Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 64
Tallinn, Vilnius og Riga
Við skoðum glæsilegustu miðalda borgir Evrópu frá 11 og
12 öld og kynnumst miðaldastemningu sem er engri lik.
Borgir sem eru á minjaskrá Unesco, miðstöð menningar
og lista við Eistrasaltið. Á vegi okkar verða m.a. dóm-
kirkjur, þröngar steini lagðar götur, hallir, kastalar, fallegar
sveitir og sveitaþorp með brosandi heimamönnum. Við
förum aftur i tima og rúmi.
2.-9. júlí 2016
Eistrasaltið
í sinni fegurstu mynd
Verð 239.900 kr.
per mann i 2ja manna herbergi
Innifalið: Flug, skattar, allar ferðir,
aðgangur þar sem við á, hótel með
morgunmat , íslensk fararstjórn
Sími 588 8900
transatlantic.is
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Edduhótelin hafa séð tímana
tvenna og verið starfrækt mun
lengur en flest önnur hótel úti á
landi sem enn eru í rekstri. Öldin
var talsvert önnur, hvað túrisma
varðar hérlendis, þegar fyrstu hót-
elin voru opnuð fyrir ferðalanga.
Það var fyrir heilum 55 árum.
Er óhætt að segja að Hótel Edda
keðjan, – sem telur núna ellefu hót-
el –hafi fylgt íslenskri ferða-
mennsku um langt skeið, en í raun
réttri hófst saga hótelanna á því
herrans ári 1961. Þá var það ein-
faldlega nauðsyn á gistiplássum
sem knúði á um stofnun hótela úti
á landsbyggðinni og úr varð að tvö
hótel voru opnuð, á Laugarvatni og
á Akureyri.
„Það var svo gamla góða nýtnin
sem varð til þess að fólk ákvað að
nýta aðstöðu sem þegar var fyrir
hendi en var ekki nýtt á sumrin,
það er að segja heimavistarskólana
sem hýstu fyrstu Eddu-hótelin,“
segir Íris Elfa Þorkelsdóttir, mark-
aðsstjóri Hótel Eddu.
Gististaður við þjóðveginn
Það voru framtakssamir ein-
staklingar á vegum Ferðaskrifstofu
Íslands sem riðu á vaðið og stofn-
uðu Hótel Eddu á sínum tíma með
opnun tveggja fyrstu hótelanna.
Fljótlega óx starfseminni fiskur um
hrygg og svo loks þegar þjóðvegur
númer eitt – hringvegurinn – var
fullgerður árið 1974 með vígslu
Skeiðarárbrúar fóru þjónustu-
kjarnar að myndast meðfram þjóð-
veginum um land allt og Edduhót-
elin stungu sér niður skammt
undan. Ennfremur eiga þau það
sammerkt að vera staðsett í ná-
munda við einhverjar af helstu
náttúruperlum landsins. Það var
því upplagt fyrir ferðalanga að
hvíla lúin bein og halla höfði á Hót-
el Eddu, hvar sem á landinu var
niður borið, og heimavistarskól-
arnir hentuðu fullkomlega í hlut-
verkið.
„Algerlega,“ tekur Íris Elfa und-
ir. „Auk þess var fjármagn til hús-
bygginga takmarkað og ferðalög
um landið yfir veturinn voru eitt-
hvað sem talsvert færri stunduðu
enda samgöngur víða tæpar og
færð á vegum fljót að spillast. Það
hentaði því fullkomlega að nýta
þessi hús sem fyrir voru í sveitinni,
stóðu auð yfir sumarið og mátti
með litlum tilkostnaði breyta í hót-
el meðan á þurfti að halda. Enn
þann dag í dag er þetta nánast eins
og vertíð yfir sumarið, hótelstjórar
koma í júníbyrjun, húsið græjað í
hótelstíl eftir því sem þarf og svo
er allt tekið niður í ágústlok þegar
skólarnir fara að hefja sína starf-
semi á ný eftir sumarleyfin.“
Íris Elfa bætir því við að þótt
Edduhótelin séu í dag mörg hver í
sérhönnuðu húsnæði byggist starf-
semin enn á þeirri hugmyndafræði
að taka á móti gestum með hlýleg-
um og heimilislegum hætti.
Gæðagisting á góðu verði
Að sögn Írisar felst sjarminn við
Edduhótelin ekki hvað síst í því að
þar gengur gesturinn að ákveðnum
einfaldleika vísum og í boði er
gæðagisting á mjög sanngjörnu
verði. Þess vegna er það þannig að
þótt ferðamannatíminn sé ekki
lengur nánast algerlega einskorð-
aður við sumartímann vegna síauk-
ins fjölda ferðamanna, þá muni um
Edduhótelin á sumrin. „Það helgast
af því að það er mun meiri eftir-
spurn en framboð og sérstaklega
yfir sumartímann þegar gríðarlegt
álag er. Þá koma Edduhótelin sterk
inn. Á Íslandi er heils árs ferða-
mennska í dag en hún er samt sem
áður mun meiri yfir sumartímann
og þá standa ellefu Edduhótel
ferðalöngum til boða.“
Og Edduhótelin eru vel bókuð,
að sögn Írisar Elfu, og hópar sækja
sem fyrr grimmt í gistinguna þar.
