Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 72
Á FERÐ UM Ísland72 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is „Heimsóknir erlendra ferðamanna yfir vetrartímann hafa stóraukist frá því að við hófum rekstur og ein af okkar vinsælustu vetrarferðum er hin svokallaða Midgard Adventure. Þá förum við með ferðalanga inn á Sprengisand, þar sem við erum með aðstöðu nálægt Þúfuvatni, veiðum í gegnum ís, byggjum snjóhús með gufubaði, grillum lamb, förum á vél- sleða og jafnvel „snow kite“,“ segir Björg Árnadóttir, leiðsögumaður og framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyr- irtækisins Midgard Adventure á Hvolsvelli. „Í dagsferðum er mest ásókn í Midgard Surprise. Þar metum við að- stæður hverju sinni og högum túr- unum í samræmi við veður og færð. Þessar ferðir eru oft farnar inn í Þórsmörk, upp á Eyjafjallajökul eða eftir suðurströndinni. Að auki bjóðum við upp á gönguferðir og fjallaskíða- ferðir á fjöll og jökla í nágrenni Hvolsvallar og margt fleira. Ég var með kínversk ungmenni í ferð um daginn, þau voru ákveðin í að heim- sækja Ísland aftur og ég hvatti þau til að koma næst að sumarlagi. Þau horfðu forviða á mig og svöruðu: En þá er enginn snjór og engin norður- ljós.“ Strangar gæðakröfur Midgard Adventure er sprottið úr ferðaþjónustufyrirtækinu South Ice- land Adventure, sem var stofnað á Hvolsvelli árið 2010. Fyrirtækið er að stærstum hluta í eigu þriggja ungra vina sem allir starfa hjá fyrirtækinu og starfsfólkið er ein stór fjölskylda, í orðsins fyllstu merkingu, þar sem saman vinna frændur og frænkur, hjón, börn og tengdabörn. Björg bættist í hópinn 2013, en hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og með viðskiptagráðu og hafði um ára- bil starfað í lyfjageiranum þegar hún sneri við blaðinu fyrir nokkrum árum og settist á skólabekk í Leiðsögu- mannaskólanum, ásamt eiginmann- inum Markúsi H. Guðmundssyni. Í kjölfarið luku þau hjónin, sem bæði eru mikið útivistarfólk, nýliðanám- skeiði hjá Björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík. „Við starfsfólkið komum úr ýmsum áttum, sem er mikill styrkur fyrir Midgard Adventure. Mörg okkar starfa með björgunarsveitum og í hópnum eru meðal annars náttúru- fræðingur, bifvélavirki og stjórnmála- fræðingur. Mín háskólamenntun nýt- ist mér mjög vel í starfi og í lyfjageiranum eru gerðar strangar gæðakröfur, sem reyndist gott vega- nesti þegar ég gekk til liðs við fyr- irtækið. Við erum nú þegar komin með viðurkenningu Vakans, gæða- kerfis ferðaþjónustunnar, og erum ákaflega stolt af því.“ Erlendir háskólanemar Midgard Adventure var áður ferða- skipuleggjandi og bauð þá eingöngu upp á dagsferðir en 2014 hlaut fyr- irtækið ferðaskrifstofuleyfi. „Áður komu um það bil 70% af öllum okkar ferðum inn í gegnum aðrar ferðaskrif- stofur en það hefur snúist við. Nú leita um 70% viðskiptavina beint til okkar og hlutfall svokallaðra mul- tiday-ferða hefur aukist verulega,“ segir Björg. „Þar sjáum við um allt skipulag fyrir fólk, sem ferðast í marga daga og ýmist keyrir sjálft eða kaupir af okkur fulla þjónustu allan tímann.“ Spurð nánar út í viðskiptavinahóp- inn segir Björg aðallega um að ræða tveggja til tíu manna hópa, fjöl- skyldur og pör, á aldrinum 30 til 60 ára. „Viðskiptavinir okkar koma að langstærstum hluta frá Ameríku. Það er ótrúlega gaman að ferðast með Ameríkana, þeir reikna með góðri þjónustu og þegar upplifunin er sú að þeir séu að fá það sem þeir borguðu fyrir eru þeir mjög sveigjanlegir og þægilegir. Í opnar ferðir fáum við þó nokkuð af Evrópubúum og svo eru Asíubúar einnig ört stækkandi hópur. Við eigum yndislegan samstarfs- aðila í Bandaríkjunum, 27 ára gamla konu sem heitir Melissa Lee og rekur fyrirtækið GREEN, Global Rene- wable Energy Educational Network, en það hefur unnið til fjölda við- urkenninga vestanhafs. Hún sér okk- ur fyrir um það bil 500 bandarískum háskólastúdentum á ári, aðallega verkfræðinemum, sem koma hingað til að kynna sér endurnýtanlega orku og blanda saman námi og ferðalagi um Ísland. Við vinnum að þessu verkefni í samstarfi við Melissu og Orkuskóla Háskólans í Reykjavík. Með Melissu skipuleggjum við líka ferð sem kallast Leave no trace, þar sem farið er með amerísk ungmenni í ferðir um há- lendið og þeim veitt leiðsögn í rötun, eldamennsku, leiðtogahæfni og öðr- um „survival skills“ sem nýta má á fjöllum.