opið bréf til stjórnenda Bónuss Eftir Sigríði Gunnarsdóttur Sigríður Gunnarsdóttir »Ég stend þarna og reyni að láta mig hverfa, heyri hvað ferðafólkinu finnst um þetta, skammast mín fyrir að vera Íslend- ingur Höfundur er höfundur Sælkerabók- anna og matgæðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.