Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 60
60 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Það mátti búast við að einhverjum fyndist nauðsynlegt að endur- skrifa söguna um „svo- kallað hrun“. En hinu óraði mann ekki fyrir að nauðsyn þætti bera til að að byrja að end- urskrifa sögu seinni heimsstyrjaldarinnar og mann setur hljóðan við að lesa í Morgun- blaðinu sl. laugardag svonefndan „fróðleiksmola“ Hannesar H. Gissur- arsonar um loftárásina á Baskabæ- inn Guernica á Spáni 1937 sem hing- að til hefur verið talið upphaf hryðjuverkakenndra loftárása í nú- tímahernaði. Á eftir Guernica komu sístækkandi árásir, t.d. Belgrad 1941, Hamborg 1943 og Dresden 1945 og kannski verða „fróðleiks- molar“ um þær næstu skref í end- urritun sögu heimsstyrjaldarinnar. Hannes vitnar í bandarískan sagn- fræðing til þess að gefa greininni fræðilegan blæ, og gerir engar at- hugasemdir við það sem „Stanley Payne hefur sýnt fram á“ eins og hann orðar það. Upphaf greinarinnar um Guernica gefur tóninn: „Fyrsta fórnarlamb stríðs er jafnan sannleik- urinn …, þetta átti við í spænska borgarastríðinu.“ Jahá. Og hver er þá lygin, sem gekk af sannleikanum dauðum? Jú, það var rangt að Guer- nica hefði enga hernaðarþýðingu haft og rangt að hún hefði verið varn- arlaus borg sem var jöfnuð við jörðu á markaðsdegi, eitt þús- und drepnir, tíu þúsund heimilislausir. Þessu er hafnað í þessari sorg- legu grein. „Bærinn var áfangi á leið hers þjóð- ernissinna …“ segir í greininni. Svipuð út- skýring var líka notuð við að réttlæta árás Bandamanna á Dresden 1945. „Bærinn Guernica var sennilega ekki fullur af fólki af því að héraðs- stjórn Baska hafði bann- að markaðsdaga …Líklega hafa nokkur hundruð manns fallið frekar en eitt þúsund.“ „Mestur hluti bæj- arins brann af því að flest hús voru úr tré.“ Einmitt. Bæjarbúar gátu sem sagt sjálfum sér um kennt. „Í bænum var nokkurt herlið og í útjaðrinum voru vopnaverksmiðjur,“ segir í fróð- leiksmolanum, og á það að vera rétt- læting fyrir því að leggja mestallan bæinn í rúst. „Loftárásin var liður í aðgerðum þjóðernissinna en ekkert sérstakt uppátæki þýskra og ítalskra hermanna,“ segir ennfremur í grein- inni. Maður trúir varla sínum eigin augum við að lesa þennan fróðleik prófessorsins, sem á að breiða yfir þá viðurkenndu staðreynd að Hitler sendi sérstaka þýska flugsveit til Spánar þess að æfa sig fyrir komandi styrjöld og árásin á Guernica hefur hingað til verið talin byrjunin á því sem síðar gerðist, þegar þýski flug- herinn hafði yfirburði í leifturstríðum sínum í byrjun komandi heimsstyrj- aldar og beitti reynslunni frá Guer- nica og öðrum skotmörkum á Spáni til að ráðast á borgir eins og London, Coventry og Belgrad. Árásin á Bel- grad var á varnarlausa borg, drap sautján sinnum fleiri í einu vetfangi en í Guernica og var stigmögnuð end- urtekning á eyðingu spænska bæj- arins. Áfram hélt þessi stigmögnun á síðari stigum stríðsins, bandamenn drápu rúmlega 40 þúsund manns í Hamborg 1943 með því að skilgreina framleiðslu á hverju því sem nota mætti á stríðstímum sem „hernaðar- framleiðslu.“ Í hinni dæmalausu grein um Guernica er ekki látið nægja að tala hana niður í nánast ekki neitt, heldur klykkir dreifari „fróðleiksmolanna“ út í lokin með því að gera lítið úr málverki Picassos, því að það hafi upphaflega ekki átt að heita þessu nafni og skiptar skoðanir séu um það. Og síðan er málið dregið saman í þá einu lýsingu á Guernica sem við eigi: „En enginn ágreiningur getur verið um að áróðursbragðið reyndist snjallt.“ Úff! Mann setur hljóðan Eftir Ómar Ragnarsson Ómar Ragnarsson » Greinin um loftárás- ina á Guernica byrj- ar á því að gefa í skyn að frásagnir af henni séu lygi og endar á því að firra nasista allri ábyrgð á henni. Höfundur er áhugamaður um hernaðarsögu. Hjá þingmanni vargur í öndvegi er þó arðsemi neikvæða gefi. Til skyldleika finnur með sjálfum sér og soltnum og blóð- þyrstum refi. Fram er komið á al- þingi þingskjal 303 til- laga til þingsályktunar um eflingu rannsókna á vistfræði melrakkans. Flutnings- maður Robert Marshall. Þó að „efl- ing rannsókna“ sé yfirskin segir greinargerðin allt annað, sem er í stuttu máli þetta. 