“ Kokteilboð í helli Á sumrin býður Midgard Advent- ure upp á fjölda skemmtilegra ferða, með áherslu á Þórsmörk og Land- mannalaugar, að sögn Bjargar. „Yfir sumartímann erum við mikið í gönguferðum, allt frá dagsferðum og upp í 10 daga túra. Við förum með fólkið okkar í tjaldferðalög upp á jök- ul, í fjallahjólaferðir um Fjallabak og Lakasvæðið, í ísgöngur, ísklifur, sláum upp matarveislum og kokteil- boðum í hellum og gerum í rauninni allt milli himins og jarðar. Jeppaferðir í Þórsmörk, Land- mannalaugar og Fjallabak eru alltaf mjög vinsælar. Persónulega er ég meira fyrir sumarferðirnar og hlakka alltaf til þegar sól fer að hækka á lofti. Reglulegar opnar ferðir yfir Fimmvörðuháls eru í sérstöku uppá- haldi hjá mér, sérstaklega þegar gengið er að nóttu til í júní og júlí.“ Aðspurð segir Björg spennandi tíma framundan hjá fyrirtækinu; nýj- ar ferðir séu í mótun og ljóst sé að sumarið verði annasamt hjá starfs- fólki Midgard Adventure. „Við höld- um áfram að þróa lengri ferðirnar okkar og gera þær enn betri. Í sumar leggjum við svo mikla áherslu á fjallahjólaferðirnar, bæði að Fjalla- baki og á Lakasvæðinu. Þá ætlum við líka að bjóða í enn ríkari mæli upp á það sem okkur starfsfólkinu finnst persónulega sér- lega skemmtilegt, til að tryggja að við höfum áfram gaman af því sem við erum að gera. Ofarlega á blaði eru hvers kyns ævintýraferðir, göng- ur og leiðsögn í „survival skills“.“ Skemmtileg áskorun Björg kveðst afar ánægð í starfi leiðsögumanns og framkvæmda- stjóra Midgard Adventure og sér ekki eftir því að hafa skipt um starfs- vettvang fyrir þremur árum. „Það er verulega gaman að stýra þessu spennandi og ört vaxandi fyrirtæki í ferðaþjónustu. Þegar ég byrjaði voru eigendur einu starfsmenn, nú eru 10 manns hér í fullu starfi og að minnsta kosti helmingi fleiri yfir sumartím- ann. Ég hef svo oft stigið langt út fyrir þægindarammann eftir að ég tók við þessu skemmtilega starfi. Ég hef aldrei unnið eins mikið og sofið jafn lítið. Það hefur þó algjörlega verið þess virði og mér finnst ég sjaldan eða aldrei hafa verið eins mikið „á lífi“. Ég nýt að auki þeirra forrétt- inda að vinna með báðum sonum mínum og tengdadætrum og það ger- ir þetta allt svo miklu skemmtilegra.“ Snjóhús með góðu gufubaði Þórsmörk Erlendur skólahópur á göngu niður Valahnjúk; ferðin var tveggja nátta og fól í sér kennslu í jarðfræði og „survival skills“ á fjöllum. Ljósmynd/Karl Petersson Vinsælt Björg Árnadóttir, leiðsögumaður og framkvæmdastjóri Midgard Adventure: „Í dagsferðum er mest ásókn í Midgard Surprise. Þar metum við aðstæður hverju sinni og högum túrunum í samræmi við veður og færð.“ midgardadventure.is  Ferðaþjónustufyrir- tækið Midgard Ad- venture á Hvolsvelli skipuleggur ævin- týraferðir um landið allt árið um kring  Sífellt fleiri kjósa að heimsækja Ísland yfir vetrarmánuðina en þá gefst meðal annars tækifæri til að þeysa um Sprengisand á vélsleða og veiða í gegnum ís Einstök ferð Hrífandi náttúra, einstök menning og fjölbreytt dýralíf sem eiga varla sinn líkan, ævintýraleg upplifun í einstöku um- hverfi. Við förum m.a. í Safaríferð á jeppum og skoðum villt dýr í sínu náttúrlega umhverfi. Sri lanka er eyjan sem Sinbað sæfari og Marco Polo heimsóttu á ferðum sínum. Við kynnumst framandi og heillandi heimi sem tekur á móti ferðalöngum með opnum örmum. 3.-16. nóvember Paradísareyjan Sri lanka Verð 549.900 kr. per mann i 2ja manna herbergi Innifalið: Flug, skattar, allar ferðir, aðgangur þar sem við á, hótel með hálfu fæði, íslensk fararstjórn, m.a safari ferð í Yala þjóðgarðinn og fleira Sími 588 8900 transatlantic.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.