„Þegar hópar eru að koma til
landsins, oft seint á kvöldin, er
Eddan auðvitað kjörin í það. Fólk
kemur inn, gistir og fer snemma
um morguninn. Þá ertu ekki endi-
lega að leita að fjögurra til fimm
stjörnu hóteli heldur viltu fá hreina
og snyrtilega gistingu, með stað-
góðum morgunmat ef vill.“
Vörumerkið og sagan
Það er auðheyrt á Írisi Elfu að
henni þykir vænt um vörumerkið
Edda Hótel og hún samsinnir því
líka aðspurð. „Þetta er með eldri
vörumerkjum í ferðaþjónustunni
hérlendis og lógóið sjálft hefur ekki
tekið neinum breytingum í tímans
rás heldur haldist óbreytt frá byrj-
un.“ Edduhótelin eru líka að sögn
Írisar Elfu ákveðið konsept sem
sumir gestanna átta sig ekki á fyr-
irfram.
„Sumir kaupa gistinguna til
dæmis í gegnum ferðaskrifstofu
eða sem hluta af einhverjum pakka
og gera sér svo enga grein fyrir því
hvers konar hús þau eru komin í
þegar þar að kemur,“ bætir hún við
og kímir. „Við ætlum að kynna
þessa hlið hótelanna vel á hverjum
stað fyrir sig, kynna sögu hússins
og tilkomu hótelsins. Okkur langar
til kynna betur þessa sögulegu
tengingu og gera það part af upp-
lifuninni á húsinu á hverjum stað
fyrir sig.“
Þessu til stuðnings nefnir Íris
skemmtilegt dæmi um erlenda
gesti sem komu í hóp saman á
Edduhótelið á Egilsstöðum og voru
sýnilega svolítið hissa á útlitinu
innanstokks. „Það má eiginlega
segja að þau hafi verið með svolítið
spurningarmerki á andlitinu allan
tímann sem þau dvöldu á hótelinu.
Þau voru greinilega að spá í hlutina
án þess að hafa orð á því, fyrr en
seinasta daginn. Þá höfðu þau sig
loks í að spyrja út í eitt og annað
sem þeim fannst frábrugðið því
sem kalla mætti „hefðbundið“ hót-
el. Þá kom vitaskuld í ljós að hús-
næðið er heimavistarskóli á vet-
urna. Þá reyndist hópurinn vera
kennarar og þau ætluðu ekki að
trúa sínum eigin eyrum; að þau
hefðu allan tímann verið að gista á
heimavist! Það fannst þeim alveg
frábært og í rauninni var það alveg
hápunkturinn á ferðinni fyrir þau,“
segir Íris Elfa og brosir við upp-
rifjunina.
Kynslóðir uppaldar á Eddunni
Íris nefnir annað atriði sem
mörgum þyki skemmtilegt og það
er það að ótal einstaklingar stíga
sín fyrstu spor í þjónustugreinum í
sumarstarfi hjá Hótel Eddu, ein-
hvers staðar á landinu. „Þannig
hafa Edduhótelin með öðrum hætti
verið samtengd ferðaþjónustunni
frá upphafi, því sumstarfsfólkið var
oftar en ekki krakkar úr sveitinni
sem fóru á vertíð yfir sumarið.
Sumir fóru á sjó, aðrir á Edduna
eins og sagt er. Þarna höfum við
verið að ala upp kynslóðir af fólki
sem er að finna í þjónustugreinum
og kemur býsna oft aftur í ferða-
þjónustuna síðar meir. Þarna verð-
ur startið, á þessum tólf vikum, og
oft erum við að ala upp framtíð-
arfólkið í ferðaþjónustu.“
Verbúð en ekki heimavist
Eins og framar greindi eru elstu
Edduhótelin á Laugarvatni og á
Akureyri, en það nýjasta er aftur á
móti á Höfn í Hornafirði. Þar er
reyndar sú nýlunda á ferð að ekki
er um heimavistarskóla að ræða
heldur hýsir gömul verbúð Eddu-
hótelið þar fyrir austan.
„Já, Edduhótelið á Höfn er göm-
ul verbúð, sem hét Ásgarður, og við
tókum yfir. Í rauninni breyttum við
öllu innanstokks en erum sem fyrr
að nýta húsnæði sem var til fyrir,
og var bara í niðurníðslu og ekki að
sinna neinu hlutverki. En húsnæðið
er á algerum toppstað með útsýni
yfir höfnina.“
Þegar talið berst svo að næstu
skrefum Edduhótelanna verður aft-
ur á móti minna um svör og Íris
Elfa gerist leyndardómsfull á svip.
Hún fæst þó til að segja að ávallt
séu einhverjar athuganir í gangi,
og alltaf verið að skoða og meta.
„Verður spennandi að sjá fram-
haldið,“ segir hún.
Heimilislegt hringinn kringum landið
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrsta Eddu hótelið opnaði Ganga má að gæðunum
og einfaldleikanum vísum og hótelin vel bókuð Hafa alið upp kynslóðir af ferðaþjónustufólki
Þjónusta Að sögn Írisar Elfu Þorkelsdóttur hefur landslagið á ferðamark-
aði breyst en muni svo sannarlega um Edduhótelin á háannatímabilinu.
Akureyri Annað fyrstu tveggja Edduhótelanna var opnað á Akureyri fyrir
55 árum síðan. Hótel Edda er þar enn þó aðbúnaður allur sé nútímalegri.
Hornafjörður Á Höfn er að finna nýjasta Edduhótelið og þaðan er fallegt út-
sýni yfir höfnina. Hótelið er allt hið nútímalegasta en þar var áður verbúð.
Á FERÐUMÍsland