1) Refir valda svo litlu tjóni að það réttlæti ekki fjárframlag hins opinbera til að halda stofninum niðri. 2) Orðið hefur „tilfinnanleg“ fækkun í stofninum á undanförnum árum. 3) Því ber að hætta öllum op- inberum stuðningi við (refa)veiðar, forðast að trúa á „getgátur og sögu- sagnir“ um tjón af völdum refa, en veita rausnarlegt fé til verndar áætlunar fyrir tegundina og vist- fræðirannsókna í hennar þágu. Stórtjón og kostnaðarauki Frá landnámsöld hafa forfeður okkar barist við refinn og fór ekki að miða í því stríði fyrr en skotvopn og síðar eitur komu til sögunnar. En Hálsaskógarheilkennið um að Mikki refur sé krúttlegur og mein- laus hefur nú rótfest sig svo í koll- inum á stórum hluta veruleikafirrts þéttbýlisfólks að reynsla kynslóð- anna verður að „getgátum og sögu- sögnum“ í þess eyrum. Því skal hér vitnað í nútímastaðreyndir. Engir eiga um jafnt sárt að binda í þessu efni og við Vestfirðingar, því úr hinni ríkisreknu vargaútungarstöð á Hornströndum má ætla að um 10.000 refir hafi síðan 1994 herjað á okkur á leið sinni austur um Húna- þing og Skagafjörð og suður til Dala, Borgarfjarðar og Snæfells- ness. Samkvæmt rann- sóknum Páls Her- steinssonar prófessors er þéttleiki grenja hvergi meiri á landinu en á Hornströndum. Sem dæmi um refavöð- una er að árið 2013 á svæðinu frá Hrúta- fjarðarbotni norður Strandir að Reykjar- firði nyrðri og að Djúpi milli Mórillu í Kaldalóni og Ísafjarð- arár voru felldir rúm- lega 500 greiðslu- skyldir refir og þá eru til viðbótar verulegur hluti útburðar og ljósa- skyttufelldra dýra og þau sem ekið er yfir. Svo fáeinar staðreyndir séu nefndar um afleiðingar þessa refa- fárs er að rjúpa er nánast þurrkuð út hér vestra, svo og kríuvörp nema í eyjum. Æðarbændur verða á vorin að standa vopnaða vakt 5-6 vikur og dugir þó ekki alltaf til. Í Þernuvík við Djúp gróf refur sig undir vand- aða og vel niðurnjörvaða girðingu þegar heimafólk brá sér af bæ og sundraði 40 hreiðrum. Þá var refur einnig skotinn þar í fjörunni við að murka lífið úr sel- kóp. Tjón sauðfjárbænda er þá ótal- ið, t.d. hurfu hjá mér á túnum ná- lægt bæ, þrjú 4-5 vikna gömul lömb og náðist sá skaðvaldur ekki þrátt fyrir vöktun öflugra veiðimanna og óvenju ýtarlega grenjaleit. Þetta eru þó smámunir, því hjá Rögnu á Laugabóli við Djúp vantaði 26 lömb af fjalli í haust eða um 12% og til viðbótar komu skaðbitnar ær. Síðast en ekki síst er sú lífsgæða- rýrnun sem felst í því hjá öllu sæmilegu fólki, að raddir vorsins hafa nú mjög dofnað eða þagnað með öllu. Þær tegundir fugla sem verpa þar sem refurinn kemst að eggjum og ungum, eru að þurrkast út. Refavinir ættu að lesa frásögn Æv- ars Petersens fuglafræðings í síð- asta hefti Náttúrufræðingsins, þar sem hann greinir frá reynslu sinni af heimsóknum refa í himbrima- og lómabyggð vestur á Mýrum. Þar mun enginn ungi hafa komist upp í sumar. Refurinn fær Marshall-aðstoð Eftir Indriða Aðalsteinsson »… úr hinni rík- isreknu vargaútung- arstöð á Hornströndum má ætla að um 10.000 refir hafi síðan 1994 herjað á okkur … Indriði Aðalsteinsson Höfundur er bóndi á Skjaldfönn við Djúp. Fatlaðir voru metn- ir til fjár, kostnaður við einstaklinga með Downs-heilkennið var reiknaður út áður en ákveðið var að bjóða öllum konum fóstur- skimun. Þessar upp- lýsingar komu fram í mjög vandaðri umfjöll- un Morgunblaðsins um fósturskimun ný- verið. Þetta var reiknað út fyrir 23 ár- um fyrir embætti landlæknis. Það má með réttu segja að leitað sé að fóstrum með Downs á grundvelli kostnaðar enda kom það fram að siðferðishliðin var ekki skoðuð fyrr en síðar, en þrátt fyrir það var engu breytt. Fram hefur komið að heimild til að eyða fóstri vegna þess eins að það sé með Downs byggist á afar veikum lagalegum grunni. Í Bandaríkjunum er það þannig að einstaklingur með Downs telst ekki „hæfur“ til að þiggja líffæri og hefur verið unnið að því að fá því breytt. Hérlendis liggur það ekki fyrir hvort einstaklingur með Downs njóti sama réttar og ófatl- aður einstaklingur og teljist hæfur til að þiggja líffæri. Embætti landlæknis segir að ákvörðunin sé byggð á læknisfræð- ilegu mati. Ef tekið er mið af því sem er að gerast með fóstur- skimanir er auðvelt að draga ályktun um nið- urstöðuna. Alþingi verður að tryggja í lögum um líf- færagjöf að ekki megi mismuna ein- staklingum sem þurfa á líffærum að halda á grundvelli þess að einstaklingur sé með Downs. Það er hættulegt fyrir okkur sem samfélag að taka út hóp ein- staklinga í móðurkviði og verð- leggja hann. Erum við að gleyma að samfélag okkar byggist upp á hópum og eitt af því sem skil- greinir okkur sem samfélag er hversu vel okkur lánast að styðja og styrkja ólíka hópa samfélagsins þannig að hver og einn ein- staklingur getið notið sín á eigin forsendum? Ef við veltum fyrir okkur börn- um þá er meðalfjöldi barna í ár- gangi um 4.800 einstaklingar. Lík- indi á hverju í hverjum árgangi er:  Um 6-7 börn á ári með Downs-heilkenni (vegna fóst- urskimana fæðast um 2-4).  Um 50-75 einstaklingar með þroskahömlun.  Um 50-95 einstaklingar á ein- hverfurófsröskun.  Um 240-330 einstaklingar með ADHD.  Um 300 einstaklingar munu glíma við áfengisfíkn.  Um 720-1.200 einstaklingar með þunglyndi. Viljum við samfélag þar sem embættismenn og/eða heilbrigð- isstarfsfólk getur kallað eftir kostn- aðarmati á börnin okkar og/eða ákveðið að láta skima? Alþingi verður að setja lög er varða skimanir og að tryggja að einstaklingar með Downs njóti sama réttar og annað fólk þegar kemur að því að gefa og þiggja líf- færi. Er líf þess virði að því sé lifað? Eftir Guðmund Ármann Pétursson » Það má með réttu segja að leitað sé að fóstrum með Downs á grundvelli kostnaðar enda kom það fram að siðferðishliðin var ekki skoðuð fyrr en síðar. Guðmundur Ármann Pétursson Höfundur er faðir einstaklings með Downs. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Átján borð hjá eldri borgurum Fimmtudaginn 4. febrúar var spilað á 13 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S: Örn Isebarn – Örn Ingólfsson 400 Kristín Guðbjörnsd. – Soffía Daníelsd. 389 Magnús Oddsson – Óskar Ólafsson 375 Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 349 A/V Jón Þ. Karlsson – Björgvin Kjartanss. 364 Svanhildur Gunnarsd. – Magnús Láruss. 360 Björn E. Péturss. – Valdimar Ásmundss. 350 Óli Gíslason – Magnús Jónsson 340 Mánudaginn 8. febrúar var spilað á 18 borðum. Efstu pör í N/S: Haukur Harðarson – Ágúst Helgason 385 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 355 Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 337 Helgi Hallgrímss. – Ægir Ferdinandss. 336 Kristín Guðmundsd. – Kristján Guðmss. 334 A/V Hrólfur Guðss. – Axel Lárusson 432 Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 369 Sigurður Kristjánss. – Jörgen Halldórss. 355 Birgir Magnússon – Þórdís Einarsd. 342 Margr. Gunnarsd. – Vigdís Hallgrímsd. 341 Feðgar unnu hvor á sínum væng í Gullsmára Spilað var á 10 borðum í Gullsmára mánudaginn 8. febrúar. Úrslit í N/S: Ragnar Jónsson – Lúðvík Ólafsson 194 Þórður Jörundss. – Jörundur Þórðarson 193 Jónína Pálsd. – Þorleifur Þórarinss. 182 Jón Bjarnar – Katarínus Jónsson 182 A/V: Jón I. Ragnarss. – Sæmundur Árnason 208 Kristín G. Ísfeld – Óttar Guðmundss. 191 Gunnar Alexanderss. – Elís Helgason 188 Hinrik Lárusson – Skúli Sigurðsson 184 Vert er að vekja athygli á efstu pörum. Þar eru feðgar á ferð, þeir Jón Ingi og Ragnar. Keppnisstjóri minnist þess ekki að slík úrslit hafi sést áð- ur. —með morgunkaffinu Langahlíð – Seyðisfirði Einstakt tækifæri í ferðaþjónustu. Um er að ræða þrjú sumarhús í norðanverðum Seyðisfirði, c.a. 3 km frá þéttbýlinu. Húsin eru 53,7 m² (byggð 2005, 2008 og 2013) og eru þau öll fullbúin með þremur svefnherbergjum, stórri timburverönd, heitum potti og síðast en ekki síst stórkostlegu útsýni yfir Seyðisfjörð. Nánari upplýsingar hjá INNI fasteignasölu s.580 7905 eða á www.inni